Geymt en ekki gleymt!

Það er æði misjafnt hvernig atburðir lifa í minningu fólks.  Sumir atburðir gleymast fljótt aðrir lifa í það óendanlega. Ekki fer það endilega eftir stærð og mikilvægi atburða hversu vel þeir varðveitast, smæstu smáatriði, litlar þúfur geta lifað lengi.

Þannig verður það með  fingurinn sem ríkisstjórnin rétti þjóðinni í dag.

Löngu eftir að innihald og helstu þættir Icesave verða löngu gleymdir, mun þjóðin pottþétt muna þessa dæmalausu lítilsvirðingu sem ráðherrar í ríkisstjórn Íslands sína þjóð sinni og lýðræðinu með framferði sínu og yfirlýsingum varðandi þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Ég er illa svikinn ef Knoll og Tott hafi ekki haft rjómatertu með kaffinu í Downing Street 10 í dag, ef þeir hafa þá getað étið hana fyrir hlátri.


mbl.is Tæplega 43% kjörsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel Jóhann. Eins og talað frá mínu hjarta . Steingrímur glímir við sína eigin þjóðfélags-þegna og lítilsvirti stjórnarskrána með því að gefa í skyn að hann ætlaði ekki að mæta á kjörstað? Hann gat skilað auðu?

Blessuð konan hún Jóhanna Sigurðardóttir lítilsvirti lýðræðislegan kosningarétt sinn sem LÝRÆÐIS-KJÖRIN KONA? Og forsetisráðherra Íslands?

Hvað er að blessaðri konunni? Við bara verðum að hjálpa henni út úr þessari kúgun, því hún er að ég tel, heiðarleg í hjarta sínu? M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.3.2010 kl. 20:03

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 6.3.2010 kl. 20:11

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Í fyrsta lagi, þá hefur þjóðin ekki meira minni en það, að hún heldur að núverandi stjórn hafi stofnað til Icesavereikninganna, hvað þá að hún muni lengur en til mánudags hver kaus, hvað og hvers vegna..

Í öðru lagi, þá sé ég það sem lógískt val hjá Jóhönnu og Steingrím að hafa setið heima.

Þetta var skrumskæling á lýðræðisréttinum.

hilmar jónsson, 6.3.2010 kl. 20:13

4 identicon

Sem betur fer hleypur fólk ekki eftir hvaða vitleysu sem er. Nú er gjá á milli þjóðar og forseta. Það að sitja heima eða skila auðu er það eina sem var skynsamlegt að gera. Meirihluti þjóðarinnar er að senda skýr skilaboð.

Sævar Björn (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 20:21

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta eru lög sem þau samþykktu svo maður hefði ætlað að þau myndu mæta og sagt já svo lógískt séð hefur þú alfarið rangt fyrir þér svo þau búin  lýtisvirða lýðræðið og eru búin að drulla langt upp á bak og lengra en það og er þjóðinni til skammar, þetta er þjóðarhneyksli.

Sævar Einarsson, 6.3.2010 kl. 20:22

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Anna ég er stuðningsmaður stjórnarinnar en mér líkar ekki þessi framkoma.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.3.2010 kl. 20:26

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hilmar, auðvitað skapaði þessi stjórn ekki Icesave en þessi "stjórnviska" verður ekki til að skerpa réttan skilning á því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.3.2010 kl. 20:29

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sævar Björn, mig grunar að "heimasetan" verði túlkuð af öllum flokkum eins og þeim best hentar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.3.2010 kl. 20:34

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sævarinn, það eru þín orð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.3.2010 kl. 20:34

10 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Skil vel að Jóhanna sitji heima...

Hún vill jú koma okkur undir erlend yfirráð Brusselklíkunnar sem gerir það að verkum að kosningar verða óþarfar...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 6.3.2010 kl. 20:35

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessa skýringu þína tel ég fjarstæðu, Kaldi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.3.2010 kl. 20:38

12 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Getur verið að hún sé fjarstæðukend þessi skýring mín. Mundu bara það sem þú ritaðir aðeins ofar að

"heimasetan" verði túlkuð af öllum flokkum eins og þeim best hentar".

Ég er líka eins mans flokkur í dag... :)

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 6.3.2010 kl. 21:22

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Markmiðið með umsókn um inngöngu í Evrópusambandið er ekki "að koma okkur undir erlend yfirráð"

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.3.2010 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband