Eru hægt að lifa á því að eignast börn?

Útvarp Saga birtir daglega spurningu dagsins, oftast eru þær tengdar fjandskap útvarpsstöðvarinnar í garð ríkisstjórnarinnar og þannig orðaðar að niðurstaðan er giska fyrirsjáanleg. En í dag er aðeins sveigt af þeirri stefnu þótt illgirnin haldi sér.

Spurning dagsins á Útvarpi Sögu er: Telur þú að íslenskar konur séu að eignast börn til þess að gerast bótaþegar?

Undarlega er spurt, ætla mætti að sá eða sú sem spyr svona eigi engin börn og haldi að barneignir skapi foreldrum tekjur umfram gjöld.


mbl.is 4907 börn fæddust árið 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Þetta er nú undarlegasta spurning sem ég hef heyrt!

Björn Birgisson, 29.3.2011 kl. 12:39

2 identicon

Þeir varpa upp spurningunni vegna ummæla sem Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, lét út úr sér um að sér virtiust einstæðar mæður eignast börn til að fá bætur. Við skulum því ekki klína uppruna þessara pælinga á Útvarp Sögu.

Sigurrós (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 12:46

3 identicon

  heil og sæl

  Af hverju fara sumar mæður í fóstureyðingu? Yfirleitt út af peningaleysi. Af  hverju er meðaltal 2 börn á konu sem fæðast hér á landi ? Út af peningaleysi. Ef nóg væri af peningum, þá væru fleiri mæður heimavinnandi, og gætu veitt sér að eignast fleiri börn. Þetta er móðgun, við mæður sem hafa neyðst til að fara í fóstureyðingu út af peningaleysi. Allir vilja geta alið börn sín upp í öryggi og fætt þau og klætt sómasamlega. þessi kona ætti að skammast sínl, og er ekki starfi sínu vaxin..

           Páley Geirdal

páley Geirdal (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 13:04

4 identicon

Ég er algjörlega sammála því, Páley, að þessi kona á að víkja úr starfi sínu undir eins. Ég get a.m.k. ekki ímyndað mér að neinum detti í hug að unga út börnum til að hafa sem auka tekjulind!

Sigurrós (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 14:58

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er engin afsökun fyrir heimsku Sigurrós, að hún sé öpuð upp eftir öðrum. Hvað Jafnréttisstofu varðar þá er sú stofnun komin örlítið fram úr sjálfri sér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.3.2011 kl. 17:57

6 identicon

Heill og sæll Axel Jóhann; sem og, aðrir gestir, þínir !

Útvarp Saga; er okkur hin mesta þjóðþrifa stöð, fornvinur góður - og minnir okkur sumpart, á Ríkisútvarpið, á stjórnarárum Andrésar heitins Björnssonar (yngra), og fyrirennara hans, á síðustu öld.

Í dag; er Ríkisútvarpið, óþurftar stofnun sjálftöku - græðgi og purrkunar lausrar fylgisspektar, við stjórnvöld, hvers tíma, ágæti drengur.

Útvarp Saga; gefur þó fólki kost á, að koma sjónarmiði sínu á framfæri, milliliðalaust, og án einhvers spéfugla háttar.

Hvað; sem Eiður Svanberg Guðnason; fyrrv. frétta- og þingm. og ráð- og Sendiherra reynir að tala hana niður, í illsku sinni - auk nokkurra örfárra annarra, sem einoka vilja skoðanamyndunina, á landi hér, Skagstrendingur vísi.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 21:55

7 identicon

Ég hélt einfaldlega að Útvarp Saga hefði verið starta umræðu með því að varpa fram þessari spurningu, byggðri á ummælum Kristínar Ástgeirsdóttur. Hef sjálf ekki hlustað það mikið á Útvarp Sögu að ég gæti sagt til um hvort þeir voru sammála þessari dellu eða ekki. Ef sú var raunin, þá ætla ég svo sannarlega ekki að fara að afsaka þá :) enda finnst mér þessi staðhæfing með því allra vitlausasta sem hefur heyrst lengi!

Sigurrós (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 22:55

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óskar, ef rekin væri heilbrigð stjórnarandstöðu ádeila á Útvarpi Sögu væri ekkert við það að athuga. En því er hreint ekki að heilsa, Hatur og Heift stjórna dagskránni á þessari stöð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.3.2011 kl. 23:26

9 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Axel Jóhann !

O; jæja. Skyldum við ekki; reikna með, að stöðin hresstist, til þeirra eigin leika, með hækkandi Sólu, Axel minn ?

Svo; er nú Útvarp Saga; enn á ungæðis skeiði - innan við 10 ára aldurinn, misminni mig ekki, og á eflaust eftir, að hlaupa af sér, ýmis horn, ágæti drengur.

Með; sízt lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.