Það er ekki hugsanlegt Ingibjörg, heldur staðreynd að þú brást

ingibjorg_solrun_08_717291Það er stórmerkilegt að allir sem að hruninu komu, hönnuðu það og framkvæmdu, sjá enga ábyrgð liggja í eigin ranni, með einni eða tveim undantekningum.

Það er ekki fyrr en nánast öll þjóðin hrópar í kór sem tveir eða þrír hafa spurt sjálfa sig hvort það geti verið að þeir beri ábyrgð.

Það er laukrétt hjá Ingibjörgu að rannsóknarnefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki gerst sek um mistök.  En nefndin útskýrð þá niðurstöðu með því að Ingibjörg, sem utanríkisráðherra, hefði ekki verið fagráðherra þeirra sviða sem brugðust.

En svo aðeins eitt dæmi sér tekið þá dugir það ekki að Ingibjörgu að telja að hún hafi brugðist, þegar hún sannarlega tók þátt í samsæri með Davíð Oddsyni og Geir Haarde að halda Björgvin G. Sigurðssyni ráðherra bankamála frá gangi mála eftir því sem kostur var. 

Björgvin var síðan, af rannsóknarnefndinni, talinn hafa brugðist, þótt honum hafi verið haldið út í kuldanum, því hann var fagráðherrann.


mbl.is „Mér finnst ég hafa brugðist“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Björgvin hafði fullan aðgang að stjórn Seðlabankans og starfsmönnum og stjórn FME. Ingibjörg ber auðvitað alfarið ábyrgð á því að halda honum fyrir utan starfssvið hans.

Annars er gagnrýni þín góð og sanngjörn eins og þarf að vera á þessum uppgjörstímum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.4.2010 kl. 15:20

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hún gerði það að kröfu Davíðs, með stuðningi Geirs!!

 Rökin voru meint lausmælgi ráðherrans.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2010 kl. 15:35

3 identicon

uppræta hreiðrinn     /  ekki bara skipta um óværu      / hvar eru óværu uppeldisstöðvar   glæpa klíku spillingar á Islandi ? hver eru HREIÐRINN ? en auðvita má ræða þetta mjög málefnalega / hvað sega þau , verðum að læra af mistökunum læra af söguni ? hafa þessi hámenntuðu kvekindi aldrei litið í bók og aldrei lesið neitt um söguna ?     UPPRÆTA umingja óværu glæpa klíku spillingar sóða langættardólga arðráns HREIÐRIN  flokkseigendafélögin / þinglýsa kosningaloforðum/stefnuskrá  regglur aðhald viðurlog á manneskjuna  breiska

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 15:44

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvaðan hefur þú það Axel?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.4.2010 kl. 15:46

5 identicon

"... tóki þátt í samsæri" !

 Laukrétt hjá þér minn frómi.

 En það voru fleiri í stjórnklefanum ( ríkisstjórninni).

 Össur Skarphéðinsson. Hann var í hrunstjórninni. Var stofnfjáreigandi í Spron, og fékk  30 milljónir " svona rétt fyrir hrun" !

 Árni Þór Sigurðsson. Sá maður var hvorki meira né minna en í STJÓRN Spron. Fékk selt " aðeins" 300 MILLJÓNIR -þrjú hundruð milljónir - " rétt fyrir hrun" ., og kom peningunum fyrir erlendis !

 Jóhanna Sigurðardóttir. Sat í hrunstjórninni. Reyndar var hún í brúnni. Fylgdist með þegar skútuna rak stjórnlaust upp á strandsker - og afhafðist bókstaflega EKKERT ! 

 Segja af sér þessi þrjú ??

 Látum okkur ekki slíkt koma til hugar. Aldrei sama Jón & Séra Jón !

 Fleiri syndarar í þingmannahópi ?

 Reyndar - en meira seinna !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 16:03

6 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég sé að hér copy/paste'ar fólk svör sín á milli greina.. Ég ætti kannski að gera það líka, og vona að því verði svarað..

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 17.4.2010 kl. 16:27

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er merkilegt, Kalli Sveins ég er hérna að hrauna yfir Ingibjörgu Sólrúnu fyrir hennar þátt í hruninu. En hvað gerist, þú snýst til varnar þínum mönnum sem skrifin voru ekki um og bendir á enn aðra. Líttu þér nær góði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2010 kl. 16:39

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Heimir ég er að reyna að finna þetta, kem með það um leið og það gerist. Þetta kom fram einhverstaðar þar sem fjallað var um tillögu Davíðs um neyðarstjórn undir hans forsæti, sem myndi leysa ríkisstjórnina af hólmi  ´

Geir skalf eins og lauf í vindi og nánast grátbað Össur að gera sér það ekki að hafna málinu, hann gæti ekki sagt Davíð það. Samfylkingin gat aldrei samþykkt það, slíkt jafngilti stjórnarslitum héldi Geir þeirri kröfu áfram.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2010 kl. 16:45

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er spurning Kalli hvort ég eigi ekki að láta þessa athugasemd þína fljóta með næstu færslu til að taka af þér ómakið að demba henni inn einu sinni enn óbreyttri?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2010 kl. 16:58

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Davíð stakk upp á þjóðstjórn og nefndi sig ekki í því sambandi. Það er mikil hætta á að við förum framúr okkur Axel, gagnrýnum (báðir) okkar fólk af sanngirni og andstæðingana líka. Það klæðir okkur best;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.4.2010 kl. 17:07

11 Smámynd: hilmar  jónsson

Þó ég sé ekki Samfylkingarmaður, þá sakna ég Ingibjargar að vissu leyti.

hilmar jónsson, 17.4.2010 kl. 17:47

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Heimir, hér er korn úr frétt á Vísir.is um neyðarstjórnarhugmyndina og angist Geirs: 

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vildi að Davíð Oddsson færi fyrir sérstakri neyðarstjórn vegna þeirra aðgerða sem grípa þyrfti til í október 2008. Þessu hafnaði Össur Skarphéðinsson og þá bað Geir Össur um að gera sér þetta ekki.

 Sjáhér.  

En þar sem ég veit að þú trúir ekki vísi.is, þá er hér umfjöllun Moggans  um sama efni.

Hér er imprað á hinu málinu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2010 kl. 18:08

13 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Veistu Axel, ég er ekki svo örugg með Vísisfréttir lengur.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.4.2010 kl. 18:28

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Umfjöllun Mogga er nokkuð samhljóða, Silla. Þetta er úr vitnisburði sem gefinn var fyrir rannsóknarnefndinni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2010 kl. 18:33

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ingibjörg Sólrún gerði þessa játningu með nokkrum bravör eins og við mátti búast. Hún kann þetta og enginn frýr henni vits í hinum almenna skilning.

En misminnir mig? Nú hef ég ekki lesið skýrslufjandann og mun ekki gera. Hvergi man ég til þess að ég hafi heyrt í umræðu skýrsluhöfunda að þess væri getið að hún væri sýknuð af öllu því sem sneri að vangá eða vanrækslu.

Mig minnir svo endilega að einhvers staðar hafi komið fram vangaveltur þar um að í stað þess að bregðast við á síðustu dögum þá hefði hún ásamt Geir forsætisráðherra tekið til við ímyndarherferð um heimsbyggðina til að efla trú erlendra ríkja á trausta efnhagsstöðu bankakerfisins og þjóðarinnar.

Er þetta rétt há mér? 

Árni Gunnarsson, 17.4.2010 kl. 18:55

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei, þvert á móti Árni, lét rannsóknarnefndin þess getið að þótt Ingibjörg væri ekki sek um vanrækslu samkvæmt stjórnskipunni þá væri ljóst að hún hefði verið í hringiðunni miðri.

Jú rétt er að þau voru að kynna glæsta bankanna vestur í Votatúni þegar ósköpin dundu yfir. Solla kom ekki strax heim úr þeirri för eins og kunnugt er. Það er svo önnur sorgarsagan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2010 kl. 19:31

17 identicon

Axel þó !

 Ertu á þessum ógnartímum að " hrauna" yfir Sollu ??

 Fylgir þessu einhver aska ?!!

 Danskurinn segir.: " Kvindevaben - taredropen" .

 Skelfilega eiga karlmenn bágt að geta ekki skælt opinberlega !

 Einkar eðlilegt að Drottinn allsherjar hafi skapað konuna, þegar hann  sá hversu hörmulega hafði tiltekist með karlmanninn !!( Les: Karlkyns eðalKRATAR ! )

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 20:51

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Åh nej, ikke endnu en gang!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2010 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband