Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Snorri velur silfrið

Var uppsögnin þá ekki Guðs vilji?god-and-mammon_1277999.jpg

Kristur var metinn á 30 silfurpeninga.

Snorri vill meira.

Þetta snýst þá ekki um orð Guðs, fyrirgefninguna, launa illt með góðu og allt það, heldur peninga - eins og alltaf - þegar upp er staðið.

 

Mammon glottir, veit sem er að gegn honum á Guð ekki séns.

 


mbl.is Snorri krefst 12 milljóna í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrátt fyrir þetta....

..., eða einmitt vegna þessa, verður rekið í græðgisgírinn og iðgjöldin hækkuð um 15 til 20% á næsta ári.

Niðurtalningin að næsta hruni er hafin.

 


mbl.is Sjóvá hagnast um 2,6 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annarra manna fé

Kristján Loftsson vill gjarnan fá fé lífeyrissjóðanna inn í sín fyrirtæki en vill ekki að sjóðirnir skipti sér af sínum fjárfestingum. Hann vill með öðrum orðum fá annarra manna fé í sinn áhætturekstur, til ráðstöfunar að eigin geðþótta.

Er líklegt að Kristján Loftsson fjárfesti fúlgur fjár í fyrirtækjum og láti svo öðrum alfarið, án eftirfylgni, um meðferð fjárins og ávöxtun? Held ekki.

Er eðlismunur á fjárfestingum lífeyrissjóða og fjárfestingum Kristjáns Loftssonar? Af hverju ættu lífeyrissjóðir að vera síður áhugasamir um framgang sinna fjárfestinga en Kristján Loftsson?

Kristján nýtir sér að sjálfsögðu afl síns eignarhlutar í fyrirtækjum til að hafa áhrif á stjórnun þeirra og ekkert óeðlilegt við það. Það væri óeðlilegt ef lífeyrissjóðirnir gerðu það ekki það sama.

Hún er alltof ríkjandi í þjóðfélaginu sú undarlega hugsun að vanti einhverstaðar áhættufjármagn þá eigi lífeyrissjóðir landsmanna skilyrðislaust að stökkva til og fjármagna hugmyndir misvitra ævintýramanna.

Það undarlega er að lífeyriseigendur sjálfir taka iðulega undir þetta sjónarmið og gleyma því algerlega að lífeyrissjóðirnir eru ekkert annað en sparifé þeirra sjálfra. Sparifé, sem verður ekki nýtt á ævikvöldinu hafi því verið sóað af Kristjáni Loftssyni eða öðrum fjárfestatröllum.

Hugmynd Kristjáns er að sjálfsögðu sett fram á degi verkalýðsins - til hamingju með daginn!


mbl.is Vill að lífeyrissjóðirnir skipti sér ekki af hlutafélögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er endurvinnsla komin yfir strikið

money-down-drain.jpgVonandi fá íbúar Fjallabyggðar með Gunnari I. Birgissyni þann bæjarstjóra sem þeir sækjast eftir.

Hvaða bæjarfélag ætli seilist næst niður í hina pólitísku sorptunnu í bæjarstjóraleit og dragi upp úr henni fjármálasnillinginn Árna nokkurn Sigfússon?


mbl.is Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okur á öllum sviðum.

Nákvæmlega þetta, sem í fréttinni er lýst, gerist um áramótin þegar vörugjöld verða aflögð. Vöruverð mun lítið eða ekkert breytast. Verslanir munu taka ígildi vörugjaldanna að einhverju eða öllu leiti til sín í aukinni álagningu. Það er lögmál í frjálsu íslensku „samkeppnisumhverfi“.

Samkeppni er ekki til á Íslandi, hefur ekki verið og verður aldrei til. Þar ræður Íslensk skammtímahugsun, að hrifsa til sín sem mestu - á sem skemmstum tíma.

Nokkrar verslanir hafa í auglýst „afnám“ vörugjaldanna fyrirfram í því markmiði að trekkja til sín viðskiptin. Ekki hefur verið fylgst með því að svo hafi verið raunin. En ef verslanir geta lækkað verð á einstökum vörum sem nemur vörugjöldunum, þó þær þurfi eftir sem áður að standa á því skil, þá segir það okkur aðeins að álagning viðkomandi verslunar sé of há, a.m.k sem nemur vörugjaldinu.

Það er full þörf á því að taka upp virkt opinbert verðlagseftirlit. Það hefur sýnt sig að á Íslandi hefur óheft frelsi í álagningu og viðskiptum ekki lækkað vöruverð, eins og það „á að gera“ samkvæmt kenningunni, heldur hins gagnstæða, það hefur leitt til grímulauss okurs.

Hvaða stjórnmálaflokkur er umboðsaðili okursins á Íslandi?


mbl.is Álagning á eldsneyti hækkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódýrt vinnuafl

Oft hafa þau rök verið notuð fyrir flutningi á störfum og verkefnum úr landi að vinnuaflið sé alltof dýrt á Íslandi. Algjör viðsnúningur virðist hafa orðið í þeim efnum.

Vinnuaflið er raunar orðið það ódýrt á Íslandi að það borgar sig frekar að handmoka snjó af kirkjutröppunum á Akureyri en að nota frárennsli hitaveitunnar til þess að bræða snjóinn.

Að vísu hafa Akureyringar notað rafmagn til að hita vatnið í bræðslukerfinu, sem er óskiljanlegt með öllu þegar afrennsli  hitaveitunnar rennur trúlega framhjá tröppunum á leið sinni til sjávar.

  Frétt Vikudags


mbl.is Handmoka kirkjutröppurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott fordæmi

Það er flott hjá Brasilíu að hætta við þessi viðskipti í Bandaríkjunum og beina þeim annað. 

Það er mun líklegra að Bandarísk stjórnvöld leggi  við hlustir sé mótmælum, við ósvífnum njósnum þeirra um allar jarðir, komið til skila gegnum efnahaginn frekar en hina hefðbundnu diplómatísku leið.

Vonandi fara sem flestar þjóðir að dæmi Brasilíu og kenna Banda- ríkjamönnum  mannasiði, með þessum hætti.


mbl.is Kaupa sænskar þotur vegna njósna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Johnsen fær minnið

c_documents_and_settings_bjarni_omar_desktop_asdis_rni_johnsenÞað er ekki nema von að Mbl.is skuli sjá ástæðu til slá upp sérstakri frétt um bætt minni Árna Johnsen.

Morgunblaðsmönnum er eflaust í fersku minni, eins og öðrum, hvað minni Árna var illa gloppótt og rýrt um þær mundir sem úttektarpartý hans í Byko komust í hámæli.

  


mbl.is „Ég man þó öll partíin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptasnilld aldarinnar

Bad buissesOrkuveita Reykjavíkur áformar að selja höfuðstöðvar sínar ónafn- greindum kaupanda og leigja þær svo af honum til tuttugu ára.

Við lok leigusamningsins mun Orkuveitan eiga kauprétt að eigninni. Þá verður Orkuveitan búin að greiða tvöfalt söluverðið  í leigu og reiðir svo fram kaupverðið í þriðja sinn til að eignast húsið. Er þetta ekki tær snilld?

Þetta er sama trixið og viðskiptamódelið sem Alfreð Þorsteinsson notaði þegar hann seldi Finni Ingólfssyni Framsóknarbróður sínum alla orkumæla Orkuveitunnar, til þess eins að leigja þá af honum aftur. Orkuveitan greiðir Finni núna andvirði allra mælana á nokkurra mánaða fresti.

Hvernig ætli væntanlegir kaupendur séu að þessu sinni tengdir eða venslaðir þeim sem ákveða þessa vitleysu?


mbl.is Orkuveitan selur höfuðstöðvarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru tryggingar í mörgum tilfellum tilgangslausar?

Það er gömul saga og ný að tryggingarfélög neiti að bæta tjón og beita jafnvel öllum brögðum til að koma sér hjá bótagreiðslu og komast iðulega upp með það. Tryggingarfélög byggja rekstur sinn á því að afhenda helst ekki vöruna sem viðskiptavinurinn telur sig hafa keypt.  

Ef marka má reynslusögur fólks af starfsaðferðum og vinnubrögðum tryggingarfélaga almennt, þá virðist megin reglan í úrvinnslu tjóna og túlkun á tryggingarskilmálum þeirra allra vera sú, að allt sé vel tryggt - nema það sem gerðist!

Þannig reynist auglýsingafrasi tryggingafélagana - að nauðsynlegt sé að hafa allt vel tryggt - mörgum viðskiptavinum þeirra bitur brandari.

 
mbl.is Fá tjónið ekki bætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband