Hjörleifur, einstakur maður - alltaf með öfugum formerkjum

Þegar Hjörleifur Guttormsson talar um fylgistap í flokka ættu menn að leggja við hlustir. Því enginn annar kemst með tærnar þar sem Hjörleifur hefur hælana í að reyta af sér fylgi og losa flokkinn sinn við kjósendur.

Þegar Hjörleifur kom fyrst á þing 1978 fyrir Alþýðubandalagið í Austurlandskjördæmi, fékk flokkurinn 3 þingmenn og var Hjörleifur þriðji maður inn. Eftir að Hjörleifur kom í þinglið flokksins tapaði flokkurinn stöðugt fylgi í Austurlandskjördæmi. Í þingkosningunum 1995, sem voru þær síðustu sem Hjörleifur tók þátt í, var hann nærri fallin af þingi. Hjörleifur var þá í fyrsta sæti framboðslistans.

Framsóknarflokkurinn hefði aðeins þurft að ná 17 atkvæðum af Alþýðubandalaginu í kosningunum 1995 og Hjörleifur var  fallinn og Alþýðubandalagið orðið þingmannslaust í sínu sterkasta vígi!  Það hefðu þótt tíðindi!  

Já Hjörleifur er bólgin af reynslu í þeim fræðum að sópa af sér fylginu, það þarf engum blöðum um það að fletta. Í því er hann ókrýndur meistari og hann getur klárlega miðlað öðrum af reynslu sinni, en varast skyldu menn að sækja nokkuð í hans smiðju, ætli þeir sér frama í stjórnmálum.


mbl.is Segir VG „ósjálfbært rekald“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Alþýðubandalagið átti aldrei 3 þingmenn í Austurlandskjördæmi.

Sigurður Sveinsson, 19.11.2012 kl. 16:31

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þeir fengu 2 kjördæmakjörna þingmenn í Austfjarðakjördæmi1978 og einn landskjörinn, Hjörleif. 2+1=3

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.11.2012 kl. 16:52

3 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Það hefur aldrei neitt Austfjarðakjördæmi verið til.

Sigurður Sveinsson, 19.11.2012 kl. 17:01

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hárrétt hjá þér, Austurlandskjördæmi var það auðvitað. Takk fyrir ábendinguna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.11.2012 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.