Þarf bakkelsið í ferminga- og afmælisveislum að koma úr vottuðu eldhúsi?

bakkelsiFátt er betra en heimabakað bakkelsi með kaffitári eða mjólk og enginn hefur fram að þessu leitt hugann að öðru en það væri bæði hollt og gott.

En reglugerðirnar láta ekki að sér hæða. Eins og komið hefur fram í fréttum er það skjalfest orðið að jafnvel besta heimabakaða bakkelsið verður með öllu óhæft til manneldis, sé gjald tekið fyrir. Allur fjáröflunar bakstur skal fara fram í vottuðu eldhúsi, ekkert minna.

bakkelsi2Það er í sjálfu sér ekki nema gott eitt um þannig reglugerð að segja, enda tilgangurinn vafalaust sá að Pétur og Pála væru ekki eftirlitslaust að framleiða brauð og kökur til sölu í verslunum, árið um kring.

bakkelsi3

En skörin er heldur betur farin að færast upp í bekkinn, þegar embættismenn horfa aðeins á kaldan textann í lögum og reglugerðum og útfæra steinrunna viskuna yfir allt  og alla.

Það hefur örugglega ekki verið markmiðið með þessum reglum að drepa niður starfsemi góðgerðafélaga sem afla fjár með smá kökubakstri einu sinni á ári.

bakkelsi4Þá vaknar sú spurning hvort fólk megi eiga von á eftirlitsmönnum heilbrigðiseftirlitsins í afmælis- og fermingarveislur til að kanna hvort brauðið og kökurnar séu vottaðar?

Í slíkum veislum fer fram „sala“ á veitingum, gjafir, hvort heldur eru í lausum aurum eða bundnu fé, eru sannarlega endurgjald fyrir veitingarnar.

En með því að afþakka gjafir, verður óhæfa heimagerða bakkelsið með það sama hin vandaðasta vara og hæf til manneldis.

Þetta rugl þarf heilbrigðisráðherrann að laga, enda ekki heilbrigt.


mbl.is Múffurnar lutu í lægra haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú verður hreinlega að breyta vörn í sókn. Það leiðir stundum til árangurs.

Eitt sinn heyrði ég af veitingamanni, sem ekki fékk vínveitingaleyfi af einhverjum orsokum. Þessi snjalli vert brá á það ráð að gefa vínið en taka gjald fyrir plastglös sem veigarnar voru bornar fram í. Mætti ekki hugsa sér að gefa bakkelsið en rukka fyrir umbúðirnar segjum "sanngjarnt gjald".

Björgvin Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 09:22

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta gæti verið ráð Björgvin.

En það er eðlileg krafa að lög og reglugerðir séu  þannig úr garði gerðar að framkvæmd þeirra fari ekki útfyrir alla skynsemi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2011 kl. 09:34

3 identicon

Hvers vegna ættir þú að geta hent upp borðplötu og djúpsteikingarpotti í bílskúrnum og farið að selja kleinur í samkeppni við bakara sem þarf að koma sér upp hreinlætisaðstöðu, borga skatta, kosta hin ýmsu leyfi og vottun heilbrigðiseftirlits?

"Það hefur örugglega ekki verið markmiðið með þessum reglum að drepa niður starfsemi góðgerðafélaga sem afla fjár með smá kökubakstri einu sinni á ári." En nú er þetta orðinn stór bísness á bæjarhátíðum og víðar og margir sem gera út á þetta. Það var hægt að sjá í gegnum fingur sér þegar þetta var í smáum stíl. En ekki þegar þetta er orðin eftirlits og skattlaus atvinna fjölda manns.

sigkja (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 09:41

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

sigkja,

Fór eftirfarandi texti framhjá þér:

Það er í sjálfu sér ekki nema gott eitt um þannig reglugerð að segja, enda tilgangurinn vafalaust sá að Pétur og Pála væru ekki eftirlitslaust að framleiða brauð og kökur til sölu í verslunum, árið um kring.

Það eru þegar margir með svona heimabakstur í samkeppni við bakaríin og hafa fengið vottun. 

En í flestum minni byggðarlögum er ekkert vottað eldhús og þar með er fólki í þeim settur stóllinn fyrir dyrnar með svona fjáröflunarmöguleika, sem er undantekningarlaust til góðgerðarstarfsemi, fullyrði ég. 

Ég hef keypt kökur á slíkum fjáröflunar sölum, en það hefur ekkert skaðað bakarastéttina því ég kaupi aldrei bakarí bakkelsi (ef frá er talið brauð).

Það væri kannski ráð að banna alfarið heimabakstur, sem er auðvitað í beinni samkeppni við bakarín.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2011 kl. 10:03

5 identicon

Þetta á bara við um það sem á að selja. Ef þú ætlar að selja matvæli þurfa þau að koma úr vottuðu eldhúsi enda aldrei að vita hvar vörurnar eru framleiddar. Og það stendur til að laga þetta:

"Benti Alfreð á að nú sé í gangi vinna hjá Matvælastofnun vegna nýs lagabálks frá Evrópusambandinu sem taka mun gildi hér á landi 1. nóvember næstkomandi. Í þeim bálki séu undanþáguákvæði um matvælaeftirlit þar sem meðal annars er hægt að slaka á ýmiss konar löggjöf ef um tilteknar hefðir sé að ræða í hverju landi fyrir sig. Sagði hann að verið væri að undirbúa landreglur fyrir Ísland vegna þessa lagabálks en undir hann gæti til dæmis fallið taðreykt kjöt, kæsing hákarls og hugsanlega heimabakstur fyrir kökubasar og sveitasölur."

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/heilbrigdiseftirlit-segir-stopp-enga-kokubasara-med-heimagerdum-kokum---ithrottafelog-mega-ekki-selja.

"En skörin er heldur betur farin að færast upp í bekkinn, þegar embættismenn horfa aðeins á kaldan textann í lögum og reglugerðum og útfæra steinrunna viskuna yfir allt og alla" segir þú. - Eiga stofnanir þá ekki að framfylgja lögum? Ég skil hvað þú meinar en ég vil frekar að stofnanir framfylgi lögum og að asnalegar reglulgerðir séu leiðréttar heldur en að stofnanir fylgji lögum ekki. Það getur verið hættulegt. hverju á að framfylgja og hverju ekki? Það getur reynst erfitt að draga línuna

Adam (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 10:51

6 identicon

Axel,

Fór eftirfarandi texti framhjá þér:

En nú er þetta orðinn stór bísness á bæjarhátíðum og víðar og margir sem gera út á þetta. Það var hægt að sjá í gegnum fingur sér þegar þetta var í smáum stíl. En ekki þegar þetta er orðin eftirlits og skattlaus atvinna fjölda manns.

Það er ekki bannað að fara í samkeppni. En það verður að vera á jafnræðisgrundvelli.  Það er ekki sanngjarnt að heimta vottun hjá einum en sleppa öðrum.

Mjög margir hafa allt sitt löglegt, vottað og á hreinu. En þegar hinum hefur fjölgað úr hófi þá er full ástæða til að taka á því. Og þá er eina leiðin að allir séu löglega rétt vottaðir, vsk númeraðir og gefi tekjurnar upp til skatts.

sigkja (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 10:53

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Adam, það er hægt að framfylgja lögum þó ekki sé leitað logandi ljósi að öllu sem gæti, strangt til tekið,  talist brot á lögum ef þau eru túlkuð til hins ítrasta.  

En ég endaði pistilinn raunar á því að kalla eftir lagfæringum frá ráðherra, svo kerfisinskarlar og smásmugulegir embættismenn geti fest svefn á kvöldin án þess að hafa yfir því nagandi samviskibit að hafa yfirsést eitthvert smáatriðið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2011 kl. 11:05

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er alveg sammála þér sigkja ef Pétur og Pála eru óvottuð í svona bissniss til eigin framfæris.

En þegar í hlut eiga Kvenfélög eða annar félagsskapur sem eru að afla fjár til líknarstarfa eða annarra samfélagslegra verkefna, horfir málið alltöðuvísi við.

Ég hef t.d. megnustu skömm á þeim aðilum sem eru í vaxandi mæli að reyna að kroppa í einu fjáröflunarleið björgunarsveitanna, flugeldasöluna um áramótin, þó ekki sé það ólöglegt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2011 kl. 11:16

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

sigkja  ----- ertu bakari?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2011 kl. 11:18

10 Smámynd: Jón Óskarsson

@ Sigkja:   Þá á ekki að setja svona reglur, heldur að krefjast þess að við sölubásana séu sjóðvélar og allt sé upp á borðinu varðandi söluna, svipað og gert er á Ítalíu þar sem allir götusalar gefa þér skriflega kvittun fyrir því sem þú versla, hvort sem það er fyrir 2 evrur eða meira, en að banna sölu á heimabökuðum vörum er hins vegar komið út fyrir allt velsæmi.

Jón Óskarsson, 28.7.2011 kl. 11:22

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þitt innlegg Jón.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2011 kl. 11:27

12 Smámynd: Sævar Einarsson

Þá mætti nú loka helling af veitingatöðum og skyndibitastöðum, ég veit um slatta af slíkum stöðum þar sem enginn menntaður kokkur er að elda. Svo er frábær "frétt" um þetta hér http://sannleikurinn.com/heim/sykur-flaedir-um-undirheima

Sævar Einarsson, 28.7.2011 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.