Þorgerður á þing

Hér er niðurstaða í skoðanakönnun á þessari síðu, sem stóð yfir í réttan sólarhring, um 80 svöruðu.

Spurt var: Hvað finnst þér um endurkomu Þorgerðar Katrínar á þing?

Það er frábært                  11,5%

Þokkalega sáttur                1,3%

Alveg sama                        6,4%

Verulega ósáttur               20,5%

Bíddu meðan ég æli          60,3%

Það er ljóst að endurkoma Þorgerðar á Alþingi hefur lítinn hljómgrunn meðal gesta á þessari síðu. Kærar þakkir fyrir þátttökuna.

Ég vek athygli á nýrri könnun hér til vinstri!

 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

tel mig reyna að vera réttsýnan einstakling og Sjálfstæðismann og þó svo ég vilji ekki endurkomu Þorgerðar Kartínar á þing þá skil ég ekki þinn áhuga á henni Axel

Jón Snæbjörnsson, 3.9.2010 kl. 07:56

2 identicon

Er ekki Axel eins og flestir búinn ad fá nóg af spillingunni?

Ha? (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 09:10

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég sýni Þorgerði ekki meiri áhuga en öðrum sem eru undir sömu sökina seldir Jón.  Finnst þér að heimurinn sé vondur við Þorgerði?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.9.2010 kl. 10:18

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

mér finnst hún fá "ómaklega" athygli Axel, ekkert flóknara en það.

ég hef svosem gagnrínt hana og geri enn en það er kanski vegna þess að hún hugsanlega stendur mér nær "pólitískt" lega séð en þér eða hvað - ég reyni að horfa mér nær fyrst og svo annað

Jón Snæbjörnsson, 3.9.2010 kl. 10:22

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það eru flesti með upp í kok á þessari spillingu óháð hvar þeir standa nema þá kanski þeir sem eru að hirða allt og allt og allt, fá allt upp í hendurnar, burtfarargjafir ofl ofl ofl ofl

Jón Snæbjörnsson, 3.9.2010 kl. 10:23

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég sé enga ástæðu til að gefa þessu fólki nokkurn frið, það hefur unnið sér til óhelgis og er að nauðga nærveru sinni upp á þjóðina sem vill ekkert með það hafa, eða hvað?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.9.2010 kl. 10:30

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Þorgerður hefur það til saka unnið að vera frekar "leiðinleg" í tilsvörum eða eins og sumir segja að það ringdi upp í nefið á henni, nú og svo hitt sem þessi maður hennar gerði ásamt henni með þetta lán sem nú verður líklega fellt niður - verst þykir mér þó af því öllu ef rétt er að þau hafi fengið greiddann út arð af því sem nú stendur til að afskrifa - þó ekki væri meira þá vil ég fá þessar sögðu arðgreiðslur til baka.

annars held ég að við Axel séum nokkuð með fæturna á jörðinni sama hvar þær svo sem standa

Jón Snæbjörnsson, 3.9.2010 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband