Alþingismenn hvetja til lögbrota

Eru það hæstvirtir þingmenn á Alþingi Íslendinga sem segja að það sé blettur á réttarfarinu að lögum sé fylgt? 

Er það virkilega svo að þessir  þingmenn telji eðlilegt að lög og reglur samfélagsins séu brotnar og fólki verði heimilt að vaða uppi með ofbeldi og skemmdarverkum, ef því sýnist svo?

En þeir brúnstakkar Þráinn og Þór vilja sennilega draga einhverja línu varðandi ofbeldi og uppvöðsluhátt og þá þannig staðsetta að þeir standi örugglega sjálfir til hlés.


mbl.is Réttarhöldin blettur á réttarfarinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nonni

Það er ekki lög að rýma opið réttarhald á aðvaranna. Það er brot á jafnræðisreglu að kæra 9 manns fyrir það sem 2000 gerðu.

Nonni, 30.4.2010 kl. 13:51

2 identicon

Er það þá brot á jafnræðisreglu að 10 manns voru teknir fyrir of hraðan akstur á Hellisheiði um helgina á meðan fleiri hundruð keyrðu þar of hratt?

Fannar (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 14:02

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nonni, dómari ákvað að ekki væru fleiri áhorfendur í dómsalnum en rúmuðust í sætum. Það er hans vald, hvorki þitt, mitt eða annarra. Þegar ekki var orðið við þeim tilmælum var aðeins eitt úrræði.

Ruddust 2000 manns inn á þingpallana? Það hefur verið ansi þröngt. Er það virkilega svo að það sé brot á jafnræðisreglunni að ekki skuli allir ákærðir? 

Ef þú ert sektaður fyrir að aka yfir á rauðu ljósi Nonni,er það brot á jafnræðisreglunni ef allir, sem það gerðu það sama þann daginn, fá ekki sekt líka?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2010 kl. 14:04

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega Fannar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2010 kl. 14:05

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Nonni:


Dómarinn var nú búinn að fyrirskipa að ekki ættu að vera fleiri þarna inni en stólar leyfðu, enda sé það á móti settum reglum. Og því fyrirskipaði hann fólki sem stóð eða sat á gólfum til þess að rýma svæðið.

Og þegar fólk vísvitandi hundsar fyrirmæli dómarann, þá hefur hann fullan rétt til þess að kalla til aðstoð lögreglu, sem og hann gerði. Fólk fékk alveg nægar aðvaranir. Bara spurning um að fólk átti sig á því að það ekki yfir lögin hafið, og békenni það sem það hefur gert rangt. Og békenni yfirvöldin.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 30.4.2010 kl. 14:09

6 Smámynd: Nonni

Dómara er heimilt að takmarka fjölda við þá sem rúmast með góðu móti í salnum. Það var fullnóg pláss í salnum, þrátt fyrir að stólar hafi verið með fæsta móti. Dómari hefur ekki vald til þess að rýma að geðþótta sínum dómsal í opnum réttarhöldum, hann verður að fara að lögum.

10. gr. Þinghöld skulu háð í heyranda hljóði. Dómari getur þó ákveðið, að eigin frumkvæði eða eftir kröfu ákæranda, sakbornings eða brotaþola, að þinghald fari fram fyrir luktum dyrum, að öllu leyti eða að hluta, ef það er háð utan reglulegs þingstaðar, sakborningur er yngri en 18 ára eða hann telur það annars nauðsynlegt:
   a. til hlífðar sakborningi, brotaþola, vandamanni þeirra, vitni eða öðrum sem málið varðar,
   b. vegna nauðsynjar sakbornings, brotaþola, vitnis eða annars sem málið varðar á því að halda leyndum atriðum varðandi hagsmuni í viðskiptum eða samsvarandi aðstöðu,
   c. vegna hagsmuna almennings eða öryggis ríkisins,
   d. af velsæmisástæðum,
   e. til að halda uppi þingfriði,
   f. meðan á rannsókn máls stendur og hætta þykir á sakarspjöllum ef þing væri háð fyrir opnum dyrum,
   g. meðan vitni gefur skýrslu án þess að það þurfi að skýra frá nafni sínu í heyranda hljóði, sbr. 8. mgr. 122. gr.
Við þingfestingu máls er dómara heimilt að ákveða í eitt skipti fyrir öll að þinghöld í málinu skuli vera lokuð, enda sé ákvörðunin færð til bókar þar sem greint skal frá því af hverri ástæðu það sé gert. Á sama hátt tekur dómari ákvörðun um lokun einstaks þinghalds. Sá sem sættir sig ekki við ákvörðun dómara getur krafist þess að hann kveði upp úrskurð um það hvort þinghöld eða einstakt þinghald skuli háð fyrir luktum dyrum.
Þótt þinghald sé háð í heyranda hljóði er dómara rétt að takmarka fjölda áheyrenda við þá sem rúmast á þingstað með góðu móti. Dómari getur einnig meinað þeim aðgang sem eru yngri en 15 ára eða þannig á sig komnir að návist þeirra samræmist ekki góðri reglu við þinghald eða hætta er á að nærvera þeirra valdi því að sakborningur eða vitni skýri ekki satt frá.
Dómara er rétt að vísa manni úr þinghaldi ef návist hans horfir til truflunar þingfriði eða framkoma hans er óviðeigandi í orði eða verki. Ef um sakborning er að ræða, fyrirsvarsmann hans, ákæranda, verjanda eða réttargæslumann skal dómari þó að jafnaði áminna hann og gefa honum kost á að bæta ráð sitt áður en af brottvísun verður. Ákvörðun dómara um að víkja manni úr þinghaldi má framfylgja með lögregluvaldi ef með þarf. Bókað skal um brottvikningu manns ef sakborningur, fyrirsvarsmaður hans eða málflytjandi á í hlut.
Nú telur dómari að nægilegt sé til þess að tryggja þá hagsmuni sem búa að baki 1. mgr. að leggja bann við opinberri frásögn af þinghaldi skv. 2. mgr. 11. gr. og skal hann þá grípa til þess úrræðis í stað þess að loka þinghaldi.

Nonni, 30.4.2010 kl. 14:14

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef þetta eru rök fyrir þinni skoðun Nonni, þá ættir þú að lesa þetta yfir, því samkvæmt þessu er dómara einmitt heimilt að takmarka fjölda áhorfenda.

Þótt þinghald sé háð í heyranda hljóði er dómara rétt að takmarka fjölda áheyrenda við þá sem rúmast á þingstað með góðu móti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2010 kl. 14:24

8 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Nonni, með þessu innleggi þá eiginlega grefur þú undan þínum eigin rökum frekar en að styðja þau.

Þarna stendur svart á hvítu að dómari hafi fullt vald til að vísa hverjum þeim útúr dómssal er honum þykir, ef hann sér ástæðu til þess. Og það er meira að segja gert ráð fyrir mögulegum ástæðum í lagasafninu, snilld. 

Hinsvegar stendur ekkert um það að hann hafi ekki rétt til þess að setja fólki stólinn fyrir dyrnar (pun intended), hvað varðar sætisfjölda, og hefur hann fullan rétt til þess. Ef að fleira fólk er inni heldur en rúmast fyrir, og þá er ekki verið að tala um fermetrafjölda heldur stólafjölda (því stólafjöldinn gerir sjálfkrafa ráð fyrir hversu margir rýmast inni hvað varðar dómssali), þá er ekkert furðulegt við að dómari sjái það sem svo að það gæti orðið til "truflunar þingfriði" eins og segir í löggjöfinni.

Fólk verður bara að sætta sig við það að það verður að axla sínar ábyrgðir. 

Og þar sem þú felur þig á bakvið löggjöf, er réttilegt að benda á, að það eru fleiri löggjafir sem að þessir einstaklingar gerðust brotlegir við, og í þeim stendur að það sé refsivert athæfi. Og því er ekkert nema rétt að framfylgja því og sækja einstaklingana til saka fyrir það sem þeir gerðu rangt. Ekki förum við að sleppa þeim bara því að einhverjum siðblindum minnihluta hóp "finnst" að þeir hafi ekkert gert rangt. 

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 30.4.2010 kl. 14:29

9 Smámynd: Nonni

Fyrirgefðu, Ingibjörg. Ertu til í að sleppa því að skauta yfir hvar dómari hefur rétt til þess að rýma salinn, og benda mér nákvæmlega á þá efnisgrein sem hann gæti notað til að réttlæta þetta?

Þú segir: "réttilegt að benda á, að það eru fleiri löggjafir sem að þessir einstaklingar gerðust brotlegir við, og í þeim stendur að það sé refsivert athæfi."

Ertu til í að útskýra betur. Ertu að tala um hin ákærðu?

Nonni, 30.4.2010 kl. 14:34

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

.

.Nonni, ég þarf aðstoð, gætir þú þýtt eftirfarandi málsgrein úr lögunum yfir á Íslensku, fyrir mig?

.

Þótt þinghald sé háð í heyranda hljóði er dómara rétt að takmarka fjölda áheyrenda við þá sem rúmast á þingstað með góðu móti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2010 kl. 14:40

11 Smámynd: Nonni

Ef 10-15 fílelfdir lögreglumenn komust fyrir í salnum í viðbót við þá 10 sem stóðu, þá geri ég ráð fyrir að þingstaður hafi rúmað þá með góðu móti. Ef dómari tæki sig til og fjarlægði alla stólana, væri þá engum heimilt að fylgjast með þessum opnu réttarhöldum?

Enda var þetta þannig að þingvörður kallaði á lögreglu áður en dómari kom með nokkrar yfirlýsingar, og þeir voru meira en glaðir að fá að skapa usla og ofbeldi. Dómari sá svo að sér og "heimilaði" þeim 8 sem stóðu að vera við réttarhöldin, eftir mótmæli lögmanna um að þetta væri brot á lögum.

Nonni, 30.4.2010 kl. 14:53

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef dómari hefði ekki viljað hafa áhorfendur Nonni,  hefði hann einfaldlega lokað réttarhöldunum. Það er ekki mitt eða þitt að ákveða hvað hæfilegt þykir að hafa af sætum í réttarsal.

En það ber að hlíta fyrirmælum dómara þótt einhverjum þyki það súrt í broti. Ef þessi uppákoma heldur áfram þá kallar hún aðeins á eitt, lokað réttahald - og þá kætist púkinn á fjósbitanum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2010 kl. 15:01

13 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það er þegar búið að benda á þessa efnisgrein, Nonni.

Ég var einungis að benda á það augljósa, vinur, að ástæðan fyrir því að þessir einstaklingar (hinir ákærðu, já) standa frammi fyrir réttarhöldum, er vegna þess að samkvæmt íslenskum lögum er gert ráð fyrir því að fólk taki ábyrgð á sínum gjörðum. Sér í lagi þegar einstaklingar (já, hinir ákærðu), gerast brotlegir við lög sem við byggðum þetta land á.

Og bara vegna þess að þér og einhverjum öðrum "finnst" að þeim ætti ekki að vera refsað fyrir þetta, þá þýðir það ekki að þú getir á einn bóginn túlkað lögin eftir hentisemi, og á þann næsta skýlt þér á bakvið þau (sem að mistókst líka, nota bene). Því til beggja verka, þarftu að lesa allt sem þar stendur.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 30.4.2010 kl. 15:04

14 identicon

Nonni, það voru ekki 2000  manns sem réðust að þingverði og ullu henni skaða sem hún mun þurfa að díla við það sem eftir lifir hennar lífi.  Telst hún vera einungis nauðsynleg fórn fyrir heildarprinsipp?  Er ekki verið að tala um að byggja upp samfélag þar sem fólk ber ábyrgð á sínum gjörðum? 

Lísa (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 15:39

15 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hver er þessi Ingibjörg Axelma ??Ég virðist vera sammála henni í hvert sinn sem ég sé skrif hennar.

Nonni minn - hættu þessu - t.d. nóg pláss þar sem lögreglumenn komust inn í salinn - reglan er Í SÆTI lögreglumenn voru ekki að mæta þarna til þess að setjast niður og slaka á - þeir voru að sinna störfum sínum lögum samkvæmt - sem og dómarinn -

Þór Saari er orðinn helsti lýðskrumarinn á þingi - Um Þráinn er það að segja að ......................

Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.4.2010 kl. 15:52

16 identicon

Dómarinn hefur réttinn til að takmarka fjölda áheyrenda. Dómarinn!

Málið er að dómarinn var ekki genginn í salinn, rétturinn var ekki enn settur.  það er að segja að réttarverðir ákváðu að það væru of margir í salnum. Enda leyfði dómarinn að 8 stæðu eftir að hann kom inn eftir að lögreglan hafði fjarlægt 2 með tilheyrandi ólaátum.

Haraldur Axel Jóhannesson (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 16:02

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Lísa, þetta er málið. Á hvaða tímapunkti ætli eigi svo aftur að bera virðingu fyrir lögunum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2010 kl. 16:06

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ólafur, hún er dóttir mín þessi elska.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2010 kl. 16:07

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Haraldur, veist þú hvort dómarinn hafi verið búinn að ákveða fyrirfram hvernig að skyldi staðið og gefið fyrirmæli þar að lútandi?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2010 kl. 16:12

20 identicon

„Alþingismenn hvetja til lögbrota“...
og ég tek undir með þeim.

Lög eru ekki heilög. Þau eru búinn til af mönnum, ráðandi mönnum samfélagsins hvers tíma fyrir sig. Beinar aðgerðir eru mannlegar. Þegar börn geta ekki tjáð sig um eitthvað þá grípa þau til beinna aðgerða. Það sama á við um okkur fullorða fólkið. Þegar við getum ekki tjáð okkur um eitthvað þá grípum við til beinna aðgerða, og skipta lög okkur þar engu máli.

Þessir nímenningar hafa verið skrumskældir, dæmdir fyrirfram og svertir af fjölmiðlum núna í næstum 18 mánuði. Þau hafa reynt að tjá sig og reynt að segja hvað liggi að baki, reynt að réttlæta sig en ekki fengið. Hvað þá??? Lögin koma í veg fyrir að þau geti tjáð sig. Auðvaldið kemur í veg fyrir að þau geti tjáð sig. Hvað þá?

Ég segi skítt með lögin, skítt með auðvaldið. Virðing fyrir lögunum er virðing fyrir auðvaldinu. Virðing fyrir auðvaldinu er undirlæguháttur fyrir arðræningjum. Ef við ætlum að búa til sanngjarnara samfélag þá verðum við að berjast gegn yfirstéttunum okkar. En valdhafar hafa gert það svo að barátta sem virkar er orðin ólögleg, og þess vegna verðum við að brjóta lögin ef að við ættlum að búa til sanngjarnara samfélag.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 16:23

21 Smámynd: Nonni

Ok, ég skil. Axel og dóttir hans telja að dómvörður hafi geðþóttarétt til að ákvarða hver fær að vera við réttarhald, byggt á fjölda sæta... Um það verðum við að vera ósammála.

Ég vil taka það fram Ingibjörg að ég er ekki að reyna að "skýla mér" á bak við lögin. Ég bara að benda á að það var ekki farið eftir þeim. Þegar þeir sem hafa vald til að framfylgja lögum með ofbeldi, fylgja ekki sjálfir lögum, er illa komið.

Varðandi það sem Lisa sagði:

"Nonni, það voru ekki 2000  manns sem réðust að þingverði og ullu henni skaða sem hún mun þurfa að díla við það sem eftir lifir hennar lífi.  Telst hún vera einungis nauðsynleg fórn fyrir heildarprinsipp?  Er ekki verið að tala um að byggja upp samfélag þar sem fólk ber ábyrgð á sínum gjörðum"

Ég hef fulla samúð með þessari konu. Hins vegar veit ég að engin ákæra verður lögð fram um það, því þá neyðist saksóknari til að sýna allar myndbandsuptökur úr þinghúsin, sem sýna hvernig lögregluofbeldi varð til þess að konan hraut á ofn og slasaði sig. Enginn í þessum hópi gekk fram með viðlíka ofbeldi og lögreglan, þó jú vissulega hafi þau haldð sér í og öskrað þegar var verið að draga þau út. Konan veit það vafalaust að dómsmál gegn lögreglunni hafa ekkert upp á sig, enda yfirleitt kæfð í fæðingu.

Nonni, 30.4.2010 kl. 16:25

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rúnar þetta viðhorf þitt fær annan vinkil þegar einhver annar segir "skítt með lögin" og skítt með þig og jafnar ágreining sinn við þig á þennan sama hátt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2010 kl. 16:28

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nonni, hvarflar að þér eitt augnablik að dómarinn hafi ekki verið búinn að ákveða fyrirfram hvernig hann hagaði þessum réttarhöldum og hvernig skyldi  bregðast við ef þessi uppákoma yrði?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2010 kl. 16:33

24 identicon

Og verði það svo. Segi fólk skítt með mig þá tek ég því fagnandi. Fólk hefur alveg jafn mikin rétt á að gagnrýna mig og ég hef rétt á að gagnrýna aðra. Haldi ég einhverjum kúgandi valdi þá ætla ég rétt að vona að hann gefi skít í lögin sem ég sem honum og skít í mig fyrir að halda honum með óréttlátu valdi.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 16:39

25 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Og þú heldur að hægt sé að byggja samfélag á þessum grunni Rúnar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2010 kl. 16:49

26 Smámynd: Nonni

"Nonni, hvarflar að þér eitt augnablik að dómarinn hafi ekki verið búinn að ákveða fyrirfram hvernig hann hagaði þessum réttarhöldum og hvernig skyldi  bregðast við ef þessi uppákoma yrði?"

Hvaða uppákoma? Að heldur færri myndu mæta heldur en síðast, og kæmust þess vegna betur fyrir í salnum?

Annars nenni ég ekki að velta mér upp úr þessu lengur.  Þetta er og verður farsi, og það þarf líklega að brjóta fleiri lög áður en nokkru réttlæti verður náð á þessu land, þannig að hvort dómsvörður var innan ramma laganna eða ekki skiptir líklega engu máli.

Mér finnst Ísland ekki lengur vera réttarríki, heldur ofríki. Mér finnst sorglegt að þeir sem láta sig réttlæti varða láti ljúga að sér með fullyrðingum mbl um ofbeldi, sem þó hefur ekki verið kært fyrir og verður aldrei kært fyrir. Mér finnst líka sorglegt þegar fólk telur lög ofar manngildi. Mér finnst aumkunarvert að þeir sem tóku þátt eða studdu svokallaða búsáhaldabyltingu, leyfi fjölmiðlum og valdstjórninni að taka fyrir einhverja blóraböggla, meðan útrásarvíkingarnir halda áfram að sölsa undir gömlu fyrirtækin sín með gerfipeningum. Það heitir að deila og drottna.

Góðar stundir.

Nonni, 30.4.2010 kl. 16:50

27 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Það er ekki létt að setja sig inn í þetta í smátriðum og allavega ekki ef maður reynir gera sér mynd af þessu byggt  á flestum bloggunum sem virðast mest innihalda ýmist vota drauma um einhverja byltingu "fólksins"(reynt hér í áratugi, hentar ekki Íslendingum) og/eða stjórnleysingjarugl, en viti menn, örgustu "anarkistar" velja sér fljótt leiðtoga (Þór Saari var þarna í færi myndavélar sá ég) en það líður svo aldrei á löngu áður en þeir verða leiðir á honum líka.

Án þess að ætla öllum það sama þá er ekki vafi á að margir eru í svona "aðgerðum/mótmælum" vegna þess að það er svo "gaman" að geta hagað sé eins og skríll og gera það í skjóli raunverulegra mótmælenda,  um leið er öruggt að lögreglumenn eru ekkert öðruvísi en annað ábyrgt og vinnandi fólk, vilja helst komast í gegn um sína vakt án þess að þurfa að standa í stympingum við meðborgara sína að óþörfu, pælið svolítið í því þið sem notið stóryrðin, ef ólátagleðin er ekki búin að gera ykkur bæði blind og heyrnalaus fyrir löngu.

Kristján Hilmarsson, 30.4.2010 kl. 16:53

28 identicon

Nei Axel, ég held að það sé ekki hægt að byggja samfélag á þessum grunni. En fólk getur samt tekið þátt í samfélagi á þessum grunni.

Umræðurnar okkar eru nú komnar dáldið langt út fyrir efnið, en þetta snerti á þeirri trú anarkista að samfélög verði ekki byggð, heldur byggjast þau. Það er enginn sem leiðir samfélagið, heldur leiðist það. Þetta er svipuð hugmynd og að það er enginn sem þróar dýrategundirna, heldur þróast þær.

Þess vegna tel ég markvissa miðstýringu samfélags sem fólk er þröngvað til að taka þátt í óréttláta. Þess vegna tel ég vitleysu að búa til lög og þröngva aðra til að fylgja þeim. Þess vegna kýs ég að fylgja þeim ekki ef ég tel þau ekki þess virði að þeim sé fylgt.

Passaðu þig bara þegar þú svarar þessu að ég tala aðeins fyrir mína hönd en ekki allra anarkista, þó svo að orðræðan mín byggist á anarkískum skoðunum.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 17:07

29 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nonni, hvers virði verður manngildið ef leikreglur samfélagsins verða samdar og ákvarðaðar jafnharðan í hita hvers leiks? Ég hugsa að þá yrðu litlu nonnarnir fyrst verulega ósáttir með sinn hlut.

Ég hygg að yfirgnæfandi fjöldi þeirra sem studdi  búsáhaldabyltinguna, þar á meðal undirritaður, skrifi ekki upp á þann atburð sem þetta réttarhald er útaf.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2010 kl. 17:17

30 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kristján, nákvæmlega, takk fyrir þetta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2010 kl. 17:18

31 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Lögin eru sett fyrir okkur Rúnar. Hvernig heldur þú að umferðarmenningin væri ef þar giltu ekki fastmótaðar reglur? Vildir þú upplifa umferðina án þeirra?

Lífið og samfélagið allt er einungis flókið gatnakerfi sem mannfélagið þarf að komast leiðar sinnar eftir. Þjóðfélagið virkar ekki án skipulags, skipulag verður ekki án regluverks.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2010 kl. 17:27

32 identicon

Það er mikil munur á umferðarlögum og lögum til að viðhalda valdstjórninni Axel. Ég held að flestir sem þekki umferðareglurnar sjá hvaða tilgangi þær þjóna og fari eftir þeim, ekki í blindni heldur eftir meðvitaðri ákvörðun. Það eru ýmsar reglur í fjölbýlishúsinu sem ég bý í. Þessar reglur meika sens og þess vegna fer ég eftir þeim. Reglur sem miða að því að halda valdstjórninni finnst mér ekki meika sens og þess vegna hunsa ég þær.

En Axel, ég sagðist aldrei vera hlynntur þjóðfélagi. Samfélag getur kannski ekki virkað án skipulags (þó ég efist um það), en samfélag getur vel myndað sér regluverk án þess að það sé þröngvað á fólk sem er skyldugt til að taka þátt í því.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 17:35

33 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rúnar, reglur sem falla einum í geð falla ekki öðrum í geð, en það það er ekki hægt að hafa það valfrjálst, rétt eins og það gefur mönnum ekki sjálfdæmi þótt þeir telji eðlilegt að keyra hraðar en á 90.

Það er engin eðlismunur á umferðarlögum og öðrum lögum, tilgangurinn er nákvæmlega sá hinn sami.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2010 kl. 18:08

34 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Að maður sláist við björninn sem maður mætir, er ekki það sama og að elta þá uppi til að slást.

Í þessu máli var lögreglunni beitt sem tóli í pólitískum leik. Það er ekki við lögregluna að sakast, og enginn er fegnari því að fólk gagnrýni lögregluna en þeir sem sendu hana af stað.

Haraldur Davíðsson, 1.5.2010 kl. 03:30

35 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Haraldur, hver beitti lögreglunni pólitískt? Dómarinn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2010 kl. 13:08

36 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Láttu ekki svona Axel, þú veist vel hvað ég meina...

Síðan í jan. í fyrra hefur lögreglunni verið beitt sem málaliðasveit í þjónustu stjórnmálaflokkanna, óeirðasveitinni beitt til að stofna til óeirða, og pólitískt skipaður lögreglustjóri er eins og vel alinn hundur...hlýðinn og stilltur...og lyginn og spilltur...

Haraldur Davíðsson, 1.5.2010 kl. 13:34

37 Smámynd: Haraldur Axel Jóhannesson

Axel

Dómarinn leyfði átta að standa eftir að hann gekk í salinn, hann hefði líklega látið fjarlægja alla þá sem stóðu ef hann hefði verið búinn að taka einhveja ákvörðun þar um.

Haraldur Axel Jóhannesson, 1.5.2010 kl. 14:17

38 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Haraldur, lögreglan hefur það eina hlutverk að halda uppi lögum og reglu og að halda því fram, þegar hún sinnir sínu starfi, að hún sé einhver málaliðasveit er í besta falli barnalegt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2010 kl. 16:06

39 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Haraldur Axel, ég veit ekki frekar en aðrir hvernig dómarinn stóð að þessu. Hann einn veit  hvernig hann hugsaði þetta eða skipulagði, enda alfarið hans mál.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2010 kl. 16:09

40 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Haraldur Davíðsson, eitt til viðbótar, þú segir að lögreglustjórinn sé pólitískt skipaður. Vafalaust rétt, hver skipaði hann? Var það ekki Björn Bjarnason?

Ég veit ekki hvar Stefán Eiríksson er í pólitík en ólíklegt verður að telja að BB hafi skipað einhvern annan en harðan Sjálfstæðismann í stöðuna.

Er líklegt ef lögreglustjórinn er þannig pólitískt sinnaður að hann hafi það að einhverju sérstöku áhugamáli að gera lögregluna í Reykjavík að málaliðasveit fyrir VG eða SF? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2010 kl. 16:20

41 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Stefán gerir bara það sem honum er sagt, og er aftur og aftur staðinn að lygum, bæði gagnvart undirmönnum sínum, sem og almenningi.

Í janúar í fyrra þegar óeirðasveitin fór um lemjandi fólk af handahófi, þá var lögreglan ekkert annað en málaliðasveit í vinnu fyrir flokkana, fyrir kerfi sem almenningur svipti umboði...

Síðan þá hafa þeir ofsótt ákveðinn hóp fólks hér í borg, og það er orðið býsna nöturlegt að sjá að nú er lögreglan byrjuð að skammta fólk inn á opin réttarhöld...

Haraldur Davíðsson, 1.5.2010 kl. 18:14

42 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ofsótt ákveðinn hóp?

Getur ekki bara verið að þessi ákveðni hópur hafi ekki alltaf verið réttu megin við lögin?

Og ég held að það megi alveg minnast á það aftur að það er ekki lögreglan sem stendur fyrir skömmtun inn á opin réttarhöld. Það er dómari í viðkomandi máli sem stjórnar því, og samkvæmt lögum hefur hann fyllileg réttindi sín megin til þess að gera það, hvort sem það er af geðþótta eða öðru. Lögreglunni ber hinsvegar (líkt og öðrum þegnum þjóðarinnar) að virða þær ákvarðanir og fara eftir þeim. Hinsvegar það sem meira er, og fellur það í verkahring lögreglunnar, er að þeim ber að sjá til þess að ákvörðun dómarans sé framfylgt.

Og hvað þessar óeirðarsveitir varðar, þá voru þær kallaðar út einmitt vegna óeirða. 

Þegar mótmælin stóðu sem hæst þá voru sumir og MARGIR einstaklingar sem hreinlega voru gengnir af göflunum í þessum aðgerðum sínum, og einhverra hluta vegna voru þeir hylltir sem hetjur vegna þess. 

Ef að landsmenn vilja að ráðamenn, ráðherrar og aðrir fylgi lögum, þá er ágætt að sýna gott fordæmi og verða ekki svona fjandi hissa þegar veruleikinn bankar uppá, og sækir fólk til saka sem réðust inn á alþingi, inn í landsbankann, réðust að þingverði, brutu rúður í verslunum, kveiktu í á austurvelli og gengu í skrokk og örkumluðu lögreglumann sem var bara að sinna sinni vinnu.

Til fjandans með þessar helvítis og endemis samsæriskenningar, um að lögreglan gangi bara hér lausum hala en í senn málaliðasveit fyrir flokkana.

Til fjandans með allar þessar kenningar um "óréttlæti" og "ósamræmi" sem ætlast til þess að fólk sæti ábyrgð fyrir gjörðum sínum.

Kominn tími til að fólk dragi höfuðið á sér útúr rassgatinu á sér, og átti sig á því að það er ekki hafið yfir lögin.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 1.5.2010 kl. 18:28

43 identicon

Ég er ansi hrædd um að ef þarna hefðu verið jakkafataklæddir menn á ferð hefði enginn verið rekinn úr dómsal.

Þetta er allt mjög undarlegt. Það virðist vera meira mál fyrir suma að draga þetta fólk fyrir rétt en menn sem virkilega brutu á almenningi og svo illa að sumir eru farnir í þrot en aðrir á leiðinni þangað.

Forgangsröðin er eitthvað undarleg í þessu landi.

Eva Sól (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband