Hvað nú, frú Álfheiður?

Það er dagljóst að ríkisendurskoðandi hefur með bréfi sínu til forseta Alþingis veitt Álfheiði Ingadóttur heilbrigðisráðherra alvarlega ádrepu fyrir óvönduð vinnubrögð og gerræðisleg vinnubrögð.

Athugasemd Ríkisendurskoðunar er af þeim þunga og alvarlagleika að Álfheiður Ingadóttir hlýtur, vilji hún haus halda, að gera það sama og hún myndi ætla heilbrigðisráðherranum að gera héti hann  Guðlaugur Þór Þórðarson.


mbl.is Ákvörðun Álfheiðar „ólíðandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég hef lengi fylgst með stjórnmálum - aldrei nokkurn tíman hef ég orðið vitni að því að ráðherra fái slíka ákúru. Þið minnið mig þá bara á það.

Jakobína bloggari kennir Sjálfstæðisflokknum um þessa uppákomu -

það kann að vera rétt í því ljósi að flokkurinn er ekki í ríkisstjórn - ef hann væri það sæti Guðlaugur Þór í ráðuneytinu og vinnubrögð hans voru með allt öðrum hætti en vinnubrögð núverandi ráðherra.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.4.2010 kl. 16:25

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Varst þú nokkuð tilbúinn til að sjá mistökin hans, Ólafur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.4.2010 kl. 16:34

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Mistök voru gerð - eru gerð og munu alltaf vera gerð - bæði hjá Sjálfstæðisflokknun sem öðrum.

Mistök eru eitt - ofríki og ofbeldi er annað - Ég tel Guðlaug Þór hafa staðið sig frábærlega vel í ráðherrastarfinu sem sést kanski best á því hvernig tekið var á lyfjamálum ( sem Ögmundur reyndi að eigna sér ) stjórnunarmálum Landspítalans og fleiri málum sem voru ekki í lagi. Gönuhlaup Hafnfirðinga ( ekki það eina - sbr. Álverskosningarnar ) gegn breytingum á heilbrigðismálum á svæðinu með tilliti til illa fariinna húsakynna spítalans þar og samnýtingar með Suðurnesjamönnum o.fl. er orðið dýrt og verður dýrara ef ekki verður snúið til baka ( eins og í álversmálinu ).

Ég fullyrði að enginn flokkur hafi farið í aðra eins naflaskoðun og Sjálfstæðisflokkurinn - og enn er verið að treysta innviðina.

Kúgunarvinnubrögð VG og Samfylkingarinnar gagnvart sínu eigin fólki eru aðferðir sem gengju ekki í Sjálfstæðisflokknum.

Mistök hjá Sjálfstæðisflokknun vissulega - ( formaður og varaformaður o.fl. hafa sagt það hreint og klárt opinberlega ) mistök annara flokka - vissulega - en þar kemur t.d. forysta Samfylkinga og virðist aldrei hafa setið í stjórn fyrr.

Og sannaðu til - þegar þessi hörmungarstjórn líður undir lok fá VG samherjar Jóhönnu sömu útreið og Sjálfstæðisflokkurinn - það sem vel var gert gerðum við  (Sf)- það sem illa var gert gerði VG - annars var Samfylkingin svo sem ekkert í stjórn.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.4.2010 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband