Nauðgarar - sendimenn Guðs!

Ef marka má ummæli Rick  Santorum, fyrrum ríkisstjóra Pennsylvaníu, sem sækist eftir útnefningu sem forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, þá liggur beinast við að umbuna nauðgurum fyrir að færa konum Guðsgjöfina, eitt stykki nauðgun. Það er auðvitað galið að refsa þessum sendiherrum Himnaríkis, takist þeim að gera "njótendum náðar Drottins" barn í belg.

Svona öfgasinnaðir trúarrugludallar eins og þessi Santorum eru giska hátt skrifaðir þar vestra og sýnir það glöggt þroskastig almennings.  

En undarlegast er þó að svona raddir heyrast líka hér á landi, þekktur Moggabloggari fer m.a., mikinn í svipuðum boðskap,  á hinum ýmsu bloggum og bloggsvæðum.

  


mbl.is Þungun vegna nauðgunar er guðsgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Mér finnst ekki langur vegur frá þessum náunga yfir til þeirra sem láta fórnarlömbin giftast ofbeldismönnunum eða grýta þær ella.

Haraldur Rafn Ingvason, 25.1.2012 kl. 19:57

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Konur eiga semsagt að fara í fylkingum, láta nauðga sér, og vera þakklátar fyrir.

Ég verð greinilega að endurhugsa mína strategíu.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 25.1.2012 kl. 20:08

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Dætur þessa manns vita núna hvernig þær geta glatt karlinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.1.2012 kl. 20:40

4 identicon

Við íslendingar rekum hér stofnun sem segir að konur eigi að giftast nauðgurum.. eða vera grýttar til dauða. Menn hér passa sig bara betur með að halda kjafti um innihald biblíu, annað en hann Santorum og margir aðrir krissar.

Ég er með þennan part úr viðtalinu við fíflið

DoctorE (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 22:09

5 Smámynd: Teitur Haraldsson

Það verða alltaf til svona geðveikir menn.

Það sem er öllu alvarlegra er að hann hefur fengið kosningu ítrekað til starfa þarna.
Það þýðir að fólk styður þennan mann og það sem hann segir/stendur fyrir.

Teitur Haraldsson, 26.1.2012 kl. 11:24

6 identicon

Fólkið sem styður hann gerir það vegna þess að hann er kristinn.. það er aðalmálið í usa, að vera með rétta hjátrú

DoctorE (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 14:15

7 identicon

Þetta er alveg ótrúleg afstaða og sýnir algera mannfyrirlitningu sem er reyndin með alla bókstafstrúarmenn sama hvaða trú þeir aðhyllast, og láta þau endemi út úr sér að glæpur geti verið Guðs gjöf, Á hvaða Guð skyldi þessi maður trúa?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 20:25

8 Smámynd: Jens Guð

  Bandaríkin eru sambandsríki 50 ríkja sem eru svo ólík að um er eiginlega að ræða heimsálfu ólíkra ríkja.  Ég hef svo sem ekki heildarsýn yfir pakkann.  En hef kannski um 10 sinnum farið til Bandaríkjanna.  Þar af hef ég verið í hvert sinn - en ekki alltaf - í 6 vikur í senn:  Amarilló í Texas,  Florida (m.a. í hjólhýsahverfi) við landamæri Alabama,  New York og Boston. 

  Ég var giftur hálf-bandarískri konu í næstum aldarfjórðung og átti vitaskuld mikil samskipti við hennar fólk.  Þar fyrir utan hefur einn minna bestu vina,  skólabróðir okkar frá Laugarvatni,  Guðmundur Rúnar Ásmundsson (kallaður Bauni),  verið búsettur í Norður-Karólínu í aldarfjórðung eða svo.  Við spjöllum saman allt að því vikulega í síma klukkutímum saman.  Bauni rekur þar pípulagningafyrirtæki.  

  Til viðbótar rek ég lítið heildsölufyrirtæki,  Aloe Vera umboðið,  sem selur bandarískar heilsuvörur fyrir húð og hár frá fjölda bandarískra framleiðenda.    

  Í norðurhluta Bandarikjanna og vestast er fólk á svipuðu róli og Evrópumenn.  Í Boston og New York,  svo dæmi sé tekið,  eru republikanar vandfundnir.  Í Suðurríkjunum eru þessir kolklikkuðu rauðhálsar (red necks),  Ku Klux Klan,  innræktuðu fjallabúar (hillbillýar) og fáfræðin og heimskan ráðandi.  Fáfræðin og heimskan eru yfirþyrmandi.  Það fólk gengur fram af manni vegna heimsku og fáfræði.  Þessir fábjánar í Suðurríkjunum hata Norðurrikjamenn.  Hafa upp á vegg hjá sér stóra fána með yfirlýsingunni "Suðrið mun rísa á ný" og trúa því.  Þeir hata "yankees" (Norðurríkja meinta kommúnista). 

Jens Guð, 26.1.2012 kl. 23:01

9 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Axel, hvers megum kristnir íslendingar gjalda? Erum við öll að þínu áliti eins og þessi brjálæðingur sem notar trúna til að breiða yfir illsku sína? Eru skrif þín ekki mörkuð rasisma að einvherju tagi gagnvart okkur ósköp venjulegum íslendingum sem taka trú sína alvarlega?

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.1.2012 kl. 07:48

10 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Guðrún, er Rick ekki ósköp venjulegur bandaríkjamaður sem tekur trú sína alvarlega?

Eða ert þú, sem venjuleg kristin kona, haldin einhverjum fordómum gegn honum?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 27.1.2012 kl. 09:47

11 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

er það Ingibjörg?

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.1.2012 kl. 11:25

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Guðrún ekki gera mér upp orð og skoðanir, ég er að fjalla um ákveðin bandaríkjamann og bloggara nokkurn,  íslenskan. Það kann að vera að þú deilir með þeim skoðunum, en þú ættir ekki að ganga út frá því að þær séu skoðanir hins venjulega íslendings. Ég geri það allavega ekki, held raunar að íslendingar almennt, með fáum undantekningum, séu skynsamari en svo.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.1.2012 kl. 12:23

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jens, takk fyrir ágætt innlegg.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.1.2012 kl. 12:30

14 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Nei ég er nú ekki þekkt fyrir að deila einhverjum amerískum skoðunum, og þætti best að vera dæmd útfrá mínum eigin. Hinsvegar hefur borið töluvert á því á blogginu að steypa fólki í fyrirfram ákveðna ramma, ekki veit ég hvaða íslenska bloggara þú ert að tala um, hann er kristinn og það er ég líka. Er glæpur hans að vera kristinn og er ég þá samsek honum? Mínar skoðanir getur þú séð m.a hér http://alit.blog.is/blog/alit/entry/1219512/ ég veit ekki til þess að þær séu eitthvað annað en svona hjá ósköp venjulegri íslenskri miðaldra kristinni konu sem er ekki sama um náungann

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.1.2012 kl. 13:10

15 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Nauðgun er glæpur undir öllum kringumstæðum! og það er ekkert annað en rasismi að halda því fram að kristið fólk samþykki nauðgun, eða bendli henni við Guðsverk. Skömm að svona skrifum hjá þér Axel!

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.1.2012 kl. 14:04

16 identicon

Guðrún, ég veit ekki hvað er ömurlegra.. þeri sem taka biblíu eins og hún er, eða manneskjur eins og þú, sem sjá ekki ógeðið og hryllingin vegna þess að þeir telja sig fá verðlaun. Lestu nú biblíu, taktu þig og verðlaunin út úr sögunni, já og ógnirnar líka.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 15:32

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fátt er ömurlegra en fólk sem hrópar rasismi, rasismi um leið og það rekst á aðrar skoðanir en sínar eigin kórréttu skoðanir og oft án þess að vita merkingu orðsins. Ég er ekki að segja að kristið fólk samþykki nauðgun Guðrún, eða hvar geri ég það? Ég er þvert á móti að gagnrýna skoðun þessa "sannkristna" frambjóðanda á nauðgunum og afleiðingum þeirra. Lestu fréttina Guðrún!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.1.2012 kl. 17:52

18 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Framsetning "fréttarinnar" hjá mbl er ógeðfelld sem og bloggskrif þín. Það að gera fólki upp skoðanir út frá því hvort það er kristið eða ekki vegna skoðana einhvers bandaríkjamanns á jafnógeðfelldu máli og þarna er fjalla um er rasismi. Prófaðu að setja orðið svertingi í staðinn fyrir kristinn.

Axel, þessi frambjóðandi er gagnrýniverður, en fréttaframsetning sem og bloggskrifin ala á fordómum gegn kristnum. Minnumst þess í dag að 6 milljónir gyðinga voru teknir af lífi vegna sinnar trúar/uppruna í seinni heimstyrjöldinni. Á okkar tímum í miðausturlöndum sæta kristnir ofsóknum vegna trúar sinnar.

Rasismi og fordómar, jú ég þekki vel merkingu þess.

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.1.2012 kl. 18:42

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvar í þessari færslu fullyrði ég Guðrún að allir kristnir séu undir sömu sökina felldir og þessi Bandaríski afglapi? Segðu mér það eða hættu þessu helv. bulli.

Að mínu viti er það alveg jafn alvarlegt að saka mann, að ósekju um rasisma, og að vara slíkur, rétt eins og fölsk nauðgunarkæra er engu betri en nauðgun.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.1.2012 kl. 18:51

20 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

þú ert ekki svaraverður Axel! þín skrif bera þér vitni.

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.1.2012 kl. 19:05

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þvílík rök Guðrún! Þú getur sem sagt ekki skotið stoðum undir fullyrðingar þínar, sem eru líklega sprottnar af fordómum og andúð í garð þeirra sem slysast til að strjúka þér öfugt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.1.2012 kl. 19:16

22 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Burtséð frá þínu skítkasti í minn garð, er ákaflega fordæmafullt viðhorf að áætla sem svo að til þess að setja spurningarmerki við "allsherjarlausnir" fóstureyðinga, þurfi fólk að vera hægrisinnaðir kaþólikkar.

Fóstureyðingar eru ekki sú lausn sem haldið hefur verið fram, og barnshafandi fórnarlömbum nauðgana er ekki alltaf best borgið með fóstureyðingu. Þar verður konan að vera upplýst um þá áhættu sem hún tekur með fóstureyðingu.

Mörg dæmi eru um að konur jafni sig aldrei andlega eftir fóstureyðingu, og glími við ævilangt þunglyndi vegna þessarar gjörðar.

Það verður líka að vera samfélagslega viðurkennt val fyrir fórnarlambið að halda meðgöngu áfram.

Nauðgun verður aldrei til baka tekin, nauðgun er ekki léttvæg sem hægt er að laga með fóstureyðingu, þó svo að virða verði rétt konunar til þeirra ákvarðanar. Klámvæðingin sem hefur afbakað ástina og valdið alltof mörgu fólki áföllum, er sökudólgurinn sem við eigum að ráðast á.

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.1.2012 kl. 20:38

23 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Guðrún.

Þú skrifar.

"Axel, hvers megum kristnir íslendingar gjalda? Erum við öll að þínu áliti eins og þessi brjálæðingur sem notar trúna til að breiða yfir illsku sína? Eru skrif þín ekki mörkuð rasisma að einvherju tagi gagnvart okkur ósköp venjulegum íslendingum sem taka trú sína alvarlega?"

Hvergi skrifaði Axel "allir kristnir menn". Hvergi. Hann talar um Rick Santorum og skoðanabræður hans. Ert þú skoðanabróðir hans? Nei, ekki? Þá er hann ekki að tala um þig, né aðra sem deila ekki þessarri skoðun hans. Er það erfitt að skilja?

Þú talar svo um rasisma, sem er fyndið. Því að þú ert búinn að kalla Rick Santorum brjálæðing sem notar trú til þess að breiða yfir illsku sína (auk þess að gefa það í skyn að þú bersýnilega tekur trú þína alvarlegar en hann).

Og:

"Nei ég er nú ekki þekkt fyrir að deila einhverjum amerískum skoðunum.."

Núnú? Eru þær eitthvað verri en aðrar skoðanir. Er þetta ekki rasismi? En það er væntanlega allt í lagi, því þú ert kristin. Eða er það skoðanarétttrúnaður? Akkúrat núna er erfitt að sjá muninn.

Ennfremur:

"...og þætti best að vera dæmd útfrá mínum eigin [skoðunum]"

Það verður alls ekki erfitt eftir þessar hamfarir.

"Hinsvegar hefur borið töluvert á því á blogginu að steypa fólki í fyrirfram ákveðna ramma..."

Hvað ert þú að gera núna?

"... ekki veit ég hvaða íslenska bloggara þú ert að tala um, hann er kristinn og það er ég líka. Er glæpur hans að vera kristinn og er ég þá samsek honum?"

Nei, þú ert ekki samsek honum. Það sagði það enginn. Hinsvegar er glæpur þessa einstaklings, sem og margra annarra (burtséð frá trú) hatur gagnvart náunganum vegna þess að hann er ekki alveg samkvæmt þeirri formúlu sem honum þóknast. En það eru einmitt fordómar og annað eins ógeð sem hægt er að setja á sömu hillu.

Ef þú deilir þeim skoðunum, þá jú, þá ertu líklega samsek. En það hefur enginn gert þér upp þá skoðun nema þú sjálf. Ekki ég, blogghöfundur, né neinn annar.

"Framsetning "fréttarinnar" hjá mbl er ógeðfelld sem og bloggskrif þín. Það að gera fólki upp skoðanir út frá því hvort það er kristið eða ekki vegna skoðana einhvers bandaríkjamanns á jafnógeðfelldu máli og þarna er fjalla um er rasismi. Prófaðu að setja orðið svertingi í staðinn fyrir kristinn."

Axel er ekki að áætla einhverjar skoðanir þessa manns, nema þær sem hann hefur lýst yfir sjálfur. Það eru til myndbandsupptökur af Rick Santorum þar sem hann lýsir þessum skoðunum. Axel gagnrýnir þessa skoðun, en er ekki að gera Rick né neinum öðrum þessar skoðanir upp. Rick þurfti enga hjálp við það.

Er Axel þá fordómafullur og fullur af rasisma fyrir að gagnrýna þessa skoðun, sem þessi einstaklingur elur úr og réttlætir með kristni?

En þú ert það ekki? Hræsnari.

"Axel, þessi frambjóðandi er gagnrýniverður, en fréttaframsetning sem og bloggskrifin ala á fordómum gegn kristnum."

Axel ber ekki ábyrgð á fréttinni. Hann skrifaði hana ekki, heldur bara bloggið. Hvortveggja er reyndar skrifað út frá yfirlýstum skoðunum Ricks sjálfs. Hvar er þá rasisminn nákvæmnlega? Er það sú staðreynd að kristni liggur undir höggi? Er hún yfir alla gagnrýni höfð?

"Minnumst þess í dag að 6 milljónir gyðinga voru teknir af lífi vegna sinnar trúar/uppruna í seinni heimstyrjöldinni. Á okkar tímum í miðausturlöndum sæta kristnir ofsóknum vegna trúar sinnar."

Já, það neitar því enginn. Hitler sem og flestir nasistar, voru reyndar líka kristnir.. Bara svona til þess að benda á það.

En burtséð frá því, ert þú gyðingur? Getur þú virkilega sett þig í spor gyðinga sem voru ofsóttir af kristnum mönnum sem og öðrum vegna trúar sinnar, og án þess að blikna, borið það saman við einhverja minnimáttarkennd sem þú situr á vegna trúar þinnar útfrá bloggskrifum manns sem þú þekkir ekki baun?

Kristnir ofsóttir já.. Eru kristnir ekki að ofsækja múslíma? Í miðausturlöndum. Hmm, en þú missir líklegast ekki svefn yfir því.

"Rasismi og fordómar, jú ég þekki vel merkingu þess."

Er það, Guðrún?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 27.1.2012 kl. 20:46

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Guðrún, skítkast í þinn garð, vooov á hvaða plánetu ertu kona! En hvernig var það, var ég ekki svara verður?

Hvað veist þú um ævilangt þunglyndi eftir fóstureyðingu, tæplega hefur þú reynt slíkt ævilangt á þínu eigin skinni. En þú ert samt viljug til að ákveða fyrir hönd annarra kvenna hvað þeim sé fyrir bestu um ráðstöfun og ákvörðun um meðferð þeirra eigin líkama.

Nauðgun verður aldrei aftur tekin, satt er það og enginn neitar því. En falskar ákærur um nauðgun verða heldur aldrei aftur teknar, viðkomandi eru  brennimerktir fyrir lífstíð.

Hvernig hefur klámvæðingin afbakað ást þína til þíns ektamaka? Ert þú kannski forfallin klámfíkill?

En ég endurtek; hvar í þessari færslu fullyrði ég Guðrún, að allir kristnir séu undir sömu sökina felldir og þessi Bandaríski afglapi? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.1.2012 kl. 21:19

25 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Orðrétt dæmi um fordóma þína má t.d. sjá gagnvart bandarískum almenningi annars vegar sem og þeirra sem vilja skoða fóstureyðingar í víðara samhengi í þessari setningu "Svona öfgasinnaðir trúarrugludallar eins og þessi Santorum eru giska hátt skrifaðir þar vestra og sýnir það glöggt þroskastig almennings"

Ég hef hvergi gefið mér það vald að ákveða fyrir aðrar konur hvað þær gera við sinn líkama, en ég bendi á það að fóstureyðing sé ekki alltaf endanleg lausn, vegna þess að of margar konur gjalda fyrir þær með geðheilsu sinni. Gerir það mig að öfgasinnuðum trúarrugludalli? Gerir þú því skóna að allir trúleysingjar séu fylgjandi fóstureyðingum?

Allar alhæfingar um tiltekna hópa eru fordómar.

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.1.2012 kl. 22:01

26 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað má halda um hugsanir þeirra Guðrún, sem kjósa mjög "gagnrýniverðan" frambjóðanda, eins og þú sjálf orðar það svo sérstaklega hógvært. 

Var það ekki merki um ákveðið þroskasig þeirra sem komu Hitler til valda á sínum tíma í frjálsum kosningum eða eitthvað annað?

Þú segist ekki ákveða fyrir aðrar konur hvað þær eigi að gera við eigin líkama EN BENDIR ákveðið ÁÞINN vilji sé einnig valkostur

Ég hef hvergi sagt Guðrún, að þú sért öfgasinnaður trúarrugludallur. Þú hefur sjálf, án þrýstings frá mér vel að merkja, staðsett þig þar sjálf og kvittað undir það með ítrekuðum færslum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.1.2012 kl. 22:40

27 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ingibjörg, hvar er verið að beita múslimum ofsóknum í nafni kristinnar trúar?

Þér til fróleiks var Hitler ekki leiðtogi kristinna manna til að útrýma rómarfólki og gyðingum. Allt sem Hitler stóð fyrir er í þversögn við kenningar Jesú krists, sem eru grundvöllur kristni.

Axel, konur sem leita til læknis vegna óvelkominnar þungunar eiga rétt á að vita allar mögulegar afleiðingar fóstureyðingar svo að þær geti útfrá þeim upplýsingum tekið upplýsta ákvörðun um það hvað þær vilja gera.

Og hvað varðar falskar nauðgunarákærur, þá efast ég stórlega um að nokkur maður eða kona leggji það á sig að gamni sínu að kæra nauðgun, vitandi það að aðeins lítill hluti nauðgara fá dóm.

Axel, hvað meinar þú með þessum orðum?

"Ég hef hvergi sagt Guðrún, að þú sért öfgasinnaður trúarrugludallur. Þú hefur sjálf, án þrýstings frá mér vel að merkja, staðsett þig þar sjálf og kvittað undir það með ítrekuðum færslum"

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.1.2012 kl. 23:05

28 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef ekki enn Guðrún, fengið svar við þeirri spurningu; hvar í þessari færslu ég fullyrði að allir kristnir séu undir sömu sökina felldir og þessi Bandaríski afglapi? 

Hitler var ekki leiðtogi kristinna manna!? Nei Guðrún hann var ekki prestur, biskup eða páfi,  það er vitað, en ertu að halda því fram að hann hafi verið búdda eða múslimi eða eithvað annað? Hversu rugluð ertu kona?

Falskar nauðgunarkærur hafa sannarlega verið lagðar fram, hvað sem þú telur kona góð!

Hvað síðustu tilvitnunina er ekkert um annað að segja nema endurtaka hana hafir þú ekki náð henni, hún stendur fullkomlega fyrir sínu og það skilja hana örugglega allir nema þú.

Ég hef hvergi sagt Guðrún, að þú sért öfgasinnaður trúarrugludallur. Þú hefur sjálf, án þrýstings frá mér vel að merkja, staðsett þig þar sjálf og kvittað undir það með ítrekuðum færslum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.1.2012 kl. 23:25

29 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er ljótt hvernig þú Axel talar til mín, verulega ljótt. Hver væri staða þín ef ég færi með þessi skrif þín í minn garð fyrir dómstóla?

Vissulega hafa verið lagðar fram nauðgunarkærur sem hafa reynst upplognar,en þær eru örugglega örfáar, og þar með er ekki sagt að nauðgunarkærur sem ekki fást sannaðar séu falskar.

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.1.2012 kl. 23:39

30 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég á ekki annað svar Guðrún vegna meintrar illmælgi minnar í þinn garð en að benda þér á hvernig þú getir sem best gættar réttar þíns í þeirri bröttu hlíð sem ég virðist vera.

Ríkissaksóknari | Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík | Sími 530-1600 | Bréfsími 530-1606 | rsak@tmd.is

Ekki ætla ég að koma með tillögu um lögfræðinga, en Sveinn Andri er nokkuð brattur og tengist mér ekki neitt. Hann er víst "heitur" fyrir svona málum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.1.2012 kl. 00:19

31 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvaða skrif Axels í þinn garð meturðu af þeim skala að þér detti dómstólar til hugar Guðrúnn ?

hilmar jónsson, 28.1.2012 kl. 00:59

32 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

"Ingibjörg, hvar er verið að beita múslimum ofsóknum í nafni kristinnar trúar?"

Það þurfti bara einn trúarrugludall til þess að heill trúarhópur þurfti að líða fyrir það. Nú er þessi trúarhópur settur undir sama hattinn, og er umræðunni stýrt þannig að ALLIR múslímar séu hryðjuverkamenn sem berja konur sínar og sprengir aðra í loft upp.

Og ég FULLYRÐI, að þar eru kristnir fremst á línunni, í þeim áróðri. Ég fullyrði, og það fordómalaust.

En svona áður en þú grípur þetta, kallar "úlfur, úlfur", þá er ég sannarlega ekki að tala um alla kristna menn, en samt bróður part þeirra. Hvort sem þú vilt vera undir þeim hatti eða ekki, er þitt val. Ég set þig þangað ekki.

"Þér til fróleiks var Hitler ekki leiðtogi kristinna manna til að útrýma rómarfólki og gyðingum. Allt sem Hitler stóð fyrir er í þversögn við kenningar Jesú krists, sem eru grundvöllur kristni."

Váááá! Takk fyrir kennslutímann! Djöfull tróðstu upp í mig maður!!

Hitler var leiðtogi nastista, sem útrýmdu miljónum manna. En þessir nasistar voru upp til hópa kristnir.

Mér hefur alltaf þótt gaman af þessari röksemdarfærslu, þegar kristnir reyna að fría sig af einhverri ábyrgð, sem þeim finnst þeir hafa, af einhverjum einstakling sem fór yfir strikið.

"Sko, hann sat við hlið mér í kirkju í tuttugu ár, en hann var samt ekki kristinn.. sko, útaf þessu sem hann gerði."

Þú afsakar orðbragðið, en djöfuls andskotans helvítis hræsni er þetta.

Ef málum er þannig hagað, er ENGINN kristinn. Bara með því að tjá þig hér, og það á móti karlmönnum, og tala um réttindi kvenna til síns eigin líkama og upplýsinga ertu búinn að þverbrjóta á biblíunni.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 28.1.2012 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.