Eru menn viltir í listinni?

Allur fjárinn er sagður list nú til dags,  hverstagslegir hlutir og fyrirbrigði verða að svo stórfenglegum listaverkum að listfræðingar mega vart vatni halda yfir mikilfenglegum „sköpunarverkunum.“ Almenningur grípur svo andann á lofti, rétt eins og yfir nýju fötum keisarans í ævintýrinu.

Nýjasta listabullið er hið „stórfenglega listaverk“ Ólafs Elíassonar þar sem hann fyllir langan kassa af gufu, þar sem listunnendurnir fara inn um annan endann fullir eftirvæntingar og þreifa sig áfram gegnum rýmið eins og blindir kettlingar og koma síðan út um hinn endann fullir af andakt yfir allri listinni sem fyrir augu bar.

En svona getur maður verið tregur, að sjá ekki alla listina allt í kringum mann.  Undarlegt var því að maður skyldi ekki hafa hugmynd um eða átta sig á að maður væri staddur í miðju listaverki, þegar maður var að þvælast í Skagaheiðinni forðum og lenti oft í svo bika svartri þoku að maður vissi ekki hvort að maður væri að koma eða fara, eða hvort árnar rynnu til hafs eða fjalla.

Næst þegar einhver „týnist“ í þoku geta menn andað rólega, vitandi að viðkomandi hefur sennilega bara gleymt sér í aðdáun á allri listinni allt um kring.


mbl.is Regnbogi Ólafs kemur í ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allur andskotinn er nú kallaður list í dag aðallega af atvinnu yðjuleisingjum og afætum á þjóðfélaginu,,,,fólk er fífl

Casado (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 23:14

2 Smámynd: Árni Karl Ellertsson

Þessir svokölluðu "listamenn" eru upp til hópa aumingjar sem nenna ekki að vinna ærlega vinnu og eru afætur á þjóðfélaginu. Í einu orði sagt  drullusokkar.

Árni Karl Ellertsson, 27.1.2011 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband