Eru Samtök ferðaþjónustunnar ekki ein um að auglýsa veginn lokaðan?

Þó Vegagerðin sé ekki yfir gagnrýni hafin þá efast ég ekki um að hún mun leggja allt sitt í það verkefni að koma á vegasambandi aftur og á sem stystum tíma. Þeir munu örugglega ekki ganga í verkið með hangandi hendi.

Samtök ferðaþjónustunnar hafa þegar ræst bölsýnisvælurnar og vilja brú yfir fljótið ekki seinna en í fyrradag. Samtökin segja hrun blasa við í greininni fréttist það út fyrir landsteinanna að það geti tekið 14 daga að koma vegasambandinu upp aftur.

Væri þá ekki ráð fyrir þessi sömu samtök að lækka þá aðeins í sjálfum sér, því samtökin eru þau einu sem hrópa og ólmast.

Nær væri fyrir Samtök ferðaþjóustunnar, búi þau yfir þekkingu til að framkvæma verkið á styttri tíma en Vegagerðin, að beina orkunni í það verkefni.

Það gæti verið að verkið tæki þá aðeins 2 vikur í stað 14 daga.


mbl.is Neyðarástand í ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

SAF er farið að nota svipaðan vælutón og LÍÚ, það væri nær fyrir þá að standa við bakið á Vegagerðinni. 

Steinmar Gunnarsson, 10.7.2011 kl. 13:09

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitði Steinmar og innleggið. 

Það má enginn orðið hósta á landinu eða sinna sínum réttindamálum nuddist það við hagsmuni SAF.

Svo eru samtökin þau einu sem auglýsa veginn lokaðan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2011 kl. 13:17

3 identicon

Tjónið er gríðarlegt við að loka hringveginum í svona langann tíma. Milljónatugir tapast á hverjum degi í afpantanir og svo ekki sé talað um að flæði peningana stoppast.

Það er alger skandall að ekki sé til viðbraðgsáætlun á Íslandi til að bregðast við svona hlutum.

Það er algerlega hárrétt að gagnrýna að þetta muni taka margar vikur. Íslendingar fyrir 30 árum hefðu rumpað þessu af miklu fyrr þrátt fyrir minni tækni.

Þarna á að vinna myrknanna á milli af öllum sem hendi geta veifað.

Már (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 13:20

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Már, það var hvorki Vegagerðin eða illviljuð ríkisstjórn sem lokaði veginum, það gerði Katla.

Ekki til viðbragðsáætlun? Hófst ekki Vegagerðin þegar handa, þegar fréttir af örlögum brúarinnar bárust? Er ekki allt komið á fullt á helginni? Er viðbragðsáætlun að þínu mati fólgin í því að bregðast við áður en atburðirnir gerast. Á efni í nýja brú að vera tiltækt við allar brýr, ef ske kynni....?

Hvað varð um þessa Íslendinga (og þekkingu þeirra) sem hefðu rumpað þessu af, fyrir morgunmat, fyrir 30 árum, ert þú einn af þeim?

Af hverju röltir þú þér ekki niður í Vegagerðina og býður fram þjónustu þína ásamt SAF og málið dautt?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2011 kl. 13:39

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég myndi segja hendi gætu lyft, það byggir enginn brú með veifandi hendi.

Bergljót Gunnarsdóttir, 10.7.2011 kl. 13:55

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef oft gagnrýnt Vegagerðina, en ég efast ekki um að í þessu verki sýni hún sína bestu hlið. En á hliðarlínunni standa og hafa hátt, þeir sem segjast eiga mest undir, en gera lítið annað en hrópa sjálfa sig niður.

Ég spái því að umferð verði komin aftur á veginn um eða fyrir næstu helgi. Ég er líka jafn viss um að næsta lítið verði um þakkir frá SAF. Í þeirra orðabók er ekki til annað en nöldur á nöldur ofan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2011 kl. 14:18

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

..og tilætlunarsemi.

Bergljót Gunnarsdóttir, 10.7.2011 kl. 14:47

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Allir virðast eiga að sjá til þess að allt gangi sem smurðast fyrir sig hjá SAF og leggja sína eigin hagsmuni til hliðar í þjónustu við ferðaiðnaðinn. Samanber yfirlýsingar SAF í yfirvinnubanni flugmanna og sambærilegum málum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2011 kl. 14:55

9 identicon

Heill og sæll Axel Jóhann - sem og, aðrir gestir, þínir !

Skeifan; á Ernu Hauksdóttur, væri jafnvel kátbrosleg- lýsti augnaráð hennar ekki því betur, óheftri græðginni, sem rekið hefir þessa frú áfram, um all nokkurt skeið - sem og aðra félaga hennar, innan Samtaka ferðaþjónustunnar.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 14:58

10 identicon

Staðreynd:

Þetta þýðir afbókanir, rekstrarhalla, og mikinn missir gjaldeyris. Það kemur VERST við ferðaþjónustuna, sem vel að merkja veitir meira fé inn í íslenska hagkerfið en stóriðjan.

Þetta er því ekkert einkamál ferðaþjónustunnar, heldur stórmál fyrir alla þjóðina. Ekki frekar heldur en 50% kvótaskerðing í nokkurn tíma, eða enn stærra hlutfall í álinu. Ferðaþjónustan er nefnilega stærsta útflutningsgrein Íslendinga frá Júní til Ágúst.

Og allt slór við að kítta í hringveginn mun koma niður á þessari útflutningsgrein, á meðan skjót viðbrögð geta komið sér vel fyrir þjóðina alla.

Er búið að leggja af stað með stórtæk tæki? Held ekki. Sennilega fer blóminn af þessum tíma í fundarhöld á virkum vinnutíma.

Það er því ekki að undra að SAF skuli aðeins láta í sér heyra. Það þarf að hrauna í þetta kvíslarhelvíti sem allra fyrst og standa klár með tæki og tól um leið og hægt er að byrja. Það er verið að tala um rofnun vegtengingar, en minni á að það voru 2 vikur eftir gosið 1996 þangað til að hægt var að fara yfir á brú, og þá lá minna á en núna.

Hringvegurinn nýtist þar að auki mun fleiri en ferðaþjónustunni, datt engum það í hug. Það kæmi kannski vel á vondann að hækka strax mjólkurlítrann sem nú þarf að taka á sig aukakeyrslu austan við upp á allt að 300 km. Sama gildir um alla vöru til og frá ákveðnum svæðum.

Eru bloggarar vaknaðir við þetta? Eða ætla þeir kannski að vísa í strandsiglingaráætlun

Jón Logi (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 19:58

11 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Jón Logi !

Margt; hefir þú til þíns máls, ágæti drengur, svo sannarlega.

En; fremur er málflutningur hjúanna, sem fyrir SAF standa, ógeðfelldur, ekki sízt í ljósi þess okurs, sem iðkað er allvíða hér innanlands, gagn vart erlendu - sem og; innlendu ferðafólki, og mætti alveg bylta núverandi forystu samtaka þessarra, og til kæmi fólk, sem aðeins horfði til pyngju þeirra viðkomandi viðskiptavina SAF; sem gætu alveg hugsað sér, um 20 - 30% lægri álagningar, vissra þjónustu þátta, úti um land - sem og í Reykjavík, sjálfri.

Og; eftir því ykist velta ferðagreinarinnar, að nokkru, vitaskuld. 

Ein systra minna og mágur; voru tekin, að forðast mörg tjaldstæðanna, hvar okur á vatns- og rafmagns þjónustu var í öngvu samræmi, við tilhlýðilegan veruleika, Jón minn.

Loks; ákváðu þau, nú snemmsumars, að selja húsvagn sinn (hvern; þau keyptu sér, árið 2006) - ekki hvað sízt, með tilliti til stighækkandi eldsneytisverðs, sem SAF verður vissulega ekki, um kennt, svo sem.

Með; sízt lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 20:55

12 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Það er eiginlega með ólíkindum að svo margir bloggarar skuli trúa því að hægt sé að galdra fram eina 130 metra langa brú í einu vetfangi. Þeir sem halda að þetta sé framkvæmanlegt í einu vetfangi lifa greinlega í öðrum veruleika en þeir sem koma að framkvæmdum.

Það er vitað mál að ferðaþjónustan tapar miklu á þessu en þetta endalausa væl er ekki til að bæta ástandið. Réttu viðbrögðin eru þau að bíta í skjaldarrendur og taka á ástandinu eins og það er og reyna frekar að reyna að sjá tækifæri í þessum raunum en að úthrópa ríkisstjórnina og aðra ráðamenn fyrir úrræðaleysi.

Steinmar Gunnarsson, 10.7.2011 kl. 20:59

13 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Eigum við ekki áð láta reyna á gjaldeyristap áður en við förum út í að tala um staðreyndir Jón Logi. Finnst þér heldur ekkert að því að hafa ekkert plan B tilbúið, í landi sem býður endalaust upp á mögulegar breytingar á ferðaáætlun vegna nátúruhamfara.

Ég er klár á því að ef Samtök ferðaþjónustunnar settust niður og ynnu vinnuna sína betur með slíku plani, í stað þess að rjúka alltaf upp með ramakvein í hvert skipti sem eitthvað raskast hjá þeim. Það er eins og þeir geri sér enga hugmynd um hvað þeir eru að selja.

Mjólkin hækkar varla þó ekið sé með hana "öfugan" hring í tvær til þrjár vikur.

Auðvitað vonum við öll að brúarframkvæmdin megi ganga sem allrabest, svo og að Katla ákveði ekki að vakna og svipta þí öllu burt. Þá er ég nú hrædd um að ferðaþjónustan yrði skræk. En út í hvern?

Ég efast um að við höfum fengið eins góða landkynningu eins og eldgosin undanfarið, enda sýna allar tölur um túrisma stóraukningu. Ég segi bara eins og þeir enskumælandi, You can´t  win them all.

Bergljót Gunnarsdóttir, 10.7.2011 kl. 21:04

14 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Bergljót ég er sammála þér.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.7.2011 kl. 23:53

15 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það mætti halda að þetta sé eini landshlutinn sem vert er að heimsækja.

Ég kaupi það hreinlega ekki að ferðamenn komi hingað bara til þess að sjá það sem er fyrir austan Múlakvísl, og norðan Egilsstaða. Og því er vel hægt að keyra bara hina leiðina.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 11.7.2011 kl. 00:21

16 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Fyrirgefið, þetta átti að vera "Sunnan Egilsstaða". Fór eitthvað áttavillt þarna. :)

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 11.7.2011 kl. 00:25

17 identicon

Nú er ég aldeilis hlessa.

Er kannski engin þörf á hringveginum yfirleitt? Það væri þá kannski best að reikna bara ekkert með honum!

Þetta var svo....dásamlegt áður en Skeiðarárbrú var opnuð 1974. Þangað til voru meira en 1.100 km úr Öræfasveitinni til Reykjavíkur með vegi. Núna eru ca sú vegalengd frá Kirkjubæarklaustri í bæinn. Flott fyrir túristana að fara 1.100 km vegalengd úr bænum í hið lítt merkilega Jökulsárlón, Skaftafell o.fl. Flott fyrir fiskflutning frá Hornarfirði, og alla þá vöruflutninga sem eiga sér stað til og frá suðausturlandi. Og náttúrulega dásemdin ein að bæta þeirri traffík allri við vestur og norður um. Hugsið aðeins lengra. Þetta er ekkert einkamál ferðaþjónustunnar, þetta er kjaftshögg á allt, og þaðan af meira eftir að strandsiglingar lögðust af (vöruflutningar/þungaflutningar)

Ég er heldur ekki að tala um nýja brú bara sisvona, enda stendur slatti eftir af hinni. Kannski lán að brúargólfið fór, þar sem annars hefðu stöplarnir e.t.v. allir farið með. Nebb, ég er að tala um ræsishólka og uppfyllingu yfir kvísl sem er ekkert heljarfljót, til að koma á tengingunni aftur sem allra fyrst. Og mér sýnist að það sé kannski í farvatninu, og að sumir aðrir en þeir sem hér eru séu búnir að grea sér grein fyrir því.

Og Óskar, láttu systur þína kaupa Útilegukortið, - Ótakmörkuð gisting á ca 35 tjaldstæðum fyrir total 13.000 eða svo, og gildir fyrir 2. Rafmagn 500-600 kr/sólarhring, sem er upphæð sem vel er hægt að brenna upp. En fram og til baka í Skaftafell frá Reykjavík með hóflegan hjólvagn í eftirdragi var þó að enda við að hækka úr ca 15.000 í bensíni í ca 45.000. Velkominn á Hvolsvöll í staðinn. Tökum útilegukortið ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 08:09

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað eru Samtök ferðaþjónustunnar - SAF?

Ég hefði að órannsökuðu máli talið SAF vera heildarsamtök fyrirtækja í ferðaþjónustu á öllu landinu, en eins og Erna Hauksdóttir talar, má skilja að  SAF sé einungis lokaður klúbbur ferðaþjónustuaðila á milli Víkur og Hafnar í Hornafirði.

Í viðtölum hefur hún talað um afbókanir, glataðar tekjur og hrun greinarinnar. Auðvitað eru einhverjar afbókanir á svæðið austan við Vík og eitthvað austur um, það efast enginn um.

En að gefa það sterkt til kynna að ferðamenn hætti almennt við Íslandskomu vegna brúarinnar, er full dramatískt. Þeir sem þegar eru komnir til landsins snúa ekki við og fara heim í fýlu og þeir sem koma á næstu dögum, stökkva ekki til og rífa farmiðann sinn og hætta við. Þetta fólk breytir einfaldlega ferðatilhögun sinni fer í aðra landshluta og aðrar leiðir, eftir því sem kostur er og endar svo ferðina á Suðurlandi, þegar vegtenging verður komin á,  í stað þess að hefja hana þar.

Hvað ætli ferðaþjónustufólki í öðrum landshlutum, sem fá auknar tekjur með meiri traffík, finnist um þau orð Ernu Hauksdóttur að það sé glatað fé og muni líklegast valda hruni ferðaþjónustunnar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2011 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband