Kettirnir horfa ráðvilltir á smalann

Það er ekki ofsögum sagt að Jóhanna Sigurðardóttir hafi varpað sprengju inn í þingið í gær með ræðu sinni. Það varð uppi fótur og fit í Vinstri grænum, menn þar vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið, skiljanlega.

Þetta er óneitanlega sérkennileg staða, kettirnir sem hingað til hafa beðið þess að þeim yrði smalað saman fyrir atkvæðagreiðslur á Alþingi, sjá fram á að þurfa að taka að sér hlutverk smalans og smala forsætisráðherranum. 

Það verður gaman að fylgjast með þeim tilburðum, svo stygg og stíf sem hún Jóhanna blessunin getur verið.

Reiði og vonbrigði er ekki bundið við VG eina, þjóðfélagið logar og því fer fjarri að grasrótin í Samfylkingunni sé sátt við þá stöðu sem upp er komin.

 
mbl.is Mikil reiði innan VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilegt að þetta fólk hefur öðrum hnöppum að hneppa en að bæta lífskjör almennings í landinu.

axel (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 08:48

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nákvæmlega mælirinn er fullur fyrir löngu!

Sigurður Haraldsson, 21.9.2010 kl. 08:54

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað er til ráða?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.9.2010 kl. 09:02

4 identicon

Þarf ekki aðra byltingu? Það er greinilega að búsáhaldabyltingin mistókst hrapalega. Ég persónulega er farinn að sjá samlíkingu á milli skjaldborgarstjórnarinnar og ógnarstjórnarinnar í Frakklandi í denn.

Óli (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 09:52

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það verður þá að vera alvöru bylting.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.9.2010 kl. 10:09

6 Smámynd: Sigurður Helgason

Ætli smalinn sé fullur,,,,,,,,,,

JÁ alvöru bylting í alvörunni

Sigurður Helgason, 21.9.2010 kl. 11:46

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Það hefur eitthvað gerst með hana Jóhönnu. Búin á því ?

hilmar jónsson, 21.9.2010 kl. 12:13

8 Smámynd: Vendetta

Ég efast um að það verði kosningar á þessu ári eða því næsta. Óbreyttir þingmenn VG hafa oft á tíðum mjálmað sárlega, en síðan eftir að þeim var rétt mjólkurskál og fengið klapp á kollinn af Steingrími frænda, þá hafa þeir lygnt augunum aftur og farið að mala. Raunin er sú, að það eru Steingrímur og aðrir ráðherrar VG sem ráða hvort stjórnarsamstarfið heldur áfram og það hefur löngum sýnt sig, að þeir fara ekkert eftir því sem grasrótin eða aðrir í þingflokknum finnst um það.

Og það sem þú segir, Axel, um ósætti í grasrót Samfylkingarinnar, held ég ekki að sé rétt. Að mínu áliti hefur aldrei neinn flokkur verið eins samstilltur og einhuga um eins mikla vitleysu, svik og loftkastala og Samfylkingin.

Vendetta, 21.9.2010 kl. 12:42

9 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Fyrir hönd Kynjakatta mótmæli ég þessum aðdróttunum á hendur (eða öllu heldur loppum) köttum. Kettir eru ekki hjarðdýr og verður ekki smalað. Kettir vísa því á bug að þeir hafi neitt við Samfylkinguna að sælda og þaðan af síður VG. Ef eitthvað er aðhyllast kettir einstaklingsframtakið og sjálfstæði umfram annað. Kattasamfélagið logar af reiði vegna þessa.

Guðmundur St Ragnarsson, 21.9.2010 kl. 13:34

10 Smámynd: Hvumpinn

Mjá...

Hvumpinn, 21.9.2010 kl. 15:34

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Oooooooooooooooooohohohhhhhh!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.9.2010 kl. 18:01

12 Smámynd: Jens Guð

  Til gamans má geta að Færeyingum þykir rosalega fyndið að heyra Íslendinga tala um að þeir ætli að labba eitthvert.  Færeyingar tengja sögnina að labba alfarið við dýr með loppur (ketti, hunda...).   Þegar Færeyingar heyra Íslendinga segjast ætla að labba í bæinn eða labba á pósthús sjá Færeyingar fyrir sér mann rölta um á fjórum fótum.

Jens Guð, 21.9.2010 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.