Vaxandi skilningur á stöðu Íslands

Það er greinilegt að fréttir erlendis um orsök og afleiðingar synjunar forsetans á síðustu útgáfu Icesave eru mjög að mildast, og í auknum mæli hafa einstaklingar og fréttastofur tekið upp hanskann fyrir okkur.

Margir, þar á meðal undirritaður, hafa með réttu talið að kynning á málstað Íslands væri bæði lítil og rýr. En margt bendir til að þessi skoðun hafi verið á misskilningi byggð, stjórnkerfið hefur verið önnum kafið við vinnu að þessum málum, þótt sú vinna hafi ekki farið fram í fjölmiðlum.

Á lista, sem utanríkisráðuneytið hefur tekið saman, má sjá yfirlit yfir helstu aðgerðir íslenskra stjórnvalda dagana 5.-6. janúar. Þessi misskilningur væri ekki uppi hefðu stjórnvöld farið að eigin áætlunum um opnara stjórnkerfi.

Eitt hefur sérstaklega vakið athygli mína varðandi fréttir erlendis af þessum atburðum, það er hve harðir og óvægir danskir fjölmiðlar hafa verið í okkar garð. Það er greinilegt að umsvif Íslensku útrásarsóðanna í Danmörku hafa rist dýpra í dönsku þjóðarsálina en þeir hafa viljað vera láta.

Viðbrögð Breta og Hollendinga og hótanir þeirra um afleiðingarnar eru fáheyrðar og eiga sér ekki hliðstæðu nema ef vera kynni gagnvart sorpstjórnvöldunum í N-Kóreu og  Zimbabwe. Sagan segir okkur að Bretum og Hollendingum ætti, sem gömlum og stórtækum nýlendukúgurum að vera allra þjóða best ljóst að kúgun, yfirgangur og oflæti leiðir alltaf til ófarnaðar að lokum.

Verum minnug þess að margir sagnfræðingar eru þeirrar skoðunar að síðari heimsstyrjöldin hafi í ekki hafist 1. september 1939, þótt bardagar hafi byrjað þá. Styrjöldin hafi í raun hafist þegar Þjóðverjar voru neyddir til að ganga að afarkostum í Versalasamningunum í lok fyrriheimsstyrjaldarinnar 1918.

Úr því sem komið er, er í raun aðeins ein raunhæf lausn á Icesave málinu, lausn sem yrði ásættanleg fyrir alla aðila. Hún er sú að Bretar og Hollendingar brjóti odd af oflæti sínu, samþykki Icesave með þeim fyrirvörum sem Alþingi samþykkti fyrr í haust.

Þá gætu þjóðirnar allar haldið andlitinu og lifað sáttar við sitt. Þjóðaratkvæðagreiðslan yrði þá óþörf því lögunum frá 30. Desember mætti á haug kasta. 

Pistillinn birtist fyrst tengdur við aðra frétt.


mbl.is Meiri skilningur í gær og dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er ekki skrítið að Danir sletti í góm yfir okkar örlögum nú, þegar ákveðnir aðilar létu á sínum tíma eins og þeir ætluðu að taka allt yfir þar.

En nota bene: Ekki vantaði á þeim tíma að Danir hefðu komið fram með réttmæta gagnrýni á okkar fjármálabrölti og það sem við síðan kölluðum hrakspár og öfundsýki gagnvart kjörkuðu alvöru bisnesfólki .

hilmar jónsson, 7.1.2010 kl. 16:37

2 identicon

Óhæfur forseti. Krefjumst kosninga um nýjan forseta og það strax. Algjörlega óhæfur maður.

Svarar Jónsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 16:40

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rétt er það Hilmar

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.1.2010 kl. 16:59

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Af hverju er forsetinn óhæfur Svavar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.1.2010 kl. 17:00

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hann er nú ekki óhæfari en svo að hann hefur verið kjörinn lýðræðislega tvisvar sinnum, og tvisvar hefur enginn boðið sig á móti honum.

Finnst fólk vera mjög snöggt að stökkva uppá nef sér, að þegar hann gerir ekki eitthvað sem öllum líkar við þá er hann allt í einu óhæfur.

Hvað myndir þú gera í hans stöðu, Svavar? Fylgja eigin sannfæringu, eða taka gildan mjög stóran hóp íslendinga sem vildu þjóðaratkvæðagreiðslu?

Þótt að ég sé ekki sammála honum í því sem hann gerði, leyfi ég mér nú að skilja ástæðuna fyrir því. Hann var lýðræðislega kosinn, og því verður hann að fylgja því sem lýðræðið boðar. 

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 7.1.2010 kl. 19:23

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jú, Jú, uuuhmuuMM jaahhá!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.1.2010 kl. 21:11

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Ingibjörg hefur auðvitað nokkuð til síns máls.

Ég verð þó að viðurkenna að ég er ekki sáttur við ákvörðun hans, og ég get ekki gert að því að það læðist að manni sá grunur að upp löppun á ímynd eigi þarna einhvern þátt..

En maður er náttl með dirty mind..

hilmar jónsson, 7.1.2010 kl. 21:15

8 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hilmar:

Eins og ég tók fram er ég ekki sátt við hans ákvörðun heldur.

En eins og gefur að skilja þá var forsetinn fastur á milli steins og sleggju. Það skipti því miður engu máli fyrir hann hvora leiðina hann fór, hann gat ekki þóknast öllum. 

Eins og t.d. þetta facebook stríð svokallaða. Það voru liðnar aðeins fáeinar mínutur frá því að hann ljóstraði upp ákvörðun sinni á blaðamanna fundi, og þá var allt í einu kominn hópur á facebook um að hann ætti nú bara að segja af sér kallinn. En það segir sig reyndar alveg sjálft, að ef hann hefði ekki vísað þessu til þjóðarinnar eins og hann gerði, blessaður, og skrifað undir frumvarpið og gert það að lögum, þá hefði þessi hópur samt komið upp með álíka vinsældum.

En þess má geta, svona að gamni, að hitinn í þessu máli er svo svakalegur að sama hvaða flokki fólk er bundið að það hefur verið fljótt að skipta um skoðanir á vissum málum og aðilum. Þess vegna hefur komið til umræðu þessi svokallaða vinsældarkeppni á milli forsetans og ríkisstjórnar, sem auðvitað er bara til í hausnum á fólki frekar en raunveruleikanum.

En meira að segja hörðustu sjálfstæðismenn snérust 180° og hrósuðu forseta, fyrir vel unnið verk!

En það sýnir líka bara hversu staðfast fólk er í eigin sannfæringu. </kaldhæðni>

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 7.1.2010 kl. 22:27

9 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

En ef út í það er farið, ætli það sýni þá ekki líka hversu fær íslenska þjóðin er í því að dæma um þetta mál, eins og það er núna...

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 7.1.2010 kl. 22:30

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

uuuhmuuMM JAAHHÁ !

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.1.2010 kl. 22:37

11 identicon

sæll axel og gleðilegt ár :o)

Meðan ég sækist ekki eftir annarra manna gróða kæri ég mig ekki um að bera annarra manna skuld! - Halldór Kiljan Laxness , Bjartur í Sumarhúsum

 kveðja steinar hjartarson

steinar hjartarson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 23:00

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Faceboockdæmið lýsir kannski öðru fremur hvernig þjóðin er komin á nippið. Hún er klofin í herðar niður í sundurlyndi, og í raun ríkir hér gríðarleg örvænting, tortryggni og hatur.

Tek annars undir með pabba þínum Ingibjörg: hmmmmmjammm...kv.

hilmar jónsson, 7.1.2010 kl. 23:02

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Sömuleiðis gleðilegt árið Steinar og takk fyrir innlitið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.1.2010 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband