Frú Palin forseti?

 palinMiðað við frammistöðu frúarinnar sem varaforsetaefni Repúblikana í síðustu forsetakosningum verður ekki séð að hún eigi yfir höfuð nokkurt erindi í pólitík og útilokað að hún valdi embætti forseta Bandaríkjanna. 

 

Bandaríska þjóðin þyrfti að vera geggjuð til að kjósa hana yfir sig. En allt er greinilega mögulegt í þessum efnum vestanhafs, því þessi sama þjóð kaus George W. Busch yfir sig – TVISVAR!

.

  
mbl.is Palin útilokar ekki forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Já. Það er ekki nema von, að byssuglaður varaforseta kandídatinn fyrrverandi, haldi að Barack Obama verði ekki endurkjörinn nema að hann fari í STRÍÐ við Íran, eða lýsi yfir stuðningi við morðingja. Enda sér hún Rússland út um gluggann hjá sér.

Ef hún býður sig eitthverntímann fram á annað borð, og verði "alveg inní málefnum líðandi stundar", hvaðan hún þá sækir þær heimildir.

En hún ætti þá að íhuga, hvort hún geti ekki bara slegið tvær flugur í einu höggi, og fengið Mörthu Stewart til þess að taka að sér varaforseta-embættið.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 7.2.2010 kl. 23:07

2 identicon

Við ættum nú ekkert að vera með of stór orð. Horfið á okkar fólk í pólitíkinni, Steingrímur jarðfræðingur og Jóhanna flugfreyja eru ekki í sömu flugvélinni einu sinni.  Held reyndar að Palin myndi ekki leggjast jafn langt og þau skötuhjú að vinna gegn sinni eigin þjóð. 

Daníel (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 23:13

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þú segir þetta eins og það sé eitthvað nýtt af nálinni, Daníel.

Hvað gerði Sjálfstæðisflokkurinn, alla sína valdatíð, nema að vinna gegn eigin þjóð?

Það eru a.m.k. 5-6 manns í XD á þingi núna, sem lagalega séð ættu að sitja í fangelsi núna. Svo ég skil ekki samlíkinguna hjá þér, að það sé glæpsamlegt að vera jarðfræðingur eða flugfreyja, eins og þú setur það fram.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 7.2.2010 kl. 23:20

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Daníel, ég deili ekki með þér skoðunum þínum á Steingrími og Jóhönnu. Raunar sé ég ekki hvað menntun eða fyrri störf þeirra hafa með hæfni þeirra að gera. Þar hlýtur reynsla, skynsemi og gáfur að ráða mestu. Hvað gáfur Frú Palin varðar, þá er það útbreidd skoðun að heilinn í henni sé einfrumungur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.2.2010 kl. 23:57

5 identicon

Sæll Axel

Gaman hvað þú færir sterk rök fyrir máli þínu

 Kveðja Gurún

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 00:12

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það má eflaust deila um það Gurún, sé vilji fyrir hendi. En ég kann í það minnsta að skrifa nafnið mitt og er ófeiminn að nota það undir mín skrif.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.2.2010 kl. 00:19

7 identicon

Sæll Axel

Þetta var meinleg innsláttarvilla í nafninu.

En svona góð rök fyrir þessari grein þinni að þú getir skrifað 

nafnið þitt gera mann hérumbil orðlausann

Það getur bara varla annað verið en að þú farir satt og rétt með,

fyrst þú getur skrifað nafnið þitt rétt, og kýst að monta þig af því,

í stað þess að koma með rök fyrir máli þínu.

Kveðja

Guðrún Jónsdóttir

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 00:31

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað getur maður sagt við svona orðræðu, það verður fátt um svör.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.2.2010 kl. 00:34

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Obama fær nú minn fulla stuðning

Hvað er blessuð konan að villast? Það eru ekki kosningar framundan í Bandaríkjunum, heldur stór verkefni sem flokkur þessarar ágætu konu á sök á? Eða er ég að misskilja þessa ágætu konu og hennar flokks-stefnu?

???

M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.2.2010 kl. 00:35

10 Smámynd: Sævar Einarsson

Obama nær endurkjöri svo verður það Hillary Clinton sem tekur við af honum :)

Sævar Einarsson, 8.2.2010 kl. 01:02

11 Smámynd: SeeingRed

Obama er strengjabrúða Wall Street og hergagnaframleiðenda og gerir eins og þeir vilja þrátt fyrir blekkjandi gorgeirinn, enda valinn til þess eins og undanfara hans allir í seinni tíð. Þeir sem hafa ekki fyrir löngu áttað sig á að pólitíkin í Bandaríkjunum er brúðuleikhús (eins og víðast annarstaðar raunar), sama alþjóðlega bankaklíkan heldur um stjórntauma bæði fílsins og asnans. Hægri og vinstri þrætur eru brandari í dag og ég fæ grænar bólur við að hlusta á vaðalinn í nánast öllum stjórnmálafígúrum þessi misserin, sama hverjar þjóðar, ég þoli ekki photoshoppuð smettin á auglýsingum frambjóðenda þessa dagana, með hvíttað bros á appelsínugulu andlitinu, útjöskuð og endurunninn slagorð hönnuð af auglýsingastofum og ímyndarsérfræðingum sem hafa ekkert raunverulegt innihald þegar upp er staðið. Gamalt fúlt vín á nýjum belgjum sem þó virðast lekir að auki eins og þeir gömlu.  

SeeingRed, 8.2.2010 kl. 01:45

12 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll,

Mér fannst beinlínis vandræðalegt að sjá hana í umræðuþáttum hér í kosningabaráttunni.  Hún var á engan hátt undirbúin og hafði litla þekkingu á málum sem vörðuðu Bandaríkin, hvort sem um var að ræða utanríkismál eða innanríkismál.  Val John McCain´s á varaforsetaefni er af flestum talið hafa veikt stöðu hans í kosningabaráttunni.  Ég gluggaði aðeins í bók Palin og komst fljótlega að því að hún er illa ritfær og er jafn ruglingsleg í riti og hún er í ræðu.  Ef Repúblikanar ætla að rugla Bandaríkjamenn í ríminu þá er Sarah Palin tilvalið forsetaefni.  Ef þeir vilja komast áfram í pólitík, þá held ég að einhver væri betur til þess fallinn. 

Ég er ekki viss um að Obama muni ná endurkjöri.  Hann hefur átt undir högg að sækja og hefur dalað mjög í vinsældum, enda hefur hann orðið að takast á við einhverja erfiðustu efnahagslægð í langan tíma og það hefur verið mikið umrót hérna síðustu ár.  Ég held heldur ekki að Hillary Clinton komi til með að verða forsetaframbjóðandi, þó er það aldrei að vita.  Hún verður 63 í haust ef ég þekki rétt og yrði rétt um 65 ára þegar næst verður kosið, 2012.  En hún er óútreiknanleg og aldrei að vita hverju hún tekur upp á.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 8.2.2010 kl. 01:56

13 Smámynd: Sævar Einarsson

Ekki gleyma því að Obama tekur við embætti í mestu efnahagslegri fjármálkrísu í heimi svo það er ekki nema eðlilegt að vinsældir hans dali, en koma tíma, koma ráð :)

Sævar Einarsson, 8.2.2010 kl. 02:18

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

SeeingRed, það er deginum ljósara að ýmsir hagsmuna hópar og stórfyrirtæki eiga ítök í stjórnkerfinu Bandaríska.

Það hefur blasað við að hergagnaframleiðendur eiga sína talsmenn á þingi og víar í stjórnkerfinu. Þar eru Repúblikanar hvað ákafastir og því herskárri  sem þeir standa lengra til hægri. 

Margir þeirra sem næstir stóðu Bush forseta eru svo langt til hægri að Hitler karlinn hefði fölnað. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.2.2010 kl. 13:06

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Arnór, ég er sammála greiningu þinni á Palin. Það var pínlegt að horfa á konukindina verða sér til skammar. Hún kom fyrir sjónir sem hinn dæmigerði kani sem hefur ekki sjóndeildarhring út fyrir eigið rassgat.

Það verður á brattan að sækja fyrir Obama að ná endurkjöri, því gera má ráð fyrir að heltin af kjörtímabilinu fari í að leiðrétta og rétta af eftir 8 ár Bush. Til þess þarf óvinsælar aðgerðir. Í næstu kosningum verða kanarnir búnir að gleyma hver á sökina á þrengingunum, rétt eins og stór hluti Íslensku þjóðarinnar man ekki lengur hverjir bera ábyrgð á ástandinu hér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.2.2010 kl. 13:19

16 Smámynd: Óli Jón

Enginn skyldi vanmeta trygglyndi og sauðshátt öfgatrúaðra kristinna í BNA, en sá hópur telur að lágmarki um 70 milljón manns um þessar mundir. Sara Palin, eins meinlega gölluð og hún er, á greiða leið að hjörtum þessa hóps. Það fólk horfir ekki til skynsemi, það hlustar bara á trúarlega innblásin boðskap Sarah Palin.

Allt skynsamt fólk þarf því að halda vöku sinni svo árið 2012 verði ekki raunveruleg hamfaratíð. Sarah Palin á sér þann draum heitastan að allt fari í bál og brand svo frelsari hennar stígi niður af himnum til að plokka þá verðugu úr hópi syndaranna. Þýlyndir kristnir þrá að sjá þessa tíma og því yrði það skelfilegt ef snillingurinn Sarah Palin kæmist að kjarnorkuhnappi BNA.

Óli Jón, 8.2.2010 kl. 16:00

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Satt mælir þú Óli Jón. Trúarofstæki er gjarnan fylgifiskur öfgahægrimanna. Þeim hættir til að setja samasem merki milli sinna hugmynda og "vilja Guðs". Bush karlinn var á þessari línu. Sumt af þessu fólki trúir því að ekki megi gera neitt til að hindra mannkynið í því að útrýma sjálfu sér því ritningin ætli því að gera það!! Amen.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.2.2010 kl. 17:20

18 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ættum við að brenna öll trúarbragðarit? Ofstækið er allstaðar. Hugleiðing eftir að hafa séð myndina The book of Elí..

Mbk.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.2.2010 kl. 20:02

19 Smámynd: Óli Jón

Book of Eli er reyndar frábær samlíking því þar um að ræða innihaldsrýra mynd með vafasömum boðskap sem hefur gengið illa á almennum mörkuðum, en Biblíubeltið í BNA tók henni opnum örmum og forðaði frá stórslysi (sem hún átti fyllilega skilið). Þar sést best samtakamáttur þýlynds ofsatrúarliðsins sem sést ekki fyrir í gerðum sínum.

Sarah Palin höfðar beint til þessa fólks og gerir það ekki á vitsmunalegum grunni. Þetta fólk telur t.d. almennt að Obama sé múslimi og að George W. Bush sé Guð endurfæddur. Sarah Palin, sem er eitt sljóasta áhaldið í verkfæraskúrnum, kann þá list að tala til þessa fólks og þeim hæfileika liggja möguleikar hennar. Þetta fólk horfir algjörlega fram hjá því að Palin getur ekki nefnt eitt dagblað með réttu heiti eða tjáð sig almennt af viti um nokkur þjóðfélagsleg álitaefni. Þeim nægir að hún talar við Guð, annað skiptir ekki máli.

Bandaríkin glíma við fjölmörg vandamál í dag og óvíst er að þau nái sigri í þeirri rimmu. Hins vegar má ljóst telja að ef Sarah Palin nær kjöri sem forseti að þá sé sú barátta endanlega töpuð.

Óli Jón, 8.2.2010 kl. 20:15

20 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það er öllum ljóst að sagan kennir okkur að stórveldi lifa ekki til eilífðar. Hnignun BNA segir okkur það með skýrum hætti. Brenglunin er orðin vandamál hjá þeim.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.2.2010 kl. 20:26

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vonandi verður hnignun BNA ekki með þeim hætti að við hin verðum rifin með.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.2.2010 kl. 20:45

22 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það verður alltaf endurnýjun..Næsta stórveldi gæti orðið Ísland:):)

Ps. Lestu spádómana um Ísland.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.2.2010 kl. 20:50

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Var það ekki markmiðið fyrir hrun?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.2.2010 kl. 21:00

24 Smámynd: Óli Jón

Það er ljóst að allt verður ógæfu skjaldmeyjar sanntrúaðra í Bandríkjunum að vopni og venjulega er það skjaldmærin sjálf sem sér um klúðrið.

Í þessari klippu á Youtube sést Sarah Palin lesa úr lófa sér 2-3 atriði til að hressa upp á minnið, en það var of mikið á hana lagt að muna þau fyrir þetta viðtal :) Hún er víst það besta sem úr þessum ranni kemur og það er ægilega sorglegt.

Smellið til að skoða klippuna.

Óli Jón, 9.2.2010 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband