Bölvað skítapakk!

Hægri grænir ætla að auka fjármálaöryggi heimila hátekjumanna með því að stórlækka skatta á hátekjumönnum. Jafnvel villtasta frjálshyggjuliðið í Sjálfstæðisflokknum formar ekki að leggja slíka draumóra skattabreytingar á borð kjósenda, þótt þeim langi örugglega til þess.

Ef hugmyndir Hægri gjörninganna ná fram að ganga lækka skattar á manni með tvær milljónir á mánuði um 400.000 –fjögurhundruðþúsund-.  Þessu ætla þeir að ná inn í neðriendanum, skattleggja tekjur allra smælingja þjóðfélagsins sem í dag eru um og undir skattleysismörkum. Maður með 130.000 á mánuði, sem eru skattleysismörkin, og borgar í dag engan tekjuskatt, myndi borga 26.000  til að auka fjármálaöryggi hátekjumanna.  

Ráðstöfunartekjur tveggja milljóna mannsins hækka um 400 þúsund en ráðstöfunartekjur smælingjans lækka úr 130 þúsundum niður í 104 þúsund á mánuði og það munar um minna hjá fólki sem þarf að kreista hverja krónu þar til hún emjar í vonlausri viðleitni sinni að láta enda ná saman.

Svona er hægra réttlætið. Það þarf aðeins að skattpína um 15 öryrkja til að fjármagna skattafslátt hjá einum manni með tveggja milljóna tekjur. Ég held að smælingjar þessa lands sjái ekki það fjármála öryggi sem HG segja felast í þessum hel hugmyndum sínum. 

Þegar flestir tala um að hækka þurfi skattleysismörkin til að auka ráðstöfunartekjur láglaunafólks, ætla Hægri gjörningarnir að fara í þveröfuga átt – afnema skattleysismörkin með öllu.  

Segi það og skrifa – bölvað skítapakk!

 


mbl.is Fjármálaöryggi heimilanna í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Einmitt Axel, "skítapakk" er það fyrsta sem manni dettur í hug þegar þetta, sem betur fer fámenna lið er annars vegar.

hilmar jónsson, 10.3.2013 kl. 14:13

2 identicon

Villtasta frjálshyggjuliðið er í VG. Það framkvæmir villtustu drauma frjálshyggjunnar undir merkjum félagshyggjunnar. Þetta lið ber skítapakksstimpilinn með rentu.

"Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, fær heimild til að skuldbinda ríkissjóð til útgjalda upp á 3,4 milljarða króna í tengslum við uppbyggingu stóriðju á Bakka, verði frumvarp um það að lögum. Að auki er farið fram á heimild til að veita ýmsar ívilnanir í tengslum við verkefnið, meiri en kveðið er á um í lögum um ívilnanir vegna fjárfestinga.

Frumvarpið gerir ráð fyrir því að tekjuskattur rekstrarfélags kísilvers á Bakka, PCC Bakki-Silicon hf., verði fimmtán prósent, en ekki tuttugu prósent eins og lög gera ráð fyrir að megi semja um. Þá verði félagið algjörlega undanþegið tryggingargjaldi, en heimild er í lögum að semja um að félög greiði tuttugu prósent gjaldsins. Þá er gert ráð fyrir að félagið greiði engin stimpilgjöld af skjölum sem það gefur út og njóti 50 prósenta afsláttar af fasteignagjöldum. Heimild er til að semja um 30 prósenta afslátt af fasteignagjöldum. Loks er gert ráð fyrir því að þau skattafrávik gildi í fjórtán ár."

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 14:38

3 Smámynd: Kristinn Eysteinsson

Maður með 130.000 á mánuði, sem eru skattleysismörkin, og borgar í dag engan tekjuskatt, myndi borga 26.000  til að auka fjármálaöryggi hátekjumanna. 
 Það er ýmislegt við stefnu Hægri Grænna sem mér líst ekkert sérstaklega vel á. Þar má t.d. nefna flatan skatt, afnám hátekjuskatts og ýmislegt fleira sem kemur fyrst og fremst hátekjufólki að gagni. Einnig er ýmislegt annað en skattamál sem hægt er að setja út á. En rétt skal vera rétt. Fyrir utan að vilja flatan skatt, þá vilja þeir líka hækka skattleysismörk í kr. 200.000, sem þýðir að þeir sem nú borga nú rúmlega kr. 26.000 myndu ekki borga neinn skatt ef Hægri Grænir stæðu við allt sem þeir lofa (en hvaða flokkur hefur nokkurn tíma gert það?)

Kristinn Eysteinsson, 10.3.2013 kl. 15:02

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gætir þú útskýrt það Kristinn hvernig 20% flatur skattur með 200 þúsund skattleysismörkum getur skilað meiri tekjum í ríkissjóð en núverandi kerfi eins og flokkurinn heldur fram. Eini möguleikinn til þess er að enginn sé persónuafslátturinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.3.2013 kl. 19:20

5 Smámynd: Kristinn Eysteinsson

Gætir þú útskýrt það Kristinn hvernig 20% flatur skattur með 200 þúsund skattleysismörkum getur skilað meiri tekjum í ríkissjóð en núverandi kerfi eins og flokkurinn heldur fram. Eini möguleikinn til þess er að enginn sé persónuafslátturinn.
Þetta er það sem stendur á heimasíðunni þeirra. Ég er ekki í þessum flokki og er ekki sérstaklega stuðningsmaður hans (er ekki búinn að gera upp hug minn). Það er þeirra að skýra út hvernig þeir ætla að bæta tekjutapið. Mér þykir sennilegt að það verði gert með því að minka útgjöld.

Kristinn Eysteinsson, 10.3.2013 kl. 19:30

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef skattur inniheldur skattlaust þrep getur hann ekki kallast flatur skattur. Svo einfallt er það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.3.2013 kl. 19:43

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það skilar ekki hærri tekjum að minnka útgjöld.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.3.2013 kl. 19:44

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er sanngjarnt að allir borgi sama hlutfall í skatt.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.3.2013 kl. 21:05

9 Smámynd: Pétur Harðarson

Lægri skattar þýðir meiri ráðstöfunartekjur fyrir vinnandi fólk og hefur hvetjandi áhrif á vinnumarkaðinn. Það eykur hagvöxt, fólk getur leyft sér meira, keypt meira af vöru og þjónustu sem aftur skilar þá meiru í ríkiskassann. Annars er til lítils að taka eitt stefnumála HG fyrir. Þeir eru líka með á sinni stefnuskrá aðgerðir til að auka þjónustu við fatlaða, öryrkja og ellilífeyrisþega og það eru ekki innantómir frasar heldur eru þeir með aðgerðaráætlun sem er eitthvað sem t.d. núverandi stjórnarflokkar hafa aldrei haft. HG vilja líka skoða fortíðarmál eins Icesave ferlið, endurreisn fjármálageirans, einkavæðingu ÍAV o.fl.

Hvernig finnst ykkur annars skattahækkanir núverandi stjórnar hafa virkað? Eru ellilífeyrisþegar og öryrkjar í betri málum nú en fyrir 4 árum? Ég leyfi mér að efast um það. Verðlag heldur áfram að hækka og kaupmáttur allra minnkar. Ég skil ekki þá áráttu að vera besefast endalaust í hátt launuðu fólk þegar stjórnin hefur ekki sýnt neina tilburði til að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda. Hvað græða þeir á skattpíningu annarra? Akkúrat ekki neitt!! Mestallur peningur fer í skriffinskubálknið sem þarf að reka í kringum flókið skattkerfi og endalausar nefndir sem skila litlu öðru en alitum sem fara fyrir aðran nefndir. Það er ekki nóg að vera með einhverja útópíska hugsjón á bak við skattastefnu heldur þarf að kunna að ráðstafa skatttekjunum líka og þar hefur núverandi ríkisstjórn svo sannarlega fallið á prófi.

Nýju framboðin eiga það skilið að við skoðum stefnumál þeirra gaumgæfilega og ýtum þeim ekki af borðinu einfaldlega vegna þessa að nafn þeirra inniheldur hægri eða vinstri.

Pétur Harðarson, 10.3.2013 kl. 21:21

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er að mínu mati sanngjarnast og mannúðlegast að menn borgi  hlutfallslega eftir getu. Fyrir fólk með um eða innan við 200 þúsund í laun er það stórmál sé tekið af því 40 þúsund í skatt og mun stærra mál en séu 800 þúsund tekin af manni sem er með tvær millur.

Það er mun auðveldara að lifa af 1200 þúsundum en 160 þúsund, allavega samkvæmt minni reynslu, aðrir hafa kannski aðra sögu að segja.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.3.2013 kl. 21:23

11 Smámynd: Pétur Harðarson

Fólk á náttúrulega að geta lifað góðu lífi þó það sé með lág laun. Þar liggur vandinn en ekki hjá þeim sem hafa það gott. Það þarf að auðvitað að reyna að stefna að því að lágmarkslaun þýði ekki að fólk þurfi að búa við fátæktarmörk. Það er ekki nóg að skera bara af toppnum. Það þarf að reisa botninn á hærra plan.

Pétur Harðarson, 10.3.2013 kl. 22:12

12 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta yrði auðvitað lang-einfaldasta kerfið. Einföldunin ein og sér myndi auka tekjur ríkissjóðs um nokkra tugi milljóna - vegna þess að það kostar meira en þú trúir að halda utanum alla skattkerfisflækjuna sem við búum við, og enn meira ef það á að flækja hana meira með fleiri þrepum og afsláttum.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.3.2013 kl. 23:29

13 Smámynd: Guðmundur Björn

Hvað segirðu Axel...hefur þú verið með 1.200þ kr. í mánaðartekjur?

Guðmundur Björn, 10.3.2013 kl. 23:47

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef það skiptir máli, þá var ég á topp frystitogara í 13 ár Guðmundur, en ég sá aldrei ofsjónum yfir því sem rann til samfélagsins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.3.2013 kl. 00:01

15 Smámynd: Guðmundur Björn

Hélt bara að þessi tekjutala væri bönnuð fyrir aðra en Jóku og nánustu vini hennar? 

Hinir (þ.e.a.s. skítalýðurinn) mættu ekki vera með hærri laun en hún....ekki einu sinni seðlabankastjóri.

Guðmundur Björn, 11.3.2013 kl. 08:22

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það verðu að segja eins og er að þessi samanburður og viðmið við laun forsætisráðherra á sínum tíma, var afskaplega kjánaleg og gersamlega misheppnuð tilraun til að skapa sér vinsældir úr engu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.3.2013 kl. 08:33

17 identicon

Sæll nafni, þú ert ekki að fara með rétt mál. Skattleysismörk verða hækkuð upp í 200þús krónur og lágmarkslaun í 240þús, kynbundnum launamun hjá hinu opinbera útrýmt tafarlaust og svo mætti lengi telja ef að HG koma sínum málum til framkvæmda. Gott er að kynna sér málin áður en dreifarinn er settur í gang :)

Axel Óli Ægisson (IP-tala skráð) 11.3.2013 kl. 18:08

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nafni, sú fullyrðing foringja HG að boðaður "flatur" 20% skili meiri tekjum í ríkissjóð en núverandi kerfi, fær fær því aðeins staðist sé skattgreiðendum sé fjölgað frá því sem nú er. Það verður ekki hægt nema þeir sem núna eru skattlausir vegna lágra tekna verði gerðir að greiðendum.

Ef hinsvegar þessi nýlega tilkomna hugmynd ykkar að hækka persónuafsláttinn upp í 200 þúsund fækkar skattgreiðendum enn frekar og skekkir fullyrðingar foringjans enn meir.

Hvort lýgur foringinn eða stefnuskráin, hvorutveggja fær ekki staðist?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.3.2013 kl. 10:52

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nafni, sú fullyrðing foringja HG að boðaður "flatur" 20% skattur skili meiri.... átti þetta að vera.

Flaturskattur er skattur þar sem sama % er lögð á öll laun, án þrepa.

Ef skattlagning byrjar á 200 þúsund króna skattlausu þrepi, er skatturinn ekki lengur flaturskattur. Svo nafngiftin hjá HG er fyrir það fyrsta ósönn, eins og raunar flest í þeirra málflutningi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.3.2013 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.