Bjarni Ben lýsir skoðun sinni af fullkominni einlægni.

 

Margir hafa orðið til þess að gagnrýna Bjarna Benediktsson fyrir þau orð sem hann lét falla í meðfylgjandi myndbandi,  um vesalings ríka fólkið sem er illa haldið og býr við verulega skert kjör vegna tekjuskerðingar í kjölfar hrunsins.

Það er ekki hægt að hnýta í Bjarna fyrir þetta. Þetta er einfaldlega hans innsta sannfæring, kjarninn í hans hugmyndafræði og því sagt í fullkominni einlægni.  Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn hafa auðvitað fullan rétt á slíkri skoðun og stefnu.

Það er hinsvegar stóra spurningin hvort það er af klárri heimsku eða hreinni vorkunnsemi sem fjöldin allur af lágtekjufólki ætlar að skerða enn frekar eigin kjör með því að greiða Bjarna og Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt, svo þeir geti komið bágstöddum auðmönnum til bjargar og betri lífskjara.   

 


mbl.is Ekki nauðsyn á meiri skattahækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,

Það er hinsvegar stóra spurningin hvort það er af klárri heimsku eða hreinni vorkunnsemi sem fjöldin allur af lágtekjufólki ætlar að skerða enn frekar eigin kjör með því að greiða Bjarna og Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt, svo þeir geti komið bágstöddum auðmönnum til bjargar og betri lífskjara.   "

 

Þetta lágtekjufólk tekur svo á sig mikla kjaraskerðingu vegna þess að þessi sami Bjarni formaður sjálfstæðisflokksins ætlar ekki að borga til baka alla milljarða tugina sem hann fékk lánaða hjá lífeyrissjóðunum !!!

JR (IP-tala skráð) 23.4.2013 kl. 22:14

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður eins og ævinlega Axel, þú kannt að koma orðunum að þessu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2013 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband