Er Bjarni Ben fær um að ganga örna sinna hjálparlaust?

Hringlandaháttur Sjálfstæðismanna, með formanninn í broddi fylkingar, í Icesave málinu er með ólíkindum, nú fá þeir enn eina hugdettuna, en hver skyndihugdettan og töfralausnin eftir aðra hefur poppað upp allt eftir því hvaðan vindurinn blés.  

Skoðum aðeins skoðana og ístöðuleysi Bjarna Ben, sem kemur glöggt fram í eftirfarandi frétt á Visi.is:

"Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur mælt með samningaleið við Breta og sagt dómstólaleiðina ófæra, mælt með dómstólaleiðinni, greitt atkvæði með þjóðaratkvæðagreiðslu og síðan lagt til að hætt verði við þjóðaratkvæðagreiðsluna og aftur mælt með samningaleiðinni.  

 

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var formaður utanríkismálanefndar sem lagði til að samið yrði um Icesave.

Síðan var hann þeirrar skoðunar að fara ætti dómstólaleiðina.  

 

Bjarni greiddi síðan atkvæði með þeirri tillögu Péturs Blöndal að halda ætti þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin og gagnrýndi ríkisstjórnina jafnframt harkalega fyrir að vilja ekki þjóðaratkvæðagreiðslu.  

 

Á fundinum í Valhöll í dag hvatti Bjarni hins vegar ríkisstjórnina til að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu og setjast aftur að samningaborðinu.  

 

Bjarni var formaður allsherjarnefndar sumarið 2004 og gagnrýndi þá forsetann fyrir að fara gegn vilja þingsins. Nú sagði hann forsetann samkvæman sjálfum sér.  

 

Þorsteinn Pálsson var meðal fundargesta í Valhöll í dag, en hann segir í grein sinni í Fréttablaðinu í dag að sumir þeirra sem gagnrýndu forseta Íslands hvað mest fyrir að synja fjölmiðlalögunum árið 2004 hrósi honum nú fyrir samkvæmni. Þorsteinn segir að menn verði ekki dyggðugir af því að endurtaka mistök sín og hrósið sé því hvorki málefnalegt né maklegt".  

Það væri nú aldeilis munur ef þetta lið stæði enn í brúnni á þjóðarskútunni sem þeir sigldu í strand. 


mbl.is Uppbyggilegt að leita leiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Er þetta ekki íslandsmet í skoðannaskiptum á sem skemmstum tíma ?

Já talandi um öngþveitið nú, hvernig væri ástandið með þennann mann við völd ?

hilmar jónsson, 9.1.2010 kl. 23:26

2 identicon

Þessi umræða um ICESAVE er orðin ansi furðuleg.

Stjórnarandstaðan skiptir um stefnu með sólarhrings millibili.

Dettur Lilju í hug að við getum einhliða valið sáttasemjara? Bretar munu aldrei samþykkja Joscka.

Popúlisminn í Lilju er svo yfirgengilegur að hún veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga.

Þessi ársbið eftir niðurstöðu í ICESAVE er búin að kosta okkur milljarða.

Auðvitað eru þetta samningar sem eru neyddir upp á okkur.

Sennilega komum við aldrei til með að borga þetta að fullu,því þegar nýir stjórnarherrar komast til valda í Bretlandi og Hollandi, munu okkur opnast nýjar leiðir.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 01:22

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Held að Bjarni sé bara að temja sér vinsælustu skoðanirnar. Líkt og flokksbræður hans flesti.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 10.1.2010 kl. 01:27

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bjarni verður búinn að gleyma Valhallar ræðunni á morgun, ef hann hefur ekki nú þegar gert það og myndað sér nýja skoðun.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.1.2010 kl. 01:46

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þegar Bjarni sat í ríkisstjórn sagði hann orðrétt.

"„Ég held að það sé afskaplega mikil einföldun á þessu máli öllu saman að telja í raun og veru að það hafi verið valkostur fyrir íslensk stjórnvöld að standa stíf á lögfræðilegri túlkun og halda henni til streitu, jafnvel fyrir dómstólum, hvort sem það væri á alþjóðlegum vettvangi eða hér heima fyrir íslenskum dómstólum. Ef menn ætla að fara að taka þann slag verða menn líka að vera tilbúnir til að tapa því máli ef á það mundi reyna. Þeir sem tala fyrir því að þá leið hefði átt að velja eru auðvitað tilbúnir til að gera það eftir á vegna þess að þeir geta gefið sér það í umræðunni að við hefðum sigrað þá lagaþrætu. Það er fínt að gera það í dag vegna þess að það liggur fyrir að sú leið verður ekki farin, en eru þeir hinir sömu þá tilbúnir til að fallast á að við mundum taka herkostnaðinn af þeirri ákvörðun ef niðurstaðan yrði okkur í óhag? Það er alveg ljóst að sú leið sem valin var og sá farvegur sem málið er í núna mun alveg örugglega skila okkur hagstæðari niðurstöðu en við hefðum fengið með því að láta reyna á rétt okkar og ef við hefðum síðan mögulega tapað þeirri þrætu fyrir dómstólum. Það er alveg öruggt.“..

hann var tilbúin að samþykkja á þeim tíma 10 ára lán- 3 ára lánsfrí og upp á 6.7% vexti... 

Og svo finnst fólki furðulegt að ég hafi aldrei kosið íhaldið.. 

Brynjar Jóhannsson, 10.1.2010 kl. 07:11

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta innlegg Brynjar.

Samkvæmt skoðanakönnunum þá leggur 3. hver íslendingur traust sitt á þennan mann! Það eitt út af fyrir sig ætti að vera rannsóknarefni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.1.2010 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.