Martröð bláu helhandarinnar

Þessi kosningaúrslit verða að teljast nokkuð merkileg.  Það er mjög athyglisvert að jafn    „hataður og óvinsæll“ maður, og bláa helhöndin segir Steingrím vera,  skuli fá 73% atkvæða til formanns og það á móti tveim sterkum frambjóðendum. 

Ætli hinn elskaði, virti og vinsæli Bjarni Benediktsson komist nálægt því fylgi, komi til formannskosninga á landsfundi bláu helhandarinnar?


mbl.is Steingrímur áfram formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GAZZI11

Af hverju er Steingrímur svona vinsæll ?

GAZZI11, 29.10.2011 kl. 13:52

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi kosning er eitt allsherjar leikrit Axel. issa á að þú sjáir ekki í gegnum það.

Þú hefur svo heyrt á Steingrími s.l. daga að hann væri að her'ast í ESB andstöðunni og vakti því vonir meðal þeirra sem helst gagnrýndu hann. Hann virtist vera að taka sönsunsum, en um leið og kjörið var um garð gengið, þá lýsti hann yfir áframhaldandi stuðning við stefnu ríkistjórnarinnar í ESB málum.

Hefurðu vitað annað eins pólitískt viðrini?  Í huga Steingríms er VG tveirt flokkar. Það er þingflokkurinn, sem hittist á flokksþingi og svo stjórnarflokkurinn, sem er hann og Björn Valur.

Forystan í Sjálfstæðisflokknum er að sama skapi jafn tækifærissinnuð, aðgerðarlaus og ómarktæk.  Sé ekki að samanburður þar hafi nokkuð gildi. Traust á stjórnmálamönnum í stjórn og stjórnarandstöðu mælist rétt um 14%. Það hlýtur að vera heimsmet.  Þessum herrum er fjandans sama um það.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2011 kl. 13:56

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

GAZZI11, getur þú bent mér á einhvern stjórnmálamann Íslenskan, sem stendur Steingrími framar í pólitíkinni í dag?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2011 kl. 13:57

4 identicon

Allir sem hafa ekki svikiðn sýna kjósendur eins og Steini hefur gert eru betri en hann.

óskar (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 14:04

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón Steinar, ég er lélegur í leiklistinni. Ég hef ekki heyrt annað en VG hafi alltaf verið, sé og ætli að vera á móti inngöngu í ESB þrátt fyrir að hafa gengist inn á umsókn í stjórnarsáttmálanum.

Stjórnarsáttmálar eru bræðingur, farið bil beggja, þannig hefur það alltaf verið og öðru vísi getur það ekki verið.

Það hefur alltaf legið fyrir af VG hálfu frá upphafi stjórnarsamstarfsins að ESB málið færi fyrir þjóðina til ákvörðunar, ég skil því ekki þetta tal andstæðinga VG um svik við kjósendur.  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2011 kl. 14:05

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón Steinar hvað áttu þú við með allsherjar leikrit. Steingrímur hefur alltaf sagt að hann sé á móti inngöngu í ESB en fylgir stjórnarsáttmála um að sótt verði um aðild og samningurinn sem hugsanlega næst verði boðin undir stjórnvöld. Hann hefur engu breytt. Held að fólk meti við hann þá staðfestu sem hann hefur sýnt í gegnum það gjörningaveður sem gengið hefur yfir hann. Eiginn flokksmenn á þingi sem vilja að við gerum eins og Argentína, hættum að boga að lánum ríkisins, hættum að vinna í því að gera fjárlög hallalaus, sækjum um að fá að fara gjaldþrot og fáum aðstoð Parísarklubbsins. Afskrifum skuldir og látum lífeyrissjóðina blæða fyrir því. Svona eins og það séum ekki við sem eigum þá penigna sem þar eru. Skattleggjum inngreiðslur í lífeyrissjóði sem er í raun að færa kostanð við að bjarga okkur yfir á framtíðina. Þetta hefur Steingrímur fengið að fást við. Þ.e.óraunhæfar utópískar tillögur sem ekki er nokkur leið að framkvæma og standast ekki skoðun. Svona leiðir að pissa í skóinn sinn. Þ.e. redda okkur núna og lenda svo í öllum vandamálunum bara aðeins seinna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.10.2011 kl. 14:10

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvaða flokkur hefur ekki "svikið" kosningaloforð Óskar? Eina leiðin til að flokkar geti náð að koma fram öllum sínum kosningaloforðum er að fá hreinan meirihluta á þingi. Það hefur aldrei gerst á lýðveldistímanum, allar stjórnir hafa verið samsteypustjórnir, tveggja, þriggja eða fleiri flokka.

Málefnasamningur samsteypustjórna verður aldrei annað en bræðingur úr stefnum ríkisstjórnarflokkana, þeir ná sumum stefnumálum sínum fram en verða að "fórna" (fresta) öðrum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2011 kl. 14:11

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þitt innlegg Magnús.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2011 kl. 14:12

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sterkum frambjóðendum??

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2011 kl. 14:17

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Varla ertu að gera lítið úr þeim Gunnar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2011 kl. 14:37

11 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Steingrímur verður alltaf efstur enda mesta loftið í honum af þeim skít sem í haughúsi WC (áður VG) er.

Óskar Guðmundsson, 29.10.2011 kl. 15:11

12 identicon

VG hefur sérstöðu í kosningaloforðs svikum að því leiti að þeir svíkja fleiri loforð en þeir gefa,,,og hvað er merkilegt við 73% af 100 og eitthvað  manns?

casado (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 15:22

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta innlegg þitt Óskar, ber þér fagurt vitni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2011 kl. 15:43

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hefur alltaf verið talin kostur casado að geta gert mikið úr litlu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2011 kl. 15:44

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er ekkert að gera lítið úr hinum, þó ég telji þá ekki "Sterka frambjóðendur".

Ekki er ég sterkur frambjóðandi ... en það hvarflar ekki að mér að gera lítið úr mér

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2011 kl. 17:06

16 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Svona eins og Seingrími hefur tekist að breyta litlum stjórnmálaflokki í risastórt haughús?

Óskar Guðmundsson, 29.10.2011 kl. 18:24

17 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

að fá 73% atkvæða er mjög gott, sérstaklega þegar mótframbjóðendurnir eru tveir.  Ég er ekki stuðningsmaður SJS en er sammála þér í því að það verður að leyfa tölunum að tala fyrir sig sjálfar og túlka þær ekki í tóma steypu.

Lúðvík Júlíusson, 29.10.2011 kl. 19:36

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þar sem þú ert ekki líklegur sem kjósandi VG er þessi gremja þín út í Steingrím og VG næsta undarleg Óskar. Þú virðist vera með þá á heilanum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2011 kl. 19:42

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það Lúðvík.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2011 kl. 19:42

20 identicon

Komið þið sælir; Axel Jóhann - líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Axel Jóhann !

Öfugmæla Asninn Steingrímur; geypar um árangur og árangur.

Árangur; í hverju ?

I. Hyglar Halldóri Ásgrímssyni; og slekti hans, um 2.600 Milljóna Króna eftirgjöf, á Silfurfati.

II. Sjóvar ''björgunin''; til handa Bjarna slepju Benediktssyni, upp á Tugi Milljarða Króna. 

III. Hundraða Milljarða Króna eftirgjöf - sem heimilum landsmanna, hefði, / og hægt er bjarga fyrir horn með, hent í útlenda sjóða braskara, sökum ''óþæginda'', sem leitt hefðu, af málssókn þeirra, á höndur íslenzka ríkinu.

IIII. Ennþá ófrágengin; hreinsun vanskila skrárinnar - sem heldur Þúsundum landsmanna í Heljargreipum / heimilum; sem fyrirtækjum.

Þarf ég nokkuð; að nefna fleirra, svo þú kveikir, Axel minn ?

Skil ekki; með nokkru móti, blindu þína, fyrir þessu Helvítis fífli (SJS), og nótum hans, ágæti drengur.

Tek undir; með nafna mínum Guðmundssyni, o.fl., að sjálfsögðu !

Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 20:52

21 Smámynd: GAZZI11

En af hverju er Steingrímur svona vinsæll ?

GAZZI11, 29.10.2011 kl. 23:06

22 identicon

Komið þið sælir; á ný !

GAZZI11 !

Slöttólfurinn; Grígorij Raspútín munkur, hafði svona viðlíka sefjunar hæfileika, innan stórs hluta, Rússnesku Keisara hirðarinnar, undir lok valdatíma Nikulásar II., eins og kunnugt er - unz; þeir Felix Júsupov og félagar sáu við honum, og tortímdu síðan, Helvízkum.

Með þeim sömu kveðjum - sem fyrri /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 23:31

23 Smámynd: GAZZI11

Stokkhólms-heilkennið er sennilega að trufla ykkur góðir Íslendingar

GAZZI11, 30.10.2011 kl. 01:36

24 identicon

Sælir; á ný !

GAZZI11 !

Jú; vafalaust, eru þau mörg og miikil, þessi heilkenni, svonefnd.

Ætli; séu ekki til afbrigði : eins og Stykkishólms - og eða, Stokksness / Stokkhólma, sem víðar einnig, GAZZI minn - svo vitnað sé til samhljóma, eða annarrar ljóðrænu, jafnvel ?

Sömu kveðjur - sem seinustu, að sjálfsögðu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 15:36

25 identicon

Sýnir bara hverskonar fábjánalýður er í VG

Skjöldur (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 17:31

26 identicon

Komið þið sælir; enn !

Skjöldur !

Eiginlega; er erfitt að staðsetja ''VG'' leiguliða- og einkaeign Svavars Gestssonar ríkisjötu eilífðar afætu, svo sem - í einhverri tiltekinni sjúk dóma flóru.

Kannski; svona áþekkt SUS og Heimdellinga stóði annarrs, keimlíkum  Svavari, sem er Björn nokkur Bjarnason, úr Engey kynjaður.

Eyðileggjum ekki góðan dag; með því að fara að útlista frekar, Jóhönnu kerlingu, og þau Sigmund Davíð, að þessu sinni. Geymist; til seinni tíma.

Með; sömu kveðjum - sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 18:14

27 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þegar þú dæmir aðra fábjána Skjöldur, miðar þú þá við þínar einstöku gáfur og óskeikulleika, eða bara meðaljóninn? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.10.2011 kl. 19:14

28 Smámynd: GAZZI11

Mikil viska og speki kemur úr þínu lyklaborði Óskar. Svolítið mikið fár yfir 152 atkvæðum. Hverjum er ekki sama, það er ekki eins og að heil þjóð standi á bak við þennan Steingrímsræfil, svona eins og einn fullur strætó á góðum degi.

GAZZI11, 30.10.2011 kl. 22:19

29 identicon

Sælir; enn !

GAZZI11 !

O; ætli mín vizka og speki - sé eitthvað meiri, eða þá minni, en ýmissa annarra, svo sem ?

Ég vona; að ég hafi ekki móðgað þig, með mínum andsvörum - til þín, ekki var það meiningin, að minnsta kosti.

Sömu kveðjur - sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 00:35

30 Smámynd: GAZZI11

Nei Óskar engin móðgun .. frekar sammála þér.

Lifið heil

GAZZI11, 31.10.2011 kl. 11:36

31 identicon

Iss þessir durgar allir saman eru allir með helbláar hendur. Hver sá sem sér ekki helbláa hönd í sínum 4flokk, sá hinn sami er blindaður af flokkstrúarbrögðum

DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband