Ögmundur er mættur, gott fólk.

Ég verð seint talinn NATO sinni og vil gjarnan sjá Ísland standa utan við þetta svokallaða „varnarbandalag“. En þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn úr NATO er ekki mál málana í dag, margt er brýnna og þarfara.

Það þarf að koma hjólum atvinnulífsins sem fyrst á fullan snúning. Þegar það er að baki má fara að ræða gæluverkefnin.

Ég hélt satt best að segja að Ögmundur Jónasson biði í það minnsta til morguns með yfirlýsingar sínar og taumlausa framkvæmdagleðina.  En sennilega náum við ekki inn í helgina áður en fyrstu grænu bólurnar spretta fram á samráðherrum hans, ef örlar ekki á þeim nú þegar.


mbl.is Íhugi þjóðaratkvæði um NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég held að maðurinn hafi haldið til óskalista frá því hann stóð uppúr ráðherrastólnum. Eða svona "Hvað langar mig að verða þegar ég verð stór?" lista.

Hann sagði jú sjálfur að honum hafi langað að setjast í hann aftur, alveg frá því hann yfirgaf hann. Aðspurður, að ég held tvisvar á meðan þessari uppstokkun stóð, sagði hann akkúrat það.

Hann hefur jafnan tamið sér vinsælustu skoðanir landans. Þ.e. hann hefur hingað til tekið umræður sem hafa verið í þjóðfélaginu og tamið sér vinsælustu skoðunina. Og því þykir mér endurkoma hans í ráðherrastólinn ekkert neitt sérstakt fagnaðarefni.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 2.9.2010 kl. 23:54

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Heldurðu Inga, að Ögmundur skrifi gjafaóskalistann fyrir næstu jól á jóladag eða bíði með það fram á annan dag jóla?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.9.2010 kl. 00:04

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég held hann geri það á meðan hann les á pakkana.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 3.9.2010 kl. 00:45

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

í svona stjórnkerfisanda munu þeir sterku lifa þe þeir sem eiga eða eru  öllu eða mestu leiti með sitt á hreinu, svo koma "kerfisfræðingarnir" sem þurfa lítið en fá allt, fólk og fjöskyldur sem hafa spilað á kerfið í mörg misseri og það af frjálsum go fúsum 

Jón Snæbjörnsson, 3.9.2010 kl. 08:15

5 identicon

Er ekki kominn tími á hressilega vinstristjórn?  Af hverju ekki ad nota taekifaerid og gera róttaekar breytingar?  Fyrst á mínum óskalista er ad leggja nidur kvótakerfid STRAX! 

5% árleg fyrning er brandari.  Ég hefdi viljad sjá einhvern med vilja taka saeti Jóns Bjarnasonar.  

Ad fólk skuli saetta sig vid thetta glaepakerfi thrátt fyrir ad lang flestir séu á móti thví er underlegt.  Af hverju laetur fólk raena sig svona ár eftir ár?  Kvótakerfid er opinber thjófnadur.

Meiri kraft (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 09:02

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón Bjarnason er ekki öfundsverður af sínu starfi, en óhæfur í það. Hann hefur ekki þá staðfestu sem þarf. Jón er alltaf sammála síðasta ræðumanni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.9.2010 kl. 10:24

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er þetta svona einfalt - þeir sem fengu kvótann eru flestir búnir að selja nema kanski Samherji, Grandi, Vinnslustöðinn, Ísfélagið, Þorbjörn ofl á þeim bæ - gleymum ekki að það er fullt af meðal sem og litlum útgerðum sem hafa í gegnum árin þurft að kaupa kvóta - er rétt að gera "eignaupptöku" þar ég bara spyr

Jón Snæbjörnsson, 3.9.2010 kl. 10:30

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Allir sem keypt hafa kvóta gegnum árin hafa mátt vita að kvótinn væri ekki eign þeirra sem seldu, heldur þjóðarinnar. 

Rétt eins og þeir sem kaupa þýfi mega gera ráð fyrir að það verði gert upptækt og því komið til réttra eigenda. Bótalaust vel að merkja!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.9.2010 kl. 10:38

9 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Eigum við ekki að gers smá greinarmun hér, er ekki ósmekklegt að líkja þessu fólki við "þjófa" Axel - það hefur ekkert gert annað en að vera í rekstri með sitt fyrirtæki og sjá sjálfum sér sem og öðrum fyrir vinnu ásamt því að skila einvherju til bygðalagsins um leið ?

ég var líklega meira vitlaus en heppinn að hafa setið á mér öll þessi svokölluðu góðærisár svo ég fæ ekki heimsókn frá innheimtufólki á þínum vegum eða hvað ? ég skal þó styðja þig í að ganga að hinum sem við öll tölum um en eru ósnertanleg samkv lagalegum rökum enn.

hér þarf að vanda vel til verka og ekki að ana að neinu

Jón Snæbjörnsson, 3.9.2010 kl. 10:46

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er það ekki bundið í lögum að kvótinn sé sameign þjóðarinnar, er deilt um það?  Kvótinn er með öðrum orðum þinglýst eign þjóðarinnar. Hvernig getur þá orðið sátt um að notendur hans selji hann fram og aftur sem sína eign.

Ég leigi húsnæði, sem er þinglýst eign annars aðila, ég hef haft afnotarétt af þessu húsnæði síðan 1992, er ekki komin grundvöllur fyrir því að ég taki mig til og selji þriðja aðila húsið? Ég held greiðslunni og kaupandinn á húsið eftir viðskiptin, en hinn þinglýsti eigandi situr uppi með sárt ennið. Hvað væri þetta kallað Jón?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.9.2010 kl. 10:58

11 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Axel en kvótinn var veðsettur ekki þó af þeim flestum þessum meðal eða litlu sem eru að nýta hann í dag - hirða húsið af mér en ég sit uppi með tæki og tól sem og skuldir ? nei gengur ekki

Jón Snæbjörnsson, 3.9.2010 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband