Færsluflokkur: Bloggar

Ekki frétt

Hver er fréttin í þessari frétt?

 


mbl.is Líkamsleifar úr fyrri heimstyrjöld finnast í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lán í óláni

jardskjalfti

Annar Suðurlandsskjálftinn á 8 árum reið yfir um miðjan dag í gær, eins og hvert mannsbarn á Íslandi veit. Það var mikil mildi að ekkert manntjón varð en 28 slösuðust, enginn alvarlega eftir því sem best er vitað. Þessi skjálfti var álíka sterkur og 17. júní skjálftinn árið 2000 en olli miklu meira tjóni, þar sem upptök hans voru miklu nær byggð.

Það var gífurlegt lán í öllu óláninu að báðir þessir skjálftar urðu að sumarlægi við bestu hugsanlegu veðurskilyrði. Það væri ekkert grín að fá slíkan skjálfta í slæmu veðri um hávetur.

 
mbl.is Afar öflugur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Idolfangi

 „Idolstjarnan Karl Bjarni Guðmundsson fær að afplána tveggja ára fangelsisdóm sinn á Kvíabryggju. Þangað er hann nú kominn eftir að hafa eytt tæpum mánuði í afplánun í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Kalli Bjarni fékk fangelsisdóm fyrir að hafa flutt inn tæp tvö kíló af kókaíni á síðasta ári“.

Kalli BSvo segir í frétt á Vísi.is í dag. Ég get ekki neitað því að mér var verulega brugðið við lestur fréttarinnar.

Er það virkilega svo að eiturlyfjainnflytjendur og eiturlyfjaneytendur í neyslu séu settir til afplánunar á Kvíabryggju?  Hvaða tilraun er hér í gangi? Hvað hefur K.B. til unnið að fá svo væga silkihanskameðferð? 

Fáránlega vægur dómurinn, tvö ár og svo þessi gjörningur er sem blaut tuska í andlit foreldra þeirra unglinga sem orðið hafa eiturlyfjum að bráð. Foreldra sem ekki hafa litið glaðan dag mánuðum eða árum saman vegna manna eins og K.B., sem tekið hafa það að sér að smygla til landsins, eitrinu í æðar barnanna okkar.  

Fréttinni á Vísir.is lýkur á þessum orðum móður K.B.;  ástæða þess að hann fái að afplána á Kvíabryggju sé sú að Kalli Bjarni hafi verið edrú allt frá því að hann hóf afplánun í Hegningarhúsinu (í) byrjun maí“. !!!

Móðir Kalla Bjarna hefur eðlilega áhyggjur af syni sínum, hvaða foreldri hefur það ekki?  Ég vona svo sannarlega að sonurinn nái að rífa sig upp úr þeim sorapytti sem hann er sokkinn í og fjölskyldan geti átt þessa hræðilegu lífsreynslu að baki þegar K.B. lýkur afplánun.  Það væri gott að geta óskað fórnarlömbum eiturlyfja og aðstandendum þeirra hins sama.

En ég deili ekki með henni þeirri skoðun að Kvíabryggja sé rétti staðurinn til að koma K.B. á réttan kjöl. Það að geta verið edrú í mánuð bakvið luktar dyr Hegningarhússins verður vart talið til afreka og staðfestu. Hins vegar reynir á staðfestu og vilja að halda sér edrú í tvö ár í hinu galopna „fangelsi“ Kvíabryggju. K.B. hefur ekki sýnt þann vilja og staðfestu síðan dómur féll, þrátt fyrir stór orð þar um.

Ég óttast að þessi undarlega tilraun sé dæmd til að mislukkast.

Fréttin á Vísi.is hér.


Einn léttur

Ljóska og brúnetta ganga saman fram hjá blómabúð.   

Allt í einu segir sú brúna angistarfullt: “Æææiii, neiii, þarna er kærastinn minn að kaupa handa mér blóm”


Sú ljóshærða: "Af hverju er það svo slæmt"?


Sú brúna: "Alltaf þegar hann gefur mér blóm ætlast hann til að fá eitthvað í staðinn. Mig langar ekki að eyða allri helginni á bakinu með fótleggina upp í loft"!


Ljóshærða: "Núú.. áttu ekki blómavasa"?
 

Ég er orðlaus

  
mbl.is Lokaði dóttur sína inni í 24 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofur-guffi eða liðleskja?

Þorsteinn Pálsson, sem hefur fram að þessu, verið talinn litlausasti formaður Sjálfstæðisflokksins og alger úrræðaleysingi, sem forsætisráðherra, virðist hafa fengið harða samkeppni sem slíkur. Núverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde hefur fram að þessu, á sínum ferli,  verið afspyrnuslappur flokksleiðtogi og linur forsætisráðherra. Það er eins og stefna hans sé að sólin komi upp á morgnana og setjist á kvöldin og þess á milli sé best að aðhafast sem minnst.

Þess verður vart lengi að bíða að þingmenn Sjálfstæðisflokksins, jafnt sem almennir flokksmenn, átti sig á því til fullnustu að sú heljarkló sem Davíð hélt þeim í er horfin og þeir geti því farið að gera það sem hugur þeirra stefnir til. Rétt eins og gerðist með Þorstein ræfilinn.

En nú er hann Geir vinur okkar á Englandi og ræðir við þarlenda. Hann hitti m.a. Gordon Brown  forsætisráðherra  og átti með honum fund, sem stóð í  heilar 30 mínútur.

Á þessum fundi töluðu þeir Brown, að sögn Geirs,  ýtarlega um varnarmál, m.a. hugmyndir Breta að koma inn í varnir Íslands. Sömuleiðis var farið ýtarlega yfir alheims efnahagsmál. Auk þess fóru þeir yfir málefni Afganistan, öryggismál, orkumál, íslenskan og breskan fjálmálamarkað, hvalveiðar, Hatton Rockall svæðið og þeir röbbuðu  auk þessa um margt, margt fleira.  

Á 30 mínútum, takk fyrir.

Ef til vill leynist einhver hulinn kraftur í Geir. Hann hefði þó betur notað þetta 30 mínúta orkuskot til að leysa efnahagsvandann hér heima. Kannski Brown hafi boðið upp á einhverjar Ofur-Guffa hnetur með teinu. Vonandi hefur Geir þá stungið tveimur eða þremur í vasann til nota síðar.

Geir færði Gordon að gjöf bókina Grafarþögn. Í því er fólgin nokkur kaldhæðni því nafn bókarinnar gæti verið tákngerfingur um stefnu og aðgerðir forsætisráðherranns  og ríkisstjórnirnar  í efnahagsmálum.


mbl.is Geir: Góður og árangursríkur fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moggagúlagið

Ég vil trúa því að á Íslandi ríki skoðana og ritfrelsi. En lög takmarka eðlilega hvað hægt er að ganga langt í órökstuddum persónulegum ásökunum án eftirkasta. En mönnum er samt tryggður réttur að tjá sig. Ef ágreiningur kemur upp hvort brotin hafi verið lög, þá er það dómstólana að skera úr um það. Og þá taka menn afleiðingum þess, ef of langt var gengið.

Mbl.is tekur skýrt fram að þeir fyrri sig ábyrgð á skrifum á mbl.is, ábyrgðin sé alfarið bloggarans. Réttilega, en samt rjúfa þeir eigin yfirlýsingu og taka sér vald dómstóla og dæma bloggarann Skúla Skúlason sekan og eyddu öllu bloggi hans. Þetta gerðu þeir í skjóli lögfræðiálits, sem verður aldrei annað en álit uns dómstólar hafa úrskurðað um einmitt það.

Annað hvort er skoðana- og tjáningarfrelsi eða ekki. Það er enginn millivegur.  Það er ekkert til sem heitir 3/4 eða 1/2 skoðanafrelsi. Til eru dæmi þess að lönd í Evrópu hafi gripið til þess að banna ýmis stjórnmálasamtök sem þykja ekki falla inn í stjórnmálaflóru viðkomandi landa. Þar ríkir ekki skoðanafrelsi. Samt kenna þessi sömu lönd sig við lýðræði. 

Hvað þarf að banna margar skoðanir til að það teljist skerðing á rit- og skoðanafrelsi? Eina? Tvær? Eða fleiri? Kannski allar nema eina? Í einflokka Sovét ríkti t.d. svo mikið „lýðræði“ að Stalín náði að fá 103% greiddra atkvæða í kosningu. Fullkomnara verður það vart.

Ég játa það fúslega að það eru til skoðanir sem ég vildi út í hafsauga, en þar sem ég er einlægur lýðræðissinni þá gengst ég undir það að allir hafi rétt á sinni skoðun hversu ógeðfelld hún kann að þykja mér. Á bloggi Skúla var margt sem ég var ósammála, það er minn réttur. Það er hinsvegar réttur Skúla að hafa skoðun sem samrýmist ekki minni.

Mér dettur í hug af þessari umræðu saga sem sögð var um Ford bílasmið. Eins og kunnugt er voru allir Ford T mótel, sem framleiddir voru óbreyttir frá 1908 til 1927,  svartir.  Ford var einhverju sinni spurður hvort ekki væri hægt að fá annan lit.

"Jú, jú", svaraði Ford "þú getur fengið hvaða lit sem er, svo framalega að hann sé svartur".

Þetta minnir á að menn megi hafa hvaða skoðun sem er svo fremi að hún sé rétt.

 


mbl.is Óánægja með lokun umdeilds bloggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrefnukjöt er besti matur

Hrefnuveiðimenn búa sig undir veiðar í sumar.  Vonandi munu  veiðarnar ganga  vel. Ekki hefur verið gefin út kvóti í ár, en í fyrra voru veidd 45 dýr. Hrefnukjöt er úrvalsmatur, hollt og gott.

Og ekki hvað síst er neysla á hvalkjöti umhverfisvænni en neysla annars kjötmetis. Það kostar aðeins losun á 1,9 kg af koltvísýringi fyrir hvert kg af hvalkjöti á móti 15,8 kg á hvert kg af nautakjöti, svo dæmi sé tekið.

Þannig að öfgaumhverfisverndarsinnar, samkvæmir sjálfum sér, munu væntanlega éta Hrefnukjöt í hvert mál.

Verði ykkur að góðu!


mbl.is Hrefnuveiðimenn undirbúa veiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúkt ógeð

Jæja, svo Rocky hefur verið valin besta íþróttamyndin!  Og þriðja besta myndin var önnur hnefaleikakvikmynd. Er ekki allt í lægi?

Ég er þeirrar skoðunar að hnefaleikar séu eitthvert ógeðslegasta form mannlegra samskipta og eigi ekkert skylt við íþróttir.

Það er í hæsta máta undarlegt að telja það íþrótt þar sem markmiðið er að skaða andstæðinginn sem mest á sem skemmstum tíma og slá hann kaldann. Þeir eru ófáir sem hlotið hafa alvarlega heilaskaða og jafnvel dauða af þessari „íþrótt“.

Ef tveir strákar slægust í húsasundi vegna stelpu væri það talið sjúkt,  en ef þeir sömu slægust í hringnum fyrir einhvern titil eða pening er það sagt íþrótt. Og svo horfa menn á þetta með slefuna í munnvikunum.

 Það er sjúkt.


mbl.is Rocky besta íþróttamyndin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannes Hólmsteinn fellur á forskólaprófi

Hannes Hólmsteinn var bljúgur í Kastljósi fyrir nokkrum dögum. Sýndi iðrun og komst í gegnum heilt viðtal án þess að svívirða eða niðurlægja nokkurn mann.  Ég átti samtal við kunningja minn stuttu eftir þessi umskipti Hannesar. Kunningi minn sagði þetta minna á söguna um „Umskiptinginn 18 barna föður úr álfheimum“. Sá sætti flengingu uns hann sá að sér og iðraðist. Sá gat bætt fyrir brot sitt ólíkt Hannesi.

Við kunningjarnir vorum sammála um að Hannes myndi rífa sig úr þessu nýja hugarástandi sínu og ná vopnum sínum á ný, annað væri óhjákvæmilegt. Það væri ekki í eðli dýrsins að sitja lengi á grein og látast vera söngfugl. Ég taldi að Hannes héldi út í tvo til þrjá mánuði en kunningi minn sagði að hann yrði sprunginn eftir hálfan mánuð. Hann vildi  leggja koníaksflösku undir en það vildi ég ekki þar sem ég var ekki alveg sannfærður  um mína fullyrðingu. Sem betur fer,  því ég hefði tapað, Hannes er kominn á skrið á ný.

Hann var í síðdegis útvarpinu á rás2  í dag, sjálfum sér líkur. Þar óð á mínum manni og honum var mikið niðri fyrir.  Umfjöllunaratriðið var  Al Gore og umhverfisbarátta hans og sú  hætta sem stafaði af hlýnun jarðar. Auðvitað rann Hannesi blóðið til skyldunnar og tók  málstað skoðanabróður síns Bush.  Því Hannesi finnst slæmur málstaður betri en enginn.

Í málflutningi sínum staðhæfði Hannes að ekkert benti til hækkunar á yfirborði sjávar samkvæmt hlýnunarkenningunni. Yfirborð sjávar væri ekki alstaðar það sama, það væri aðhækka sumstaðar en lækka annarstaðar“  vegna lögunar Jarðar. Gott dæmi um þetta væri „Panamaskurðurinn, þar væri hafið í mismunandi hæð“.

Halló, halló, halló er þetta prófessor við Háskóla Íslands, sem segir svona?

Eru virkilega ekki gerðar þær kröfur til prófessora við Háskólans að þeir hafi snefil af þekkingu  umfram forskólabörn?

En hvað sem því líður þá er „Hannes“  aftur orðin Hannes.


mbl.is Öfgarnar aukast segir Al Gore
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband