Steinum kastað úr glerkirkju

Það er broslegt að sjá biskupinn, æðsta yfirmann aðal forræðishyggju- apparats landsins, saka  aðra um forræðishyggju.

Ekkert í henni veröld ástundar jafnmikla forræðishyggju og af jafn mikilli ástríðu og trúarbrögð. Samasemmerkið er hvergi réttara en á milli trúarbragða og forræðishyggju.

Forræðishyggjubiskupinn tekur heldur betur skakkan pól í hæðina þegar hann sakar Reykjavíkurborg um forræðishyggju, þegar borgin er aðeins að skera á þá trúarbragðaforræðishyggju sem kirkjan hefur fram að þessu stundað, átölulaust, í skólum landsins.


mbl.is Ganga langt í forræðishyggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt það sem ég tók eftir líka. Þ.e. mótsögninni hjá þessum undarlega manni. Sannleikurinn hefur honum ekkert verið heilagur svosem.

Það er semsagt forræðishyggja að leyfa honum og hans söfnuði ekki að krukka í hausnum á börnum okkar sem kærum okkur alls ekki um það. Okkar sem sendum börnin í skólann til að sækja sér menntun, ekki trúboð og heilaþvott.

Þetta er argasti hræsnari.

Einar K. (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 19:38

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega, Einar K.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.11.2011 kl. 19:49

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Tímaskekkja..

hilmar jónsson, 27.11.2011 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband