Í sandkassanum

Strax í fyrstu vikunni eftir að Landeyjarhöfn var tekin í notkun minnir Akkilesarhæll hafnarinnar og staðsetning hennar á sig. Takmarkað dýpi hindrar siglingu Herjólfs um höfnina. Þarf virkilega strax að ráðast í dýpkun og hvernig verður þetta á komandi vikum og mánuðum?

st_cruise-420x0Þar sem mikil tilfærsla er á sandi við strendur þá safnast hann upp við allar fyrirstöður, hvort sem þær eru náttúrulegar eða manngerðar. Þegar sjórinn er mettaður af sandi og sandurinn berst með straumum og brimi inn í kyrrð hafnarinnar þá sest hann þar og safnast fyrir.

Ég leyfi mér að efast um fullyrðingu þess efnis að hönnun hafnarinnar tryggi að hún hreinsi sig sjálf af sandi, til þess þyrfti gegnumstreymi í höfnina. Ef sogadráttur væri það öflugur í höfninni að hann rifi upp sandinn og flytti út úr höfninni þá yrði hún um leið lítt nothæf sem höfn.

Ef dýpið er ekki meira en það að Herjólfur kemst ekki um höfnina á fjöru þegar best er og blíðast, hvernig verður nýting hafnarinnar í válindum veðrum þegar brim er við ströndina, jafnvel dögum saman?  

En vonandi blessast þetta ævintýri.


mbl.is Herjólfur tafðist um þrjá tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég tek undir þitt álit,um gegnumstreymi.Ég réri frá Eyrarbakka.Höfnin þar var hönnuð,að gegnumstreymi var um höfnina.Framburður frá Ölfusá hefði fyllt höfnina fjótlega,ef það hefði ekki verið.

Ingvi Rúnar Einarsson, 30.7.2010 kl. 10:48

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Látið Siglingamálastofnun vita, þeir virðast ekkert vita um þetta mál.

Aðalsteinn Agnarsson, 30.7.2010 kl. 11:02

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég vona svo innilega að þetta dæmi gangi upp Ingvi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.7.2010 kl. 11:10

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Aðalsteinn, Siglingastofnun er ekki óskeikul frekar en aðrar stofnanir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.7.2010 kl. 11:13

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er rétt að bæta því við Aðalsteinn, að þessi framkvæmd er fyrst og síðast pólitísk ákvörðun en ekki Siglinagstofnunar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.7.2010 kl. 11:26

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nákvæmlega Axel þetta er pólitísk ákvörðun og líklega "wayst of money" þjóðfélaglega óhagkvæm framkvæmd sé horft á alla þætti td eins og vegalengd sem þarf að keyra í þennan hafnar "ós" og sér ekki fyrir endan á hvernig þær framkvæmdir verði fjármagnaðar allar

en eins og er þá er þetta ævintýri "inn" hjá mörgum

Jón Snæbjörnsson, 30.7.2010 kl. 11:44

7 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég sagði þetta frá upphafi, eftir 20 - 30 ár verður kosnaðurinn við að dýpka þessa höfn, endurnýja skipakost, halda henni við með því að dýpka hana 2falt meiri en ef göng hefðu verið gerð.

Sævar Einarsson, 30.7.2010 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.