Náttúrulögmál SA

Samtök atvinnulífsins hafa kjörstöðu í þessum samningum, efnahagskreppan  gefur lítið svigrúm til launahækkana og þá fyrst og fremst vegna erfiðrar stöðu ríkissjóðs. SA virðast ekki hafa getað gert kjarasamninga í seinni tíð nema ríkið gerðist aðili að samningunum og borgaði meira og minna fyrir þá brúsann.

Hvergi á byggðu bóli hefur slík svívirða verið sett fram af samtökum vinnuveitenda eins og hótun SA að ekki verði gerðir kjarasamningar nema sjáfarauðlindin verði afhent fáum útvöldum aðilum til eignar.

Þessu til viðbótar búa SA svo vel að viðsemjendur þeirra, forystusamtök verkalýðsins, ASÍ er magnlaus og ónýt og hefa verið lengi, alveg síðan hagfræðin var leidd þar til hásætis. Allur kraftur ASÍ fer í að halda aftur af þeim tveimur verkalýðsforingjum á landsbyggðinni sem sýnt hafa þann dug að standa í lappirnar, og vinna fyrir sína umbjóðendur.

villi vitlausiÞað er alltaf sami sorgarsöngurinn hjá SA, allt fer á hliðina sé krafan að lægstu laun verði hækkuð. Hvað sagði kjáninn hann Vilhjálmur Egilsson ekki í fréttum í gær:

„Krafa ASÍ er aðallega á hækkun lægstu launa á meðan við höfum viljað flatar hækkanir þar sem allir fá sömu prósentuhækkun.“ Og áður sagði hann; „Lægstu launin verða alltaf alltof lág..“  rétt eins og það sé órjúfanlegt náttúrulögmál.

Aldrei virðist til aur til að hækka lægstu laun nema allt fari á hliðina, en viljugt er fjármagnið til hækkunar á milljónalaununum. Aldrei virðist það rugga bátnum að hækka toppana sem nemur heilum mánaðarlaunum þeirra lægst launuðustu, meðan táraflóð fylgir þeim tveimur, þremur þúsundum sem að smælingjunum er rétt. 


mbl.is Boltinn hjá ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Forusta ASÍ er handónýt, þess vegna náði SA yfirhöndinni og stjórnar nú forustu ASÍ eins og strengjabrúðum!

Sá skaði sem núverandi forusta ASÍ hefur valdið launafólki í landinu mun seint verða bættur!!

Gunnar Heiðarsson, 5.4.2011 kl. 11:34

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held Gunnar, að það sé leitun að öðrum eins aumingjum og safnast hafa í ASÍ, þeir lafa þarna af þeirri ástæðu einni að félagsmenn verkalýðsfélagana eru þeir vesalingar að mæta ekki á fundi til að gera breytingar, en tuða á vinnustöðum og einir úti í horni.

17% þátttaka í formanns og stjórnarkosningum í VR, eftir einhverja mestu umræðu og deilur um félagið í áraraðir, er örugglega heimsmet á Íslandi ef ekki víðar.

Það eru tvö verkalýðsfélög á landinu sem standa uppúr, á Húsavík og Akranesi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.4.2011 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband