Hvenær er nautaat ekki harmleikur?

UP0000000087Aðdáendur þessa villimannaleikja réttlæta þá gjarnan með þeirri klisju að nautið eigi jafna möguleika á móti manninum.

Í gær skoraði nautið og þá er það kallað harmleikur af einhverjum blaðamannabjálfa.

Eini harmleikurinn í þessu máli öllu er að nautið „sigrar“  því miður ekki nægjanlega oft til að þessi villimennska verði endanlega lögð af.

   


mbl.is Harmleikur í nautaatshringnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Harmleikurinn var að nautið lét lífið.

Sigurður Helgason, 12.8.2011 kl. 01:50

2 identicon

Nautaat er ekkert nema villimannslegt rugl, bara "gott" á gaurinn; Verst að nautið slapp ekki

DoctorE (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 07:24

3 identicon

Voða asnalegt að tala um "brjálað" naut. Ég held að flestir yrðu frekar æstir ef þeim væri bolað inn í hring fyrir framan trylltan múg og síðan stungið spjótum í líkamann og reynt að særa til ólífis.

Ég get ekki að því gert en í hvert skipti sem nautin særa/drepa einhvern (hvort sem það er nautabaninn eða aðrir þáttakendur) þá brosi ég út í annað.

Þetta er bölvuð villimennska þessi "íþrótt".

Baldur (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 08:44

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Nautið er alltaf drepið eftir atið, hvort sem það "vinnur eða tapar", og þannig hefur það alltaf verið. Þeir segja að naut sem hefur fengið þessa meðferð verði "taugaveiklað" og því ekki hægt að láta það lifa.

Þetta er semsagt leikur nautabanas að nauti sem á að drepa, hvort sem nautabaninn falli fyrir því áður eða ei.

Bergljót Gunnarsdóttir, 12.8.2011 kl. 09:32

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já, auðvitað lifir nautið aldrei af, enda var orðið sigur í gæsalöppum. En nautið skorar eigi að síður "feitt", takist því að gera banamann sinn óvígan. Það gerist of sjaldan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.8.2011 kl. 11:02

6 identicon

Harmleikurinn er sá að manneskjan lést!  Naut er dýr, naut er hamborgari.  Bjánaleg ummæli hér að ofan.

Baldur (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 13:44

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Baldur, taktu þér tak krakki, það er ekki verið að slátra nautum á nautaötum til matar, kjötið er gersamlega óætt.

Nautaat er aðeins skemmtiatriði fyrir sjúkt fólk sem fær fróun af því að sjá dýr lemstruð og kvalin. Skemmtunin þykir þeim mun betri og safaríkari því lengur sem tekst að kvelja dýrið og draga dráp þess á langinn.

Það er auðvitað dapurt þegar menn  láta lífið, jafnvel óþverrar eins og nautabanar, en enginn harmleikur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.8.2011 kl. 14:20

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

En hugsaðu þér Axel hversu óréttlátt þetta er, ekkert naut sem fer inn í hringinn fær að lifa. Ef því tekst að stórslasa eða drepa nautabanann er það umsvifalaust drepið, ef því tekst það ekki, drepur nautabaninn það.

Síðan eru nautin sem eru ekki nógu blóðheit til að gera neitt í málunum, eins og að kippa sér neitt sérstaklega upp við að  Piccadorarnir stingi í þau örvaroddum, með sköftum sem fá örvarnar til að hamast í sárinu til að æsa þau upp.

Þegar það gerist er nokkrum bjöllukúm húrrað inn á völlinn, og boli látinn elta þær út,  og lítið gert úr honum , við baul og svívirðingar áhorfenda, þegar hann hverfur af leikvanginum. En allt við það sama , slíkur tuddi fær heldur ekki að lifa.

Ég bjó á Spáni og hreinlega elskaði nautaat, en þegar ég fór að skynja hvað var í  raunverulega í gangi, fóru heldur betur að renna á mig tvær grímur. Verð þó að viðurkenna að að þó svo mér finnist þetta fremur óhugnanlegt var eitthvað þarna sem hreif, þangað til ég áttaði mig á að boli átti aldrei sjens. Þá snerist ég alfarið á móti nautaati.

Að sita í 40 - 50 stiga hita og svita og fylgjast með góðu ati var eins spennufíkn sem fékk útrás, svo furðulegt sem það er, en það er liðin tíð.

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.8.2011 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.