Fáum við Særýmisgæslu við Ísland?

Ég þykist skilja hvað þetta  stofnanaorðskrípi „loftrýmisgæsla“ eigi að merkja en ég skil ekki tilgang ráðuneytisins og fréttamanna að troða því stöðugt fram í stað þess ágæta  orðs lofthelgisgæsla, myndað af orðinu lofthelgi, sem segir og skýrir mun betur en loftrými, hvað um ræðir, samanber orðin landhelgi  og landhelgisgæsla.

Má kannski eiga von á því að stofnanamálsunnendur muni reyna að  útrýma orðinu landhelgi og innleiða í staðin orðið særými? Landhelgisgæslan verður þá væntanlega í framhaldinu Særýmisgæslan!

Svo má spyrja af hverju í ósköpunum er verið að eyða peningum í svona bull í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu,  nema auðvitað að þetta sé hluti af norrænu velferðarstefnunni til lausnar á vanda heimilana.


mbl.is Kanada sér um lofrýmisgæslu við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Eyðsla, stríðsleikur, vitleysa. Annað var það ekki að sinni!

Björn Birgisson, 30.3.2011 kl. 18:12

2 identicon

Sæll,

Það er munur á loftrými og lofthelgi. Lofthelgi íslands nær 12 mílur út fyrir landið, ef ég man rétt. Hins vegar er loftrými sem er undir íslenskri stjórn mun stærra og nær t.d. alla leið upp á Norðurpól, vestur yfir Grænland o.s.frv. Ætli það sé ekki skýringin á notkun þessa orðs.

Svo er annað mál hvort einhver þörf sé fyrir þessa s.k. gæslu.

Jón Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband