Stjórnmálamenn, takið til í ykkar ranni.

Þjóðin hefur talað gott fólk, skilaboðin til flokkanna eru skýr, gerið svo vel og takið til í ykkar ranni. Flokkarnir hafa þráast við að verða við augljósri kröfu kjósenda um breytingar, ekki vegna þess að þeir hafi ekki séð þær eða heyrt. Heldur vegna þess að fram að þessu hafa flokkarnir komist upp með að hundsa kjósendur og setja kíkinn fyrir blinda augað í trausti þess að kjósendur skilað sér hver til síns heima í kjörklefanum.  En núna brást sú taktík heldur betur.

Það þýðir ekkert fyrir leiðtoga fjórflokkana að tala digurbarkalega um varnarsigra, góða útkomu miðað við þetta eða hitt og þeir geti vel við unað miðað við svörtustu spár. Fjórflokkurinn beið afhroð í Reykjavík og Akureyri og fékk úrslitin þversum upp í rassgatið, sama hvað hver segir.  

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála í borginni. Þær hugmyndir að allar hænurnar verði vinir, gangi um frjálsar og goggi sig áfram frá máli til máls er vonlaus og dauðadæmd frá upphafi. Það þarf að mynda starfhæfan og styrkan meirihluta, hjá því verður ekki komist. Það þarf ákveðna kjölfestu innan borgarstjórnar annars brotnar á fyrsta erfiða málinu sem upp kemur og af erfiðum málum framundan er engin skortur.  

Þó tölfræðilega séu þrír möguleikar á meirihlutum í Reykjavík,  S+Æ=9  , D+Æ=11  og D+S=8  er aðeins einn raunhæfur möguleiki á starfhæfum meirihluta. Krafa kjósenda er kristal tær, þeir vilja að Besti flokkurinn komi að stjórn borgarinnar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, væri því gróf móðgun við kjósendur og kemur því ekki til greina.

Þá standa eftir tveir möguleikar Besti flokkurinn með annað hvort Samfylkingu eða Sjálfstæðisflokki. Það má útiloka Besta og Samfylkinguna strax. Sá meirihluti er dauðadæmdur, hann er of naumur þótt hann hefði 9 fulltrúa. Skýringin er einföld, Besti flokkurinn er ekki flokkur í hefðbundnum skilningi  heldur ósamstæður hópur fólks með ólíkar skoðanir og nálganir á málum, sem ólíklega kæmi fram sem heild þegar á brattan sækir.

Það er óhjákvæmilegt að samstaðan bresti í erfiðum málum. Við höfum hliðstæðan vandræðagang í ríkisstjórninni og svo er fullvíst að borgarbúar vilja ekki aftur upplausn og djöfulgang síðasta kjörtímabils og hvern meirihlutann á eftir öðrum.

Eftir stendur því eini raunhæfi og lífvænlegi möguleikinn, að Sjálfstæðisflokkurinn og Besti flokkurinn myndi meirihluta og þá jafnvel með tvo borgarstjóra,  Hönnu Birnu og Jón Gnarr.

Það hefur gerst áður.

 
mbl.is Tökum yfirvegaðar ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þótt X-Æ og X-D sé stærðfræðilega raunhæfasti meirihlutinn, þykir mér hæpið að ætlast til að Hanna Birna fáist til deila eða láta af hendi borgarstjórastólinn.

Þetta óskilgetna örverpi Sjálfstæðisflokksins er eins ítölsk í pólitíkinni og flokkssystkyni hennar, hvað varðar að skjóta rótum í þann stól sem rass þeirra vermir.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 30.5.2010 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband