Við þessu er aðeins eitt svar

Úrsögn úr NATO samdægurs!

Það er fyndið að Bandaríkjamenn skuli ætla að beita okkur þvingunum vegna þess að við förum ekki að þeirra mati að Bandarískum lögum um veiðar á hval á Íslandsmiðum. 

Á sama tíma hundsa Bandaríkjamenn eigin lög og alþjóðalög varðandi mannréttindi og taka menn af lífi , þó lög og mannréttindi hafa sannarlega verið þverbrotin við meðferð málsins.

Alþjóðadómstóllinn í Haag gerði athugasemd við málsmeðferðina og aftökuna -  en svar Bandaríkjamanna var að dómstóllinn hefði ekki lögsögu í Texas.

En Bandaríkjamenn, þeir hafa lögsögu hvar sem er.

Svo leita þessir hræsnarar eftir okkar stuðningi við þeirra hvalveiðar við Alaska. Er nema von að sumir hér á landi sjá ekki sólina fyrir þessum vitleysingjum, sækjast sér um líkir.


mbl.is Aðgerðir vegna hvalveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svoldið fyndið að Íslendingar láta oft eins og það að Ísland sé í NATO sé í raun greiði til NATO o.s.frv.. Svo er alls ekki.

Egill A. (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 15:45

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég tel að þetta sé rétt hjá Axel, ísland hefur í raun ekkert í NATO að gera, enda herlaust land.

Óskar Þorkelsson, 20.7.2011 kl. 16:09

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Egill, Bandaríkjamenn sönnuðu það sjálfir, með ákafa sínum af fá hér herstöð í upphafi kalda stríðsins og síðar þegar þeir fóru með herinn að kalda stríðinu loknu, þá í óþökk  grátandi félagana Davíðs og Halldórs, að þeir voru ekki hérna okkur til varnar, eins og okkur var alltaf sagt, heldur vegna þeirra eigin hagsmuna, eingöngu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.7.2011 kl. 16:21

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega, Óskar.

Það er stórundarlegt að flokkurinn sem kennir sig við sjálfstæði skuli alla tíð hafa sótt utanríkisstefnu sína ofan í skrifborðsskúffu í Hvíta Húsinu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.7.2011 kl. 16:24

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ísland hefur aldrei haft neina utanríkisstefnu Axel.. við erum tækifærissinnar í líkingu við eyríki karíbahafsins

Óskar Þorkelsson, 20.7.2011 kl. 16:28

6 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hvar er Hiðfíflið Össur??

Vilhjálmur Stefánsson, 20.7.2011 kl. 16:38

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í stjórn hefur sjálfstæð utanríkisstefna aldrei verið valkostur. Steingrímur Hermannsson reyndi, þegar hann var utanríkisráðherra í stjórn D, B og A, að brjóta þetta upp og móta sjálfstæða stefnu.

Hann sætti fyrir vikið linnulausum árásum Sjálfstæðismanna bæði innan stjórnar og utan. Ekki þarf að taka það fram að á Mogganum voru menn froðufellandi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.7.2011 kl. 16:55

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað, er hann ekki í sjónmáli, Vilhjálmur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.7.2011 kl. 16:56

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í huga Bandaríkjamanna, er nauðsynlegra að standa vörð um hvali en mannslíf enda virðist, að þeirra mati, vera of mikið af "sumum"  manntegundum....................

Jóhann Elíasson, 20.7.2011 kl. 17:38

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bandaríkjamenn ættu sjálfir að hætta hvalveiðum áður en þeir þrýsta á aðra.

Þeir sjá ekkert athugavert við dráp á fólki vítt og breitt um heiminn og réttlæta það gjarna með þeim þvælda frasa að með því séu þeir að bjarga lífi Bandaríkjamanna heimafyrir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.7.2011 kl. 18:03

11 identicon

Mér finnst að þið ættu að skammast ykkar og hætta þessari þrjósku.  Við eigum nánast allt Bandaríkjunum að þakka. Hvalveiðar eiga að hætta strax, það er komin tíma til að við hlustum á það sem okkur er sagt og hætta að vera svona neikvæðir. Tökum upp dollara og biðjum um að vera tekin inn í lögsögu Bandaríkjana og búum okkur undir að gerast 51sta fylkið á undan Puerto Rica. Við tölum allir ensku, elskum Ameríska menningu. Iceland the 51st state of USA :) hjómar vel ekki satt ;) Hættum baslinu !

Jón S (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 18:16

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.7.2011 kl. 18:34

13 identicon

Heill og sæll Axel Jóhann; sem og, aðrir gestir, þínir !

Axel Jóhann !

Segðu þetta ekki; NATÓ er jú, uppáhalds hryðjuverka samkunda Össurar og Steingríms (að Ögmundi gufu - og Birni Varbergs Bjarnasyni, meðtöldum), og þeir mættu ekki til þess hugsa, að Ísland segði sig, frá þessum sameiginlegu drápssamtökum Bandaríkjanna og ESB, ágæti drengur.

Eða; býstu við því - að Össur og Steingrímur, taki annan pól, í þá hæð, Axel minn ?

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 18:56

14 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Mikið andskoti er gott Hvalkjöt.

Vilhjálmur Stefánsson, 20.7.2011 kl. 22:29

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég vil úr NATO Óskar, hvað sem líður vilja Össurar & co.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.7.2011 kl. 23:24

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já mikið dj..... er hvalkjöt gott , nálgast vel feitt saltað hrossakjöt og þá er mikið sagt.

Hvalkjöt er besta kjötið til nota í austurlenska rétti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.7.2011 kl. 23:30

17 Smámynd: Jens Guð

  Tvískinnungur hefur aldrei riðið við einteyming í utanríkisstefnu Bannríkja Norður-Ameríku.  Í sunnanverðum flóanum þykir hið mesta sport að slátra í rafmagnsstól eða með dýraeitri vangefnum krökkum.  Svo ekki sé minnst á að skjóta niður brúðkaupsgesti í Afganistan og meinta hryðjuverkamenn í Írak (aðallega börn og gamalmenni),  í bland við að fordæma dráp Íslendinga á hvölum,  sem er þó stórtæk iðja í Bannríkjunum.  Það er alltaf fjör.  Pyntingabúðir í Guantanamó utan lögsögu mannréttindaákvæða og hvað þær heita þessar pyntingabúðir í Írak,  leynifangelsi út um allan heim og það allt.  Alltaf gaman og mikið sport.  En Keikó.  Það er annað og alvarlegra mál.

Jens Guð, 21.7.2011 kl. 01:53

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega, Jens.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.7.2011 kl. 02:17

19 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Líklega er samband milli hótana Bandaríkjamanna og heimsóknar Össurar til Palestínu. Sú heimsókn fór mjög illa í Ísraelsmenn og þeir eru ótrúlega valdamiklir innan Bandaríkjanna.

Sveinn R. Pálsson, 21.7.2011 kl. 06:43

20 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Sannur Íslendingur er kannski með þetta

Óskar Þorkelsson, 21.7.2011 kl. 09:20

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ekki ósennilegt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.7.2011 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband