Eflum eigið öryggi

multi_color_fireworksÞað er hreint ekki sama hvar við verslum áramótaflugeldana okkar. Með því að versla við björgunarsveitirnar eflum við best eigin hag og öryggi.

Flugeldasala er aðal- fjáröflunarleið björgunar- sveitanna, öll starfsemi þeirra árið út er undir sölunni komið. Við treystum á björgunar- sveitirnar allt árið en þær treysta á okkur um hver áramót.

En um hver áramót stíga fram ýmsir einkaaðilar, afætur, sem reyna hvað þær geta, í eiginhagsmunaskini, að kroppa sem mest þær geta af fjáröflun björgunarsveitanna og beita jafnvel blekkingum til að lokka til sín viðskipti.

Hvað ætli þessar afætur geri þegar viðskiptavinir þeirra komast í hann krappann eða lenda í lífshættu? Nota afæturnar hagnaðinn af flugeldasölunni til að koma viðskiptavinum sínum til bjargar? Nei, hagnaðinn mala afæturnar undir eigið rassgat. En á ögurstundu muna afæturnar og viðskiptavinir þeirra eftir björgunarsveitunum og finnst það þá eðlilegasti hlutur í heimi að kalla þær til, eigin skinni til bjargar!

Verslum fyrir eigin hag og öryggi, verslum flugeldana hjá björgunarsveitunum! Sneiðum hjá þeim flugeldasölum sem selja þennan varning ekki í samfélagslegum tilgangi.

Munum að flugeldar geta verið dauðans alvara sé leiðbeiningum um meðferð þeirra ekki fylgt.


mbl.is Versnandi veður fyrir norðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti ekki verið meira sammála þér Axel

Hér setur þú á blað það sem margir hugsa, ég skrifaði smá greinastúf sem birtist í Mogganum í gær en tók ekki eins djúpt á árinni eins og þú gerir þótt meiningin hafi verið svipuð í sinni.

Samfélagslegi tilgangurinn á að spila stórt hlutverk í ákvörðun okkar í kaupum á flugeldum það er allra hagur en það er allt gert til þess að snúa fólki í allskyns blekkingaleik og jafnvel boðið helmingsafsláttur í gegnum tilboðssíðurnar á netinu.

Með bestu jóla og áramótakveðjum

Friðrik (IP-tala skráð) 30.12.2012 kl. 09:54

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta var virkilega góð grein og þörf.  Því miður er ekki hægt að skikka fólk til að versla flugelda hjá björgunarsveitunum en ef það er ekki hægt að höfða til samvisku fólks, þá er eitthvað mikið að því eins og þú segir, með réttu, þá fara afæturnar ekki til aðstoðar ef menn lenda í vanda á landi eða sjó..

Jóhann Elíasson, 30.12.2012 kl. 11:10

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessar "ræningjasölur" hafa einbeittan "brotavilja" því þær sækja í að staðsetja sig við sölustaði björgunarsveitanna og aðkeyrsluleiðir að þeim. Dæmi eru jafnvel um að þeir merki sig þannig að þeir líkist sem mest sölustöðum björgunarsveitanna. Skítlegra verður það vart.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.12.2012 kl. 12:02

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það á bara að einfalda málið með því að láta björgunarsveitirnar fá einkaleyfi á sölu flugelda og þá er málið dautt.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2012 kl. 12:42

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Sammála öllum þessum færslum, góð grein Axel.

Það er ekki víst að fólk átti sig almennt á því hversu stór þáttur af tekjum björgunarsveitanna flugeldasalan salan er, og finnist kannski ekki skipta máli hvar þeir eru keyptir. Þarna ganga afæturnar á lagið

Það væri þess vegna örugglega mikil lyftistöng fyrir fjárhag sveitanna og öryggi allra landsmanna, svo og allra útlendinganna sem þeir leggja sig í hættu fyrir, að veita þeim skylyrðislaust einkaleyfi eins og þú talar um Ásdís.

Starf bjögunarsveitamannsins er líklega fallegasta dæmið sem við Íslendingar eigum um manngæsku, dugnað, mannlega reysn og þor, sem okkur, sem þess njótum, ber að styðja og styrkja með ráðum og dáð. Það gerum við auðvitað best með því að sjá til þess að þeir hafi nægan búnað til starfsins, ekki eru þeir að biðja um peninga fyrir sjálfa sig, þó þeir eyði gjarnan frístundum sínum í að afla þeirra.

Bergljót Gunnarsdóttir, 31.12.2012 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband