Bara í gamni gert, gott fólk -Just for the fun-!

Nei auðvitað er enginn ákveðinn meining eða skilaboð send með för HMS Dauntless (-Skip hennar hátignar- Óhræddur) til Falklandseyja.

Enda væri það alveg nýtt í veraldarsögunni að Bresk herskip væru notuð til að senda andstæðingunum skilaboð eða til að stýra atburðum í þágu eigenda skipana.

Það var líka, í góðri meiningu eflaust, sem skip sama flota reyndu hvað þau gátu að sigla niður varðskipin íslensku, sem gegn ofureflinu vörðu íslenska landhelgi af fádæma hetjuskap – og  gegn þeim máttu Bretar þola bitran ósigur. Sem er einhver mesta sneypa breska flotans.    


mbl.is Senda háþróað herskip til Falklandseyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Axel Jóhann; æfinlega !

Þakka þér fyrir; þessa tölu - sem ábendingar, um Brezkt ofríki, um víða veröld.

Hafði alveg yfirsést; þessi tíðindi, í minni síðasta yfirliti, á þeim ágæta Argentínska miðli : Buenos Aires Herald.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 20:56

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það Óskar og ánægjulegt inniltið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.1.2012 kl. 21:05

3 identicon

Falklandseyjar eru 200 sjómílur undan strönd Argentínu en stysta vegaleng milli eyjanna og Bretlands eru 6700 sjómílur. Það er sviðpað og Inódesía myndi gera tilkall til Kolbeinseyjar, svona gefa fólki hugmynd um fjarlægðirnar. dæmi nú hver fyrir sig

Reynir (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 21:29

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bretarnir lögðu aldrei mat á fjarlægðir þegar þeir sögðu - þetta er eign bresku krúnunnar, við eigum þetta! Græðgin og drottnunargirnin réðu alfarið för.

Enginn eignaréttur virtist vera til annar en breskur, frumbyggjar kannaðra landa voru land- og réttlausir.

Bretar og aðrir slíkir, sem óðu yfir annara lönd, voru ekkert annað en ótíndir þjófar og ræningjar. Og eru það enn þar til þeir hafa skilað öllu góssinu sem þeir fluttu á "Brittish Museum" , sem þvert á nafnið, hýsir aðallega þýfi frá öðrum löndum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.1.2012 kl. 21:54

5 identicon

Það er hægt að verja aðgerðir Breta í Falklandseyjum með þeirri einföldu staðreynd að fólkið sem að býr þar lýtur á sig sem Breta,  talar enska tungu, hafa Breska þjóðarímynd og það er eindregin afstaða meirihluta íbúa eyjanna að það vilji tilheyra Bresku krúnunni.  Hvað varðar þorkastríðið þá var það hagsmunaárekstur,  og Bretar voru að verja hagsmuni sína og við okkar. Sem betur fer höfðum við betur í þeirri deilu.  Hvað varðar þá heimsvaldastefnu sem að þú eignar þeim þá hafa Bretar stórminnkað umsvif sín á alþjóðlegum vettvangi.

Karl Rúnar (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 22:21

6 Smámynd: Hörður Einarsson

Hvað með íbúa á Falklandseyjm, hvernig væri að spyrja þá, hvoru megin þeir vilja vera.

það eru nú 200 sjómílur milli Argentínu og þeirra, þ.e. um það bil 370 km.

Hörður Einarsson, 31.1.2012 kl. 23:09

7 identicon

Komið þið sælir; enn !

Karl Rúnar !

Lítt; dylur þú, aðdáun þína, á Brezku ofríki - jafnt; í Suðurhöfum, sem annarrs staðar.

Þú ert kannski; einn aðdáenda Cameróns - í ráðbruggi hans gagnvart Íran, með þeim Obama fjöldamorðingja (Írak / Afghanistan), og Nethanyahu, austur við Persaflóa ?

Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 23:44

8 identicon

Hörður: Það stóð til að afhenda Argentínu eyjarnar á 7. áratugnum en íbúarnir vildu það ekki.

Annars voru eyjarnar óbyggðar þegar Evrópumenn fundu þær og íbúarnir þar eru af breskum uppruna og telja sig breska. Krafa Argentínumanna er jafn undarleg og ef Grænland gerði tilkall til Færeyja.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 23:54

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Valdagræðgi gömlu Breta-elítunnar er greinilega enn söm við sig. Þetta er sjúkt.

Skiljanlegt að fólk vilji styðja friðarbandalag. Verst ef það er bara enn ein blekkingin að ESB sé friðarbandalag. Að borga blóðpeninga fyrir friðinn er tortryggilegt og gerir bandalagið tortryggilegt.

Það er eitthvað mjög óeðlilegt við það að gera fólki ókleift að vinna fyrir tilveru sinni, vegna bankaráns-samsæris innan EES, og flækja alla í lyga-seðlabankavef Evrópu. Til þess eins að ganga frá almenningi með innheimtuaðgerðum, sem ræna grunlausan almenning öllum afkomu-möguleikum. Það minnir ekki á frið, og skapar ekki friðsamlegt andrúmsloft.

EES er götótt og gallað kerfi, sem veiðir saklaus fórnarlömb í þrælahald. Það virðist ekki skipta nokkru máli hvort farið er eftir reglum EES eða ekki. Er einhver ástæða til að trúa að ESB sé eða verði eitthvað skárra?

Ég er kannski allt of neikvæð, en svona lítur þetta bara út fyrir mér.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.2.2012 kl. 08:55

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvað! er þeim ekki nóg að argast í ESB sambandinu og Merkel/Zarkosy, þurfa þeir að strjúka argentínum öfugt líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2012 kl. 16:12

11 identicon

Óskar Helgi,  aðdáun mín á Bretum er ekki meiri heldur en á öðrum þjóðríkjum heldur kem ég einungis með annan  pól í hæðina.  Eins og hver annar vitleysingur sem að er hrakinn út í horn vegna rökleysu sinnar og fávisku gerirðu mér upp skoðanir.  Þú gerir heldur ekki eina tilraun til þess að svara rökum mínum og þess vegna verðskulda skrif þín ekki meiri athygli heldur en önnur rökleysa.

Karl Rúnar (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 18:43

12 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Karl Rúnar !

Ekki var það ætlun mín; að móðga þig, neitt sérstaklega, ágæti drengur.

Bið þig forláts á; hafi ég lesið rangt, í þínar línur - ekki; reyna að taka þátt í umræðunni, sértu ekki, í almennilegu jafnvægi, Karl minn.

Sagan; ein og sér, ber nægjanleg rök, míns máls, ég þarf þar, litlu við að bæta, svo sem.

Mér er engin launung á; samstöðu minni, með Argentínumönnum - hér eftir, sem hingað til.

Með; ekkert síðri kveðjum - en þeim fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband