Undarleg tík er Íslenska pólitíkin

Þetta Grímstaða mál er undarlegt og tilfinningaríkt en giska broslegt því pólitísk sannfæring margra virðist hafa tekið algerum pólskiptum.

Jafnvel hörðustu fylgjendur inngöngu Íslands í ESB, gerast harðir þjóðernissinnar í þessu máli og krefjast þess, með tár á hvörmum, að Kínverjanum verði ekki seld ein einasta þúfa af Íslensku landi.

Svo á móti koma hörðustu einangrunar- og þjóðernissinnar, sem vilja ekki að ein einasta arða af Íslandi gangi í ESB, en eru, svo undarlega sem það hljómar, mjög kappsamir um að þessi landsala til Kína nái fram að ganga og spyrja í forundran  -við hvað menn séu eiginlega hræddir-?

Hún er undarleg tík pólitíkin!


mbl.is Á að selja Grímsstaði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mjöööggg skrítin tík, satt segirðu

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2011 kl. 13:00

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það sagði okkar elskulegi Flosi Ólafsson, hún er skrýtin tík þessi pólitík. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2011 kl. 15:22

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Svo virðist sem tíkin sé að lóða en viti ekki undir hvorn hundinn hún eigi að fara.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 31.8.2011 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband