Algerlega óskiljanlegt

Líkum má að því leiða að þarna hafi verið á ferð ofþroskaðir dýraverndarsinnar, sem ætluðu auðvitað aðeins að klappa bangsa og gæla aðeins við hann í mestu vinsemd.

Bangsi hefur misskilið illa góða og hugljúfa ætlan fólksins og talið þau vera illgjarna veiðimenn sem  ekkert gott hefðu í huga. Fráleitt er að bangsi hafi tekið feil á þessu góða fólki og heitri og safaríkri máltíð.

Óþarfi er að ofþroskaðir dýraverndarsinnar láti þennan atburð hagga þeirri bjargföstu skoðun sinni að ísbirnir séu mestu meinleysisgrey, sé rétt að þeim farið.

Það þarf aðeins að bæta tjáskiptin milli manna og ísbjarna svo þetta endurtaki sig ekki.

  


mbl.is Lést eftir eftir árás ísbjarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er nokkuð til í þessu hjá þér, menn eiga að umgangast rándýr sem rándýr ekki kisur.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2011 kl. 16:00

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er sorglegur og háalvarlegur atburður og því kannski afskaplega ónærgætið af mér að skrifa um hann á þessum nótum. En í umgengli við þessi dýr er ekki hægt að leyfa sér neina léttúð eða kæruleysi.  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.8.2011 kl. 16:11

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ætli það séu ekki einhverjir íslenskur ísbjarnahvíslarar sem myndu vilja taka að sér að mynda samskipti þarna á milli... á móti vægu gjaldi, auðvitað.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 5.8.2011 kl. 16:55

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Stöð tvö gerði flott grafískt vídeó með fréttinni í kvöldfréttunum þar sem áhorfendur svifu niður úr geimnum á vettvang atburðanna.......og.... úps á Jan Mayen!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.8.2011 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.