Færsluflokkur: Kjaramál

Skítlegt eðli

Það er að sanna sig að svokallaðir „upplýsingafundir“ útgerðamanna með starfsmönnum sínum, eru eins og svartsýnustu menn óttuðust, aðeins einhliða áróðursfundir, þeir voru ekki hugsaðir til skoðanaskipta um deilumálið.

Forskriftin er einföld: Hér tölum við, spurningar og athugasemdir úr sal eru bannaðar. Hlustið á það sem við höfum að segja, kyngið því eða farið.

Hvar er Sjómannasamband Íslands, er það á Kanarí að gera í buxurnar?   


mbl.is SGS mótmælir aðgerðum LÍÚ harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÍÚ lygur og Sjómannasamband Íslands þegir þunnu hljóði

Því hefur verið haldið fram af framkvæmdastjóra LÍÚ og núna af SA (Samtökum atvinnulífsins) að þessi vikulanga verkbanns aðgerð LÍÚ sé ekki brot á 17. gr.  laga um stéttarfélög og vinnudeilur, þar sem útgerðirnar borgi mönnum laun þessa viku!

Þetta er hrein lygi, í besta falli hálfsannleikur. Af hverju er þetta verkbann LÍÚ aðeins vika en ekki t.d. hálfur mánuður? Skýringin er einföld, í landlegum eru sjómenn launalausir í 7 daga eftir að hafnarfríi líkur. Þá fyrst hefjast launagreiðslur útgerðanna gegn vinnuframlagi áhafna.

Í kjarasamningi LÍÚ og Sjómannasambandsins segir m.a. í lið 5.13. um launatímabil á togurum, svo dæmi sé tekið:

.

Að loknu hafnarfríi mega líða 7 dagar án sérstakrar kaupgreiðslu og án vinnuskyldu. Að þeim tíma liðnum skal greiða kauptryggingu, enda sinni skipverjar samkvæmt beiðni 8 tíma vinnuskyldu á dagvið skipið innanborðs og búnað þess. 

 

Útgerðamenn borga því engin laun þessa viku.  Góðir!

Af hverju þegir Sjómannasamband Íslands yfir þessum rangfærslum? Stendur Sjómannasambandið með útgerðamönnum í þessari svívirðu, sömu mönnunum og hafa komið sér hjá því að ganga frá lausum samningum við SSÍ árum saman?

   


mbl.is SA andmæla túlkun ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagfræðitölur mánaðarins

Frú Berlusconi  gerir kröfu á bónda sinn fyrrverandi upp á upp á 3.500.000 evrur á mánuði  í lífeyri og hefur hafnað boði hans upp á 1,800.000 evrur á mánuði.

Það er því ljóst að hún gæti illa sætt sig við þær  503 evrur sem Íslenska ríkið skammtar mér mánaðarlega af örlæti sínu, í atvinnuleysisbætur.

En það er auðvitað minn skaði að hafa ekki haft vit á að lulla hjá Silvio Berlusconi.

   


mbl.is Skilnaðarstríð Berlusconis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veikinda „frí“

Ég hef orðið var við þetta sjónarmið hér á landi. Margir líta á þessa tvo daga í mánuði, sem heimila veikinda fjarveru án vottorðs, sem eðlilega frídaga.


mbl.is Ungt norskt fólk nennir ekki að vinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarabarátta eða sjálftökutilraun?

Lagasetning á verkföll er og verður alltaf afleit lausn á kjaradeilum og ætti ekki að beita nema í algerum neyðartilfellum.

En er þetta kjaradeila? Framganga flugvirkja er gersamlega á skjön við allt í þjóðfélaginu og líkist meira „2007“ sjálftökuhugsunarhætti, en kjarabaráttu í hefðbundnum skilningi.

Í hádegis fréttum RUV sagði  Kristján Kristjánsson formaður samninganefndar flugvirkja  að flugvirkjar væru ekki í ASÍ og því ekki aðilar að "þjóðarsáttinni" og standa í þessu einir. Ef ríkisstjórnin setur lög, segir Kristján, þá brjóti hún þjóðarsáttina og flugvirkjar þá ekki bundnir af henni.

Vá, flugvirkjar verða sem sagt  stikk frí frá þjóðarsátt í öðru veldi. Það munar um minna.

Tilboð um 11% kauphækkun, flugvirkjum til handa, er á borðinu á sama tíma og aðrir verða að taka á sig skerðingar, en flugvirkjar höfnuðu tilboðinu, vilja helmingi meira. Þeir ætla sér ekki að deila  kjörum með þjóðinni.

Með svona viðhorfi hafa flugvirkjar glatað allri samúð, hvað sem öllu öðru líður.

 
mbl.is Verkfallið bannað til 30. nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau ættu að vera hæg heimatökin....

handjarn....fyrir lögregluna að halda kjaradeilunni  við ríkið, í járnum.

.

.


mbl.is Kjaradeila lögreglumanna og ríkis í járnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ, hvaða fyrirbæri er það?

asi-logoÍ „gamla daga“ var unun að hlusta á góðar og kjarnyrtar barátturæður foringja verkalýðsins á 1. maí  hátíðahöldum og öðrum baráttusamkomum. Fólk gleypti í sig hvert orð og fylltist baráttuanda og vígamóð.

En þetta er liðin tíð. Baráttuandinn er horfinn úr ræðunum og í staðin komnar innantómar hagfræðiþulur og meðaltalstölur.

Ræðurnar eru fluttar af mönnum sem ekki þekkja kjör alþýðunnar nema af afspurn og hafa aldrei þurft að deila með henni kjörum.

Stóryrði um sókn til bættra kjara hljóma ekki sannfærandi úr munni þessara manna, manna sem ekki þekkja umbjóðendur sína nema sem tölur á litskyggnum og línuritum.

Manna sem fá 4 eða 5 föld laun verkamanns, ákveðin fyrirhafnarlaust á bak við tjöldin en þurfa ekki að eiga kjör sín undir útkomu kjarasamninga eins og umbjóðendur þeirra.gylfiarinbjornsson-asi_ipa

Manna sem ekki myndu telja samninga, sem þeir þó leggja kinnroðalaust fyrir lýðinn, ásættanlega væri um þeirra eigin kjör að ræða.

Með núverandi mönnun er ASÍ, sem höfuðforysta verkalýðsins, ekki lélegt eða veikt til síns brúks, það er ónýtt.


mbl.is Nýjan sáttmála um stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband