Fólk eða verðlaus skítur?

Nýjum valdhöfum Líbýu, sem komust til valda með ofbeldi, er hleypt inn í samkuntu vestrænna þjóða og engra spurninga spurt. Ekki þurfa nýju valdhafarnir að sýna eða sanna að rassgatið á þeim sé skömminni skárra eða frábrugðið Gaddafi og hans slekti öllu.

Á sama tíma er annarri þjóð, sem þurft hefur að berjast fyrir tilverurétti sínum, við ofurefli og verjast ágangi og landráni áratugum saman, haldið frá samfélagi þjóðanna. Neitunarvaldi hjá Sþ. og öðrum aðgerðum er hótað til að þeirri kúgun og smán megi viðhalda.

Það virðist alfarið fara eftir því hvort undir yfirborðinu leynist olía eða ekki, hvort fólkið sem á landinu býr sé, af samfélagi þjóðanna, metið sem mannlegar verur eða verðlaus skítur.

  


mbl.is Líbíu hleypt inn úr kuldanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.