Af hverju fór Hrafnkell í fýlu?

Mikill meirihluti Samfylkingar þingmanna taldi ekki nægjanleg rök falla til þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yrði kærð fyrir embættisafglöp fyrir Landsdómi. Þá bergður svo við að sonur hennar Hrafnkell Hjörleifsson fer í fýlu og segir sig úr Samfylkingunni, þegar ætla mætti að hann fagnaði niðurstöðunni.

Hvað veldur ólund Hrafnkels, vildi hann aðra niðurstöðu, veit hann eitthvað sem þingflokki Samfylkingarinnar var hulið um "sekt" móður hans?


mbl.is Sagði sig úr Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Ingibjörg Sólrún hefur ekkert til saka unnið annað en það að vera sami aulinn og aðrir Samfylkingarmenn, sem störðu í aðdáun á útrásarvíkingana og héldu, að tími þeirra væri runninn upp, en menn eins og Davíð Oddsson, sem vöruðu við, væru aðeins nöldurskjóður. Auðvitað er leiðinlegt til þess að vita, að stundum talaði Ingibjörg Sólrún eins og blaðafulltrúi auðjöfranna, en það er skiljanlegt, þegar haft er í huga, að Einar Karl Haraldsson, sem starfaði einmitt fyrir auðjöfrana, skrifaði fyrir hana sumar ræður hennar, þar á meðal hina illræmdu Borgarnesræðu í febrúar 2003.

Ingibjörg Sólrún er enginn glæpamaður, og tilraun Samfylkingarinnar til að breyta Íslandi í leikvang að rómverskum sið er í senn sorgleg og hlægileg, en aðallega fyrirlitleg. Við megum ekki gleyma því, að það fólk, sem nú á að fórna, er fólk með tilfinningar, vit og vilja, fjölskyldur og vini. Þótt ég hafi aldrei verið samherji Ingibjargar Sólrúnar, finn ég til með henni í þessum raunum. Ömurlegt hlýtur að vera fyrir hana að horfa upp á hvern hugleysingjann af öðrum svíkja sig, — sama fólkið og klappaði hvað ákafast fyrir henni á Hótel Íslandi, þegar hún gekk hnakkakert í salinn eftir að hafa sigrað í borgarstjórnarkosningunum 1994. Ingibjörg Sólrún hefði mátt vera vandari að vinum, eins og sum okkar hinna voru, sem betur fer." ( http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/1096410/ )

Ekki skrítið að sonurinn hafi fengið nóg

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 14:34

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Bragð er að er barnið finnur.  Er hann bara ekki búinn að fá upp í kok af öllum sviknu loforðum Samfylkingarinnar?

Benedikt V. Warén, 29.9.2010 kl. 14:36

3 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Þegar þingmaður eins og Skúli Helgason talar um að tilraunin hafi mistekist, en samt var niðurstaðan nákvæmlega eins og hann greiddi atkvæði veltir maður fyrir sér greind þessara þingmanna. 

Ef hann hafði sannfæringu fyrir því sem hann kaus hlýtur tilraunin að hafa tekist, eða ætlaðist hann til þess að aðrir þingmenn myndu leiðrétta vitleysuna sem gerði í atkvæðagreiðslunni?

Þegar flokksmenn verða vitni að öðrum eins asnaskap og Skúli og þrír aðrir þingmenn sýndu í gær og lesa svo fáránlegar eftiráskýringar Skúla hljóta þeir að hugsa sinn gang og finna sér annan vettvang.

Þetta eru því fyllilega eðlileg viðbrögð og sem hafa ekkert með fýlu að gera. 

G. Valdimar Valdemarsson, 29.9.2010 kl. 14:40

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér er til efs að skrif ritsóðans Hannesar hafi hafi hrundið Hrafnkatli fram af brúninni. Söguskýringar Hannesar hafa ekki þótt pappírsins virði í seinni tíð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 14:43

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég veit það ekki Benedikt, en ekki er óeðlilegt að menn velti þessu fyrir sér og tímasetningunni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 14:45

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Valdi, ég er alveg sammála þér, það eru engin rök fyrir því að hafa mismunandi skoðun í þessu máli eftir persónu og pólitík. Alþingi bar skylda til að vísa máli fjórmenningana til Landsdóms og þeirri skyldu sinni brást rúmlega helmingur þingmanna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 14:48

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

G.Valdimar; góður punktur varðandi Skúla.

Axel, Hannes er ekki "ritsóði", heldur þvert á móti góður penni og rökfastur. Hvernig væri að taka efnislega afstöðu til þess sem hann segir og skrifar, í stað þess að vera með svona....

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 14:51

8 Smámynd: Björn Birgisson

Stórmál? Þetta er nú bara 24ra ára ungmenni, enn í foreldrahúsum að ég held. Honum hefur greinilega sárnað að fáeinir samherjar móður hans vildu senda hana á sakabekkinn. Eru þetta ekki bara eðlileg viðbrögð hjá unga manninum?

Björn Birgisson, 29.9.2010 kl. 14:59

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þá þyrfti ég að skrifa í  anda og með rökfestu Hannesar, sem mér sýnist mest vera samansafn upphrópana og uppnefna. Það er þitt vandamál að telja þessi skrif sem einhverja ritsnilld.

Er ekki Hannes með dóm á bakinu fyrir ....fyrir hvað var það aftur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 15:00

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég veit ekki Björn hvernig málið er vaxið, en fréttnæmt þótti það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 15:35

11 identicon

Var það þessi strákur sem var með ólæti úti í hvað......   ( Hollandi ) ?

Hoppandi á bílum , fullur .

Kannski misminni .

Afsakið þá .

Kristín (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 16:17

12 identicon

Rök, takk fyrir, Kristín.

Stinni stuð (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 16:21

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég næ ekki hvert þú ert að fara Kristín.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 16:31

14 identicon

Eftir að hafa lesið margt af því sem sannarlega góðir bloggarar eins og þú

Axel Jóhann hafa verið að skrifa, er stóra spurningin þessi:

Hvers vegna kýs fólk ennþá þessa svokölluðu Hrunflokka?

Smári (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 16:48

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Axel, það var EKKI fyrir ritstuld, eins og andstæðingar hans eru sífellt að segja.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 17:05

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir hólið Smári. Þegar stórt er spurt verður fátt um svör.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 17:14

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gunnar, jú mikið rétt, ritstuldur var það og það eitt ætti að vera nægjanlegt til að taka ekki skrifum hans sem einhverjum sjálfgefnum helgiritum.

Þegar upphrópanir, uppnefni og dylgjur hafa verið teknar út úr texta Hannesar, sem þú vísar til, hvað stendur eftir, hefur það innihald eða meiningu?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 17:22

18 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvurslags uppeldi hefur þetta verið á barninu?

Og aldrei hefur Hannes Hólmsteinn verið dæmdur fyrir að hoppa á bílþökum úti í því blauta Hollandi.

Árni Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 17:49

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta innlegg Árni, núna kveiki ég á perunni, hvað Kristín #11 var að fara.

Var það þá Hrafnkell þessi, sem í Hollandi hljóp á þökum bíla? Nei Hannes Hólmsteinn Ástuson Hannesdóttur frá Undirfelli í Vatnsdal hefur ekki hoppað á bílum, held ég, þó ég ætli ekki að sverja það af honum.

Stundum þarf peran mín smá skot til að á hana komi roði, en svona er það bara.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 18:09

20 Smámynd: Björn Birgisson

Ekki á bílum? Á hverju hoppar Hannes þá?

Björn Birgisson, 29.9.2010 kl. 21:08

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að þeir velkist ekki í vafa um það í Thailandi, í tíðum heimsóknum Hannesar þangað, á hverju hann hoppar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 21:19

22 identicon

Mikið óskaplega er lagst lágt.  Held að þú ættir að sjá sóma þinn í því að fjarlægja síðustu athugasemd þína.  Það mundi færa þetta blogg nær því að vera ómaksins virði að kíkja hingað inn aftur.

Gísli (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 23:08

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað er það Gísli,  í síðustu athugasemdinni, sem rakar ró þinni?  Veist þú á hverju Hannes hoppar þar ytra og hvernig er minn sómi tengdur við það?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 23:17

24 identicon

Það rakar ró minni ekkert ekkert að þú dylgir með það sem þú vilt.  Mikill er skíturinn samt á netinu.  Þetta var aðeins vinsamleg ábending.  En þú ert greinilega svo mikill togarajaxl að þetta er bara sem hallelúja vers í þínum huga og sérð ekkert athugavert við að skíta út eitthvað sem þú eflaust ekki þekkir eða hefur hundsvit á.

Góðar stundir

Gísli (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 23:37

25 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svona umræða á ekki rétt á sér

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 23:38

26 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gísli, ég er engu nær um hvað þú ert að meinar. Hvað skrifaði ég sem pirraði þig?

Ég telst vart togarajaxl lengur því það eru liðin 15 ár síðan ég kom alkominn í land. Togaramenn eru, þér að segja, allmennt siðamir, kurteisir og velmeinandi menn rétt eins og gengur og gerist.

En talandi um hundsvit, þá er það akkurat það vit sem ég hef á því hvað þú ert að meina.

Í hverju, eða hvernig lagðist ég lágt? Getur þú svarað því?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 23:46

27 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvaða umræða Gunnar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 23:47

28 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvaða umræða er það sem ekki á rétt á sér Gunnar? Ef þú, eða þið Gísli, vitið hvað hugsanlega kann að vera til umræðu hér án þess að það hafi verið nefnt þá hlýtur þú, eða þið,  að geta upplýst mig um málið svo ég þurfi ekki að fara villur vega í þessari þokukenndu umræðu. Er það til of mikils mælst?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.9.2010 kl. 00:50

29 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það vita allir að þú ert að vísa til þeirrar kjaftasögu að Hannes sé samkynhneigður og að hann hafi farið til Tælands til að ná sér í "strák", líkt og Megas gerði forðum og flutti inn til landsins.

Ekki reyna að neita því að þetta varstu að gefa í skyn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 02:01

30 identicon

Held nú að allir síomakærir menn þyrftu ekki að nota mömmu sína sem ástæðu fyrir að hætta í samfylkingu... en þetta er jú gamla klíkusamfélagið ísland, svo ég skil þetta svo sem ;I)

Ég hef farið nokkuð marga túra á togara, þannig að þið afsakið mig ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 07:51

31 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ertu að meina þetta Gunnar? Ég kem gersamlega af fjöllum, ég á bara ekki til orð. Hannes hommi? Ó-nei þvílík fjarstæða, hann er of fullkominn til þess. Svei, svei illum tungum!

Hverjum dettur í hug að klína svona bulli á svona fallegan og velmeinandi mann. Mann sem er í innsta hring Sjálfstæðisflokksins, vinur Davíðs og alles. Ég á ekki orð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.9.2010 kl. 11:17

32 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tókstu ekki eftir þessu hjá mér: "Ekki reyna að neita því að þetta varstu að gefa í skyn."

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 11:36

33 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

... og þessi umræða á ekki rétt á sér

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 11:36

34 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það Gunnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.9.2010 kl. 11:47

35 identicon

ha ha ha, djöfull ertu aumkunarverður Axel....

Gísli (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 12:27

36 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ekki mín sök, hvað kemur fyrst upp í huga þér Gísli, þegar minnst er á Thailandsferðir Hannesar, það er alfarið þitt vandamál. En ef þú telur mig aumkunarverðan fyrir þá sök, ætla ég ekki að skemma það fyrir þér. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.9.2010 kl. 12:41

37 Smámynd: Karl Ólafsson

"Uh, eigum við ekki ... u ... að lyfta ... u ... þessum umræðum ... upp á eilítið hærra plan" sagði nóbelsskáldið í sjónvarpsþætti einu sinni. Ógleymanleg stund.

Ég hélt í alvörunni að enginn, og þá meina ég enginn, vitnaði í skrif Hannesar á bloggi hans, nema e.t.v. til þess að hæða og spotta það sem hann segir, nú eða persónu hans, en það síðarnefnda er svo sem óþarfi. Það sem hann skrifar hins vegar á ég erfitt með að kalla rökfast eins og Gunnar gerir hér fyrir ofan. Ég skal fallast á að Hannes á til að vera góður penni, en varast ber að taka með fullri alvöru eða sem heilögum sannleika því sem hann skrifar, þó vel sé orðað á stundum.

Gunnar kallar eftir efnislegri umfjöllun um það sem Hannes skrifar í stað upphrópana. Gerum heiðarlega tilraun til þess:

"Ingibjörg Sólrún hefur ekkert til saka unnið annað en það að vera sami aulinn og aðrir Samfylkingarmenn, sem störðu í aðdáun á útrásarvíkingana og héldu, að tími þeirra væri runninn upp,"

Ok, en hver tók þátt í þessari aðdáun í fréttaviðtali á erlendri sjónvarpsstöð og í Kastljósi hér heima og talaði fjálglega um hetjur sem græddu á daginn og grilluðu á kvöldin? HHG? Hvernig standa þessi rök HHG gagnvart minningu okkar um hans eigin orð?

" ... en menn eins og Davíð Oddsson, sem vöruðu við, væru aðeins nöldurskjóður. "

Eigum við ekki að sleppa því að ræða efnislega um aðdáun HHG á DO? Ég held nefnilega að það sé ekki hægt að ræða þetta efnislega, því hér er eitthvað huglægt á ferðinni sem erfitt er að skilja án þess að maður sé háskólamenntaður á sviði sálvísinda, að mínu mati. Ég get því miður ekki sagt neitt efnislegt um þetta annað en að það er einkennilegt og eftirtektarvert hversu fáar greinar HHG tekst að skrifa án þess að mæra DO.

"Ingibjörg Sólrún er enginn glæpamaður, og tilraun Samfylkingarinnar til að breyta Íslandi í leikvang að rómverskum sið er í senn sorgleg og hlægileg, en aðallega fyrirlitleg."

Það hefur enginn þingmaður haldið því fram að GHH, ISG, ÁM eða BGS séu glæpamenn, en þingsályktunin gengur jú út á að þau hafi á einhvern hátt gert eitthvað eða ekki gert eitthvað sem bakar þeim ábyrgð gagnvart lögum um ráðherraábyrgð. Leikvangur að rómverskum sið gekk út á eitthvað allt annað en Landsdóm er ég hræddur um, þar sem slíkur leikur sem þar var stundaður endaði væntanlega oftast eða alltaf með einu eða fleiri dauðsföllum. Hvernig standast því þessi rök HHG?

"Við megum ekki gleyma því, að það fólk, sem nú á að fórna, er fólk með tilfinningar, vit og vilja, fjölskyldur og vini."

Hver af þeim sem nú standa frammi fyrir því að missa heimili sín er ekki fólk með tilfinningar, vit og vilja, fjölskyldur og vini? GHH er búinn að ráða sér lögmann til þess að verja sína hagsmuni. ISG og öll hin hafa án efa verið búin að því líka, þ.e. að tryggja sér þjónustu færra lögmanna. Þau eru öll vel í stakk búin að takast á við Landsdóminn og þau njóta líka til þess stuðnings baklands síns, geri ég ráð fyrir. Svo er nú sá möguleiki fyrir hendi að ákærur verði dregnar til baka, eða að Landsdómur kveði upp sýknudóm og þá standa viðkomandi eftir sterkari en áður. Eigum við að bera aðstæður þeirra saman við hinn hópinn sem ég vísaði til, sem örugglega hefur ekki aðstæður til þess að ráða sér lögmann til þess að gæta sinna hagsmuna? 

"Ingibjörg Sólrún hefði mátt vera vandari að vinum, eins og sum okkar hinna voru, sem betur fer."

Þessi setning er bara óborganleg og ég get eiginlega ekki sagt mikið efnislega um hana en ég get ekki stillt mig um að giska á að hér sé HHG að vísa til þess að DO sé besti vinur hans. Eða haldið þið að ég sé að misskilja þessa sneið hans eitthvað?

Sorrí Gunnar, mér er sennilega að mistakast hrapalega að fjalla um þetta nógu efnislega. Ég verð bara að segja það að texti HHG býður eiginlega ekki upp á önnur viðbrögð frá mér.

Karl Ólafsson, 30.9.2010 kl. 13:20

38 identicon

OK, segðu mér þá Axel, fyrst ég er að gera þér upp hugsanir (að því þú telur), hvað nákvæmlega áttu við?  Á hverju er "Hannes að hoppa í Thailandi"?  Þú virðist vita það!  Komdu með það!

Gísli (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 13:54

39 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta stórgóða og málefnalega innlegg Karl, við það er engu að bæta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.9.2010 kl. 14:01

40 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það var Gísli, verið að ræða um hopp drensins, sem bloggið er um, á bílum í Hollandi.

Ég held að þeir velkist ekki í vafa um það í Thailandi, í tíðum heimsóknum Hannesar þangað, á hverju hann hoppar

Þarna er sagt að þeir viti vafalaust í Thailandi, sökum tíðra heimsókna hans þangað, á hverju Hannes hoppar, stundi hann hopp á annað borð. Hvort hann hafa hoppað af gleði, á trampólíni, á ströndinni, á milli staða, hvað veit ég um það.

Ég hef aldrei hoppað á fólki, hvorki konum né körlum og ég hef enga ástæðu til að ætla Hannesi það heldur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.9.2010 kl. 14:19

41 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hva, ertu hræddur um að Hannes kæri þig, Axel? Þú tiplar í kringum þetta eins og köttur í kringum heitan graut.

Þau skrif sem ég vitna þarna í, er niðurlag greinarinnar og fyrri helmingur hennar er eftirfarandi:

"Rómverska skáldið Júvenalis kvað fólkið vilja brauð og leiki. Að vísu stendur eitthvað á brauðinu hjá núverandi ríkisstjórn: Skjaldborgin um heimilin reyndist aðeins vera um tvö heimili, þeirra Más Guðmundssonar og Einars Karls Haraldssonar. En þeim mun fjörugri eru leikirnir.

Nú berast fréttir af einum leik, sem bráðlega á að fara fram, og Rómverjar stunduðu forðum af kappi. Hann er að kasta fólki fyrir ljónin. Það á að vísu ekki að gera í því skyni að skemmta almenningi eins og að fornu, heldur til að róa hann, eins og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir blygðunarlaust í viðtölum.

Sjálf er Jóhanna eins og rómverskur hermannakeisari. Hún komst ekki af eigin rammleik í hið háa embætti sitt og hefur auðvitað enga verðleika til þess, heldur var hún sótt af hermönnum, sem vantaði keisara, horfðu í kringum sig og komu ekki auga á neinn annan, svo að þeir hrifsuðu hana með sér, tylltu henni í stólinn og hvísla síðan öllu í eyru henni, sem þeir vilja, að hún segi.

Mitterand Frakklandsforseti sagði um Margréti Thatcher, að hún hefði augun úr Caligúlu og varirnar frá Marilyn Monroe. Jóhanna Sigurðardóttir hefur augun úr Caligúlu, en því miður ekkert frá Marilyn Monroe. Varir hennar eru frá Neró, sem fórnaði góðum kennara sínum, Senecu, þegar hann hentaði honum ekki lengur (svo að ekki sé minnst á það, sem Neró gerði fjölskyldu sinni). Jóhanna hyggst fórna gamalli samstarfskonu, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Hún ætlar að kasta henni fyrir ljónin í því skyni að róa almenning, eins og hún segir sjálf berum orðum."

.... og svo kemur niðurlagið sem fyrr er vitnað í.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 14:43

42 identicon

Hvað er hægt að berja höfðinu lengi í steininn án þess að verða mikið tómari?  Aftur, mér finnst þú aumkunarverður.  Vertu sæll.

Gísli (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 14:45

43 identicon

Mér finnst það nú miklu betra, siðlegra og viturlegra að hafa Hannes hoppandi í Tælandi en hafa hann á Íslandi, hoppandi eða óhoppandi.

Bjöggi (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 15:18

44 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fyrir hvað ætti Hannes að kæra mig Gunnar, ritstuld kannski?

Ekki var fyrri parturinn Hannesar efnismeiri en niðurlagið. Skrifaður texti verður ekki sannur og réttur þótt hann kunni að vera hagalega samsettur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.9.2010 kl. 15:39

45 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já blessaður og sæll ævillega Gísli og góða ferð! Vonandi áttu góðan dag.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.9.2010 kl. 15:41

46 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

....ævinlega... átti þetta að vera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.9.2010 kl. 15:42

47 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég trúi að við séum sammála um það Bjöggi, en sögnin  "að hoppa" virðist fara eitthvað illa í suma, sem eru alveg hoppandi. Vonandi var ég ekki að bera upp á þá núna að þeir væru að gera eitthvað dónalegt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.9.2010 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband