Rekum Gunnar, rekum hann ekki, rekum hann, rekum hann ekki....!

 baldursbra_1_2Þetta brottrekstrarmál forstjóra Fjármálaeftirlitsins er allt hið undarlegasta. Stjórn FME hefur með yfirlýsingum sínum og hálfkveðnum vísum undanfarna daga gjaldfellt Gunnar Þ. Andersen forstjóra þess og sjálfa sig í leiðinni.

Fyrir helgi var brottrekstur Gunnars yfirvofandi, nánast óafgreitt formsatriði, núna er ekki alveg víst, að  hann verði rekinn eða hvort það hafi yfir höfuð staðið til að sögn stjórnar- formanns FME.

Það er ólíklegt, eftir þennan trúnaðarbrest, að þessir aðilar geti í framtíðinni starfað saman með þeim hætti að traust ríki, ekki aðeins milli þeirra, heldur miklu fremur hvort á FME, í heild sinni,  ríki það traust sem nauðsynlegt er til að starfsemi þess sé trúverðug.

Því er óhjákvæmilegt, úr því sem komið er, að bæði stjórn og forstjóri FME víki.


mbl.is Gunnar Þ. Andersen mætir til vinnu í dag þrátt fyrir uppsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er hið undarlegasta mál. Í það minnsta fyrir okkur sem fylgjumst með þessu í gegnum skrif manna. Jónas Kristjánsson kallar þetta "síðbúinn brottrekstur", aldrei hefði átt að ráða manninn. Hann trúir því ekki að bófarnir séu að verki. Þveröfugt við Þorvald Gylfason, sem telur þetta vera samsæri krimmanna og handlangara þeirra. Rýkur af stað og skrifar Evu Joly bréf, gott ef ekki um miðja nótt. Ætli kellingin sé ekki að verða leið á okkur?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 08:27

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Var Evu Joly ekki greitt feitt fyrir alla umhyggjuna í okkar garð?

Eftir þetta gjörningaveður er bæði stjórnin og fostjórinn ónýt til síns brúks. Burt með þetta lið strax.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.2.2012 kl. 08:35

3 identicon

Er þetta ekki bara að verða nokkuð gott þarna hjá ykkur þarna á mölinni fyrir sunnan? Nú á álitsgjafinn Ástráður Haraldsson hrl. að hafa fengið 250 milljónir afskrifaðar í banka (DV). Vaá. Ég held barasta að ég verði því fylgjandi að flytja innanlandsflugið til KEF. Þá losnar maður við millilendingu í spillingarbælinu Reykjavík, þar sem lagatækna-krimmar og hagfræðinga-bullur vaða uppi. Tóku menn eftir greininni eftir skólpræsalögfræðinginn Helga Jóhannesson? Og svo sérálit Ólafs Barkar (frændi Dabba, frændi Konráðs) í svokölluðum Hæstarétti? Eru menn ekki búnir að fá nóg? Nei, líklega ekki. Oh, my God!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 12:12

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ja, þú segir nokkuð Haukur! Og hefur að venju nokkuð til þíns máls.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.2.2012 kl. 12:47

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gunnar Andersen stærir sig af því í inngangi forstjóra að ársskýrslu FME 2011 að hafa sumarið 2010 í samvinnu við Arnór Sighvatsson fyrirskipað hlunnferð íslenskra neytenda upp á 350 milljarða bönkunum til hagsbóta, eða sem nemur fjórðungi landsframleiðslu eða margfaldri leiðréttingu á forsendubresti verðtryggðra lána eða sjö sinnum Icesave-III. Hlunnferðin var dæmd ólögleg í hæstarétti síðastliðinn miðvikudag.

Þessu heldur Þorvaldur Gylfason uppi vörnum fyrir.

Hvað segir það um Þorvald Gylfason?

Guðmundur Ásgeirsson, 21.2.2012 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband