Línan lögð

Fréttir af þessum toga verða líklega rauði þráðurinn í fréttaflutningi Morgunblaðsins næstu vikurnar. Hætt er við að Morgunblaðið  verði undirlagt af frásögnum og fréttum af hinni miklu og meintu „vandlætingu og reiði“ sem ríkir í þjóðfélaginu vegna þeirrar ósvinnu að stefna Geir H. Haarde fyrir Landsdóm, til að sæta ábyrgð fyrir að hafa sturtað landinu á efnahagslegan ruslahaug.  

 


mbl.is „Gátum ekki setið undir þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var nú öllu merkilega að sjá þarna „línuna lagða“ af Ögmundi, þ.e. nú er ljóst hvernig á að spinna Landsdóminn ofan í kokið á landsmönnum, eftir að þessi skrípaleikur keyrði um þverbak: Landsómur kallaður saman, Alþingi, Hæstaréttur og hálft stjórnkerfið undirlagt undir þessa þvælu á meðan heimilin í landinu brenna til grunna.

Fyrst reyndi Atli yfirböðull að spinna þetta með því að tala um eitthvað „samsæri hrunráðherrana“ í atkvæðagreiðslunni um þessar geðsjúku ákærur, en enginn nennti að hlusta á þá samsæriskenningu.

Núna reynir Ömmi að halda því fram að þetta sé nú bara stöðumælasekt! Greinilegt að þessi spuni rennur heldur ekki ljúflega niður.

Það held ég að þessi andskotans ríkisstjórn ætti að fara að drullast til að gera eitthvað af því sem hún var kosin til að gera, í stað þess að opinbera getuleysi sitt með þessum pólitísku sýndarréttarhöldum.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 16:25

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kolbeinn,  Ætla má af túlkun og uppsetningu Morgunblaðsins að Ögmundur hafi farið gróflega yfir strikið og ég var tilbúinn að kaupa það í sjálfu sér þangað til ég las ræðu Ögmundar.

Þetta nær því ekki einu sinni að vera stormur í tebolla og segir meira um Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkinn sjálfhverfu hans en Ögmund.

Ert þú búinn að lesa ræðu Ögmundar Kolbeinn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.9.2010 kl. 16:42

3 identicon

Ekki fannst mér Þórðargleði Ögmundar betri eftir lestur á ræðu hans hálfgerð hótun um að menn skyldu athuga að það sé hægt að draga menn til saka fyrir verk þeirra og hver og einn ætti að skoða eigin rann - hvaða fortíðarvandi er hér á ferð kannski efni í rannsókn.

Held að Ögmundur ætti frekar að skoða sín skítugu skot í eigin ranni maður sem sest hefur tvívegis í stjórn sem sækir um aðild að ESB og vinnu í öllum ráðuneytum alla daga að því að innlima okkur í þann klubb. Ögmundur situr í stjórn sem í dag kyssti á skó AGS og með þakklætistárin í augum tók við ölmusinni af því þeir hafa verið svo góð stjórn að herða sultaról almennings í landinu. Með aðra höndina undir borðinu kreppta um peningana segir Ögmundur AGS ekkert erindi eiga í íslenskum  efnahagsmálum.

Kannski landsdómur framtíðinnar eigi eftir að líta alvarlegum augum á slík ja sumir segja landráðsbrot.

Sveinn (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 17:19

4 identicon

Rétt hjá þér drengur frá Höfðakauptað, Fréttablaðið er blað Ríkistjórnarinnar og flytur lesendum sínum því ekki alltaf allan sannleikann.  Þjóðin þarf að vera betur upplýst,  lesa horfa og hlusta m.a. á fjölmiðla  með gagnrýnni hugsun. Morgunblaðið er blað allra landsmanna, sem fletir lesa nema kanski Jón Baldvin. 

Guðrún Norberg (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 17:22

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki er ég hrifinn af ASG Sveinn og þó Ögmundur tali eins og hann gerir gagnvart sjóðnum, því hann er í eðli sínu tækisfærisinni, þá veit hann eins og flestir Íslendingar að við þurftum á ASG að halda, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.

Það er það góða við ákæruna á Geir er að Landsdómur hefur verið virkjaður og ráðherrar vita það núna að þeir eiga dóminn yfir höfði sér, fari þeir illa af sporinu. En forminu á dómnum, og aðkomu Alþingis að honum því þarf að breyta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.9.2010 kl. 17:29

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það lagar ekki lélega blaðamennsku og pólitíska ritstjórn Moggans Guðrún, þó skítur finnist víðar. Það eru fleiri en Jón Baldvin sem ekki lesa Moggann því kannanir og sölutölur sýna glögglega að sú fullyrðing Moggans að hann sé blað allra landsmanna er þvættingur einn, eins og margt annað sem þar er haldið fram.

Morgunblaðið var undir ritstjórn Styrmis og Matthíasar orðið mjög gott blað, sem naut víðtæks trausts og var þá, gott ef ekki, blað allra landsmanna. Það orðspor er farið veg allrar veraldar undir núverandi ritstjórn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.9.2010 kl. 17:43

7 Smámynd: Hamarinn

Morgunblaðið hefur nú aldrei verið blað allra landsmanna, enda kostar sá skeinipappír mikið fé.

Hamarinn, 30.9.2010 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband