Er þetta nýjasta...

...aðferðin til launalækkunar, reka fólk og ráða aftur á lægra starfshlutfalli en lengja á sama tíma vinnutímann?

Mikið hljóta þessi skítseiði hjá póstinum að vera stolt af sjálfum sér.

  
mbl.is Bréfberum sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Er þetta ekki nýjasta tískan í dag, að nota kreppuna til að neyða fólk til þess að vinna meira fyrir minni pening eða einfaldlega til að finna sér aðra vinnu/fara á bætur.

Flottheitin ætla aldrei að enda.

Tómas Waagfjörð, 2.5.2010 kl. 23:48

2 identicon

Nei, þetta heitir einkavæðing.  Ríkisstarfsmenn gátu fengið áskrift að þessum launum hér áður fyrr en nú er bara krafa um hagræðingu.  Ég myndi miklu frekar leggja til að menn gætu fengið fastan prís á götu og tekið svo að sér eins mikið og þeir treystu sér til.  Þannig gæti ég t.d. afkastað helmingi meiru en einhver annar (hugsanlega) og fengið helmingi meira greitt.  Það er bara sanngjarnt og hvetur fólk áfram.

Freyr (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 23:50

3 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Ég stend nú alltaf í voninni með að öll þessi fyrirtæki sem voru gefin vinum og vandamönnum verði ríkisvædd á ný. Hef aldrei skilið þá stefnu að halda að það sé vont fyrir samfélagið að hafa þessa helstu nauðsynjar sem við þurfum í nútímasamfélagi á höndum ríkissins þar sem þarf ekki að skila hagnaði, bara standa á núlli.

Tel það heimskulegt að halda að það sé eitthvað gott að hækka verð á öllu svo að einhverjir valdir vinir/vandamenn geti haft það gott í formi arðgreiðslna, kemur bara niður á almenning.

En hvern er ég að reyna að gabba, auðvitað er almenningur bara þarna til þess að græða á.

Tómas Waagfjörð, 2.5.2010 kl. 23:54

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Tómas, þeir sem nýta sér þrönga stöðu fólks í eigin þágu eru lágkúrulegustu skítseyðin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.5.2010 kl. 23:54

5 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Freyr, þetta gekk bara fínt á meðan þetta var í ríkiseigu, bara verið vesen síðan þetta var gefið vegna þess að eigendurnir verða að græða, og græða, og svo græða aðeins meira.

Tómas Waagfjörð, 2.5.2010 kl. 23:56

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Freyr get ég fengið þig í vinnu á hálfum taxta? Það ætti að vera þér hvatning til að standa þig. Og ef þú stendur þig vel getum við svo rætt um að lækka launin enn meir til að skapa enn meiri hvatningu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.5.2010 kl. 23:56

7 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Nákvæmlega Axel.

Tómas Waagfjörð, 2.5.2010 kl. 23:57

8 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Var a.m.k. þannig fyrir kreppu að þeir borguðu ekki fólki krónu meira en þeir nauðsynlega þurftu.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 2.5.2010 kl. 23:57

9 Smámynd: Hamarinn

Eftir því sem ég best veit, er Íslandspóstur í eigu ríkisins. Ef hann hefur verið seldur þá hefur það farið fram hjá mér.

Hamarinn, 3.5.2010 kl. 00:12

10 identicon

Pósturinn, - Íslandspóstur er enn í eigu ríkisins, sbr. upplýsingar á heimasíðu fyrirtækisins: 

"Hlutafélagið Íslandspóstur hf. varð til þegar Pósti og síma var skipt upp í upphafi ársins 1998. Fyrirtækið er einn stærsti vinnuveitandi landsins með tæplega 1200 starfsmenn. Það er ungt en byggir á sterkum rótum sem er samofin 230 ára sögu póstrekstrar á Íslandi." 

Það var því Síminn sem var seldur (einkavinavæddur), Póstinum breytt í hlutafélag í eigu ríkisins.

Eggert Stefánsson (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 00:20

11 identicon

Hehe... þið getið tuðað eins og þið viljið, en ég skal frekar bjóða þér að vinna tvöföld afköst fyrir 1,5 kaup.  Það er hagræðing.  Ég hef unnið hjá ríkisfyrirtæki og annað eins hef ég ekki séð - fólk var hreinlega að fela sig því það hafði ekkert að gera og hræddist að missa starfið.

Hér í hverfinu staulast feitabolla um með póstinn og kemur honum oftast í rétta lúgu.  Hann er líklega tvisvar til þrisvar sinnum hægari en margir aðrir blaðberar.  Hann fær samt sama kaup.  Hver er réttlætingin í því?

Menn á sjónum myndu nú ekki sætta sig við það!

Freyr (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 00:26

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fyrirtækið er hlutafélag í eigu ríkisins, með eigin stjórn sem æðsta vald.

Það réttlætir ekki svona vinnubrögð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2010 kl. 00:28

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú ert gæðablóð Freyr býður ein og hálf laun fyrir tvöfalda vinnu.

Hvaða aðdróttun er þetta að póstberanum í þínu hverfi, á hann ekki rétt á vinnu og mannsæmandi launum þótt hann líti ekki út eins og Magnús Scheving?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2010 kl. 00:36

14 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Then I stand corrected, minnti sterklega að pósturinn hefði verið gefinn með símanum á sínum tíma og byðst afsökunar á því. Fer stundum full hratt yfir.

En er það ekki þannig að póstberar fá úthlutað vissum götum og vinna á einskonar akkorði, það er, því fljótar sem þeir klára rúntinn því fyrr eru þeir búnir að vinna? 

Samt er engin glóra í því að reka fólk og bjóða þeim 60% vinnu, sérstaklega hjá ríkinu. Líklegast betra fyrir fólkið að neita vinnunni og fara á bætur, sparar sér ferðakostnaðí og frá vinnu, auka mat sem fylgir auka brennslu og svo framvegis.

En kreppan mun bara versna vegna þess að við sjáum um að viðhalda henni með að hefta flæði peninga(laun) inn í samfélagið. Keðjuverkun sem þýðir að minni vinna þýðir minna af peningum í umferð, fleiri fyrirtæki fara á hausinn, fleiri missa vinnuna, aftur fleiri fyrirtæki á hausinn og enn fleiri missa vinnuna.

Af hverju er þetta fólk í valdastöðum ef það er enn að notast við aðferðir sem hafa sýnt að virka ekki.  

Tómas Waagfjörð, 3.5.2010 kl. 01:42

15 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Freyr, póstburðarmenn eru á föstum launum ekki á tímakaupi, eftir því sem ég best veit.

Þótt eitthver feitabolla beri út póstinn eitthvað hægar en nígerískir spretthlaupara samstarfsmenn sínir, þá er vinnumagnið alveg jafn mikið á þá báða.

Því er ekkert "réttlæti" í að þessi sem er mýkri um mittið fái eitthvað minna borgað en sá horaði.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 3.5.2010 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband