Bragðað á eigin meðulum

Vopnin eru að sjálfsögðu ætluð til að verja og viðhalda núverandi spilltu og rotnu stjórnkerfi Sádi-Arabíu, alræði örfárra fjölskyldna, kúgun kvenna og misskiptingu landsins gæða.

Það er undarlegt að Bandaríkjamenn skuli ekki hafa sama ofuráhugann að koma á lýðræði í Sádi-Arabíu og í Írak.  Mikið má vera ef þessum vopnum verður ekki, í fyllingu tímans, snúið gegn þeim sjálfum eins og gerðist í Írak og það væri þeim rétt mátulegt.

Eins og allir vita höfðu Bandaríkin engan áhuga á lýðræði fyrir íbúa Íraks meðan Saddam var bandamaður þeirra og vopnum af öllum gerðum og stærðum var mokað í Saddam til að verja hann - fyrir lýðræðinu, sem öðrum óvinum.

  


mbl.is Yrðu stærstu vopnaviðskipti í sögu Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldurðu að það verði ekki bankað uppá hjá þér í nótt?

Björn (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 22:40

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Veit ekki, hver þá?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2010 kl. 22:58

3 identicon

það er nú ekki langt að fara þeir eru í KEF

TITO (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 23:10

4 identicon

TITO: Já stutt fyrir Kanann en langt fyrir hinn ;-)

Björn (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 23:14

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já fyrirgefið hvað hann er stuttur í mér fattarinn, þið meinið auðvitað litlu kanana, kommúnistabanana. Varla eruð þið hræddir við þær píkur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2010 kl. 23:20

6 identicon

Ekki gleyma því að þeir studdu líka al-qaeeda / Osama Bin Laden á sínum tíma. Það sorglega er að 99% Bandaríkjamanna vita þetta ekki, mainstream fjölmiðlar þora ekki að tala um það.

En svona virkar víst heimurinn, ekki bara hjá Bandaríkjamönnum. Sameiginlegur óvinir þéttir mönnum saman, allavega tímabundið. Hitler fundaði oft með aröbum ef ég man rétt.

Geiri (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband