Miklihvellur - þegar allt varð til úr engu

Megaskuldurum þykir meira en sjálfsagt að þjóðin taki fulla hlutdeild, sjálfskuldarábyrgð raunar, í  vanda þeirra og greiði fyrir þá skuldirnar svo þeir sjálfir þurfi sem minnst að raska sínum lífsstíl. 


Í þeim tilgangi fylktu yfirskuldsettir Íslendingar sér um Framsóknarflokkinn og kosningaloftbóluloforð hans,  sem helst mætti líkja við undur Miklahvells. Fjármagnið virðist eiga að verða til úr engu, sennilegast kemur það bara siglandi út úr þokunni í höfði formannsins,  rétt sisvona án þess að nokkur leggi það til.


Mig grunar að hefði framsjalla bóluhagkerfið ekki hrunið  og brask- og gullgrafaraæði þessa fólks að lokum skilað því feitum hagnaði, en ekki skuldum, þá væri tómt mál um að tala að þjóðin ætti einhverja hlutdeild í þeim hagnaði. Þó fullkomlega eðlilegt þyki að jafna út skuldunum.


Það læðist að manni sá grunur að tímasetning og aðferðafræði uppsagnanna hjá RUV hafi ekki verið tilviljun. Að RUV bomban sé í raun óvenju fiturík og súr smjörklípa og slengt fram til að draga athyglina sem mest frá komandi floppi Framsóknar, þeirri staðreynd að töfralausnin sú verður hvorki fugl né fiskur. Útkoman verður eins og flokkurinn allur og loforð hans, innantóm froða.


 


mbl.is „Hvaðan koma peningarnir?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Talandi um smjörklípur:

"að þjóðin taki fulla hlutdeild, sjálfskuldarábyrgð raunar, í  vanda þeirra og greiði fyrir þá skuldirnar"

Er rétt að benda þér á að ekkert slíkt stendur til.

Og ef það stendur til þá er það ekki í þágu heimilanna að láta þau borga sjálf fyrir sína eigin leiðréttingu. Slíkri aðgerð yrði mótmælt hástöfum af öllum sem í hlut eiga.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.11.2013 kl. 13:05

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hefur það ekki margsinnis gerst í íslenskri pólitík Guðmundur, að það sem alls ekki stóð til að kveldi var orðin staðreynd að morgni?

Já, já, auðvitað verður mótmælt. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.11.2013 kl. 13:13

3 identicon

"Og ef það stendur til þá er það ekki í þágu heimilanna að láta þau borga sjálf fyrir sína eigin leiðréttingu"

 Hvaða leiðréttingu ertu að tala um? Þú meinar samninginn sem þetta fólk skrifaði sjálft undir? Af hverju þarf ég að borga fyrir það að þau fengu peninga?? Láta bankanna borga þetta eða engan, ég á ekki að þurfa að borga fyrir brask annarra. 

Jói (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 13:28

4 identicon

Athugið einnig að ef þetta kemur fram í skattaafslætti þá bitnar þetta á hinum sem borga skatt. Ríkið fær minni pening þegar minni skattur er greiddur, og þá þurfum við hin annaðhvort að borga meira til að bæta uppí, eða þá (sem er líklegra) er að þjónusta versnar. Af hverju á ég að borga meira í skatt en Jón Jónsson sem tók verðtryggt lán viljandi??

Jói (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 13:33

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skuldajöfnun Framsóknar lendir á þjóðinni á einn eða annan hátt. Spurningin er aðeins hvaða brellupólitík verður beitt til að koma þeirri eignatilfærslu í kring svo lítið beri á.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.11.2013 kl. 14:56

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jæja Guðmundur, þá er dýrðin opinber. Það sem ekki stóð til varð raunin, sýnist mér.

Ertu sáttur? Mótmæli?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.11.2013 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband