Eru menn tapsárir, getur það verið?

Þjóðin kaus, niðurstaðan er ljós og framhaldið getur ekki orðið annað en að vinna úr niðurstöðunni og standa að baki Stjórnlagaþinginu til að það skili sem bestu hugmyndum til Alþingis að nýrri stjórnarskrá.

Vonandi mun þetta þing skila það góðri vinnu að Alþingi hafi ekki ástæðu eða þor til að hræra í niðurstöðu þingsins.

En greinilegt er að ekki eru allir sáttir og þegar byrjaðir að argast út í niðurstöðuna, tapsárir og fúlir eins og fram kemur í skrifum fallframbjóðandans Jóns Vals Jenssonar, sem þreytist ekki að boða öðrum fagnaðarerindið og að menn eigi að bjóða hinn vangann, en á í einhverjum vandræðum með það sjálfur.

Svo sprettur fram, í kjölfar skrifa Jóns, samkór Íhaldsins og tekur undir í viðlaginu og kyrjar gamla þreytta ESB andstöðu sönginn, rétt eins og þetta hafi verið einhver ESB kosning.

Jón Valur Jensson, sættu þig við að þjóðin var ekki nálægt því að telja þig eiga nokkurt erindi á stjórnlagaþingið,  taktu þér tak maður, sýndu manndóm og réttu fram hinn vangann, svona einu sinni.

  


mbl.is Íris Lind var næst inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kaus þjóðin? ...virkilega? Ég get ekki séð annað en að þessi kosning hafi algjörlega verið hunsuð, enda kusu bara stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar. Þess vegna eru nánast bara kommar þarna.

Joseph (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 20:55

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er það ekki val að sitja heima, er það ekki val að skila auðu? Það hefur aldrei skort neitt á kenningasmíðar í kringum kosningaþátttöku. Hvernig veist þú hvar þeir skipast í flokka sem kusu Joseph? Enn ein kenningin?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.11.2010 kl. 21:02

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ljóst að fulltrúar stjórnlagaþins hafa einungis 38% þeirra sem kusu að baki sér. Varla telst það vilji ÞJÓÐARINNAR!

Gunnar Heiðarsson, 30.11.2010 kl. 21:23

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

38% fóru á kjörstaði og kusu, Gunnar. 

Þau 62% sem sátu hjá, treystu þessum 38% nógu vel, til að geta setið heima. Svo jú, þetta getur vel talist sem vilji þjóðarinnar.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 30.11.2010 kl. 21:30

5 identicon

Meginþorri fólks sem komst inn er slétt sama um framtíð lands.  Sækjast eftir auðfengnum aur enda þessar kosningar skammarlegar í öllu falli.  Viðbjóðslegt að fylgjast með þeim öflum sem vilja gefa þjóðina til ESB.  Þessar kosningar eru ómarktækar, það stóð flestum þenkjandi mönnum á sama um þennan skrípaleik.  Þökkum almættinu fyrir að allar vinstri stjórnir springa á endanum enda fólk sem er jafn brenglað hefur aldrei geta unnið að heillindum.

Freyr (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 21:32

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Niðurstaða kosninga hafa aldrei verið talið annað en vilji þjóðarinnar, nema þá af einhverjum útnárahópum sem hafa einhver annarleg sjónarmið í það og það skiptið.

Hefur þú einhver haldbær rök fyrir því Gunnar að sá hluti þjóðarinnar, sem KAUS að taka ekki þátt í kosningunum og láta aðra um að velja fyrir sig, sé ósáttur við niðurstöðuna og hefðu kosið eitthvað annað?

Vilji þeirra, sem ekki taka þátt í kosningum verður aldrei annað en getgátur og spekúlerasjónir. En vilji þeirra sem kusu er ljós, um það verður ekki deilt og hann ræður og þannig er það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.11.2010 kl. 21:36

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú ert með þetta á hreinu Freyr, það er ljóst. Af hverju bauðst þú þig ekki fram til stjórnlagaþingsins, slíkur maður sátta og samhugs sem þú ert greinilega? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.11.2010 kl. 21:39

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Gríðarlega tapsárir. það er nokkuð ljóst.

hilmar jónsson, 30.11.2010 kl. 21:47

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hélt Hilmar að markmið kosninganna væri að þjóðin yrði sigurvegari, hvernig sem þingið mannaðist, en það er greinilega ekki álit "sumra".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.11.2010 kl. 21:50

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Nei þetta eru tóm svik og samssæri...

hilmar jónsson, 30.11.2010 kl. 23:08

11 Smámynd: hilmar  jónsson

Samsæri..meina ég

hilmar jónsson, 30.11.2010 kl. 23:08

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það mætti ætla það

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.11.2010 kl. 23:10

13 identicon

Sem einn af þeim sem ekki mættu á kjörstað til að kjósa til þessarar skrípasamkomu get ég alveg fullyrt að þetta eru ekki mínir menn sem þarna sitja.

Skrípasamkomu kalla ég þetta og skrípasamkoma er þetta.  Ég meina þetta er valdalaust apparat og bara komið á í lýðsskrums-óðagoti. Valdið til að breyta stjórnarskránni er hjá Alþingi og verður ekki af því tekið nema með breytingu á stjórnarskránni. Þar af leiðandi er þessi samkoma algerlega óþörf. Það hefði nægt til að friðþægja almenning að koma á þessum þjóðfundi sem haldinn var og hefur skilað ágætis áherslupunktum til að vinna eftir. Þeir punktar hefðu síðan átt að fara til stjórnarskrárnefndar Alþingis og þar hefði átt að vinna úr því. Niðurstaða þessa stjórnarskrárþings fer hvort eð er til stjórnarskrárnefndar Alþingis til meðferðar. Þar getur Alþingi gert allar þær breytingar sem þeir vilja gera á frumvarpinu.

Og allt kostar þetta sitt og maður hefur verið að heyra tölur frá 600 milljónum til 2ja milljarða og á sama tíma er verið að loka heilsugæslustöðvum og við erum með biðraðir til að fá gefins mat. Þessum peningum hefði verið miklu betur varið í annað en þessa skrípasamkomu á þessum tíma.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 23:26

14 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

þetta var ágæt kosning 25 aðilar komnir til verka við endurskoðun  stjórnarskrár okkar og óska ég þeim alls góðs við þá vinnu - þar sem lítið bar á landsbyggðafólki í úrslitum, finnst mér að nota mætti þessi sæti sem ætluð voru til kynjajöfnunar til að fá inn fleira fólk utan Reykjavíkursvæðisins.........

Eyþór Örn Óskarsson, 30.11.2010 kl. 23:42

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Af hverju mættir þú þá ekki á kjörstað til að kjósa þína menn Sigurður? Kostnaðurinn minnkaði ekkert við það að þú sætir heima, því miður!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.11.2010 kl. 23:43

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég get tekið undir orð þín Eyþór, það skiptir engu hvort við séum hvert eitt sátt eða ósátt við niðurstöðu kosninganna, við verðum að vænta hins besta af þeirri vinnu sem þingið skilar af sér. Það er mikilvægt að almenningur styðji við bakið á störfum þingsins með jákvæðum málflutningi og tillögum á meðan það starfar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.11.2010 kl. 23:58

17 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

fínt eins og þetta er - við höfðum öll sama valið í þessum kosningum - ekkert fíflalegt við það

Jón Snæbjörnsson, 1.12.2010 kl. 09:27

18 identicon

Axel það er einfalt mál af hverju ég mætti ekki til að kjósa.

Ég er þeirrar skoðunar að það sé borgaraleg skylda að mæta til að kjósa þegar kosningar eru. En þegar kosningarnar eru þannig upp settar að borgaraleg réttindi mín og réttur minn til að velja frambjóðanda er ekki virtur þá mæti ég ekki.

Reglurnar voru nefnilega þannig að það er kynjakvóti á fulltrúunum þannig að annaðhvort kynið mátti ekki fara niður fyrir 40% af heildarfjöldanum. Þetta þýðir ef til þess hefði þurft að koma (og það var mjótt á mununum) þá hefði atkvæðaminna fólk af öðru kyninu farið inn á stjórnlagaþingið, en atkvæðameira fólk af hinu kyninu verið úti. Það þýðir að frambjóðandi sem ekki höfðar til nægjanlega margra kemst inn en atkvæði þeirra sem kusu þann sem dettur út verða látin detta niður dauð. Þetta er náttútulega ekkert annað en einræðistilburðir og brot á borgaralegum réttindum þegnanna og ég tek ekki þátt í slíkum skípaleik og berst gegn því með kjafti og klóm.

Svo til að kóróna vitleysuna þá eru bara næjanlega mörg atkvæði talin hjá hverjum og einum til að komast inn og ef hann fær meira þá færast atkvæðin yfir á einhverja aðra frambjóðendur.

Ég meina hversu mikil þarf vitleysan að vera til þess að menn hugsi af skynsemi og standi vörð um borgaraleg réttindi sín.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband