Á svo að stíga næsta skref?

Talsmenn vopnaðar lögreglu hljóta að telja þennan hörmungaratburð vera mikilvægan áfangasigur að því markmiði sínu að vopna lögregluna.

Ég held að hugur ríkislögreglustjórans ætti ekki hvað síst að vera hjá lögreglumanninum sem skaut banaskotinu og vonandi fær hann alla þá aðstoð og hjálp sem hann mun klárlega þurfa á að halda á næstu vikum og mánuðum.

 


mbl.is Notuðu 9mm skotvopn við aðgerðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er ekki  stefnan sú að þetta verði eins og í villta vestrinu "skjóta fyrst og spyrja svo"?????  Manni finnst, án þess að þekkja til málsins, að það hljóti að hafa verið hægt að yfirbuga manninn án svona skelfilegra afleiðinga????

Jóhann Elíasson, 2.12.2013 kl. 16:30

2 identicon

Maður veltir því óhjákvæmilega fyrir sér hvort ekki hefði mátt þreyta hann meira og lengur,nú eru til alls kyns tól til að nota í svona tilfellum,án þess að ég ætli að fara að gerast sérfræðingur,en kannski voru aðstæður þannig að nauðsynlegt hafi verið talið að skjóta manninn.

Kristján (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 16:39

3 identicon

Hér ytra á vinstri ströndinni er oft talað um "Monday morning quarterbacking" og geta ókunnugir leitað uppi þýðinguna á netinu. Óvarlegt að hafa hátt um það sem menn vantar allar upplýsingar um

Erlendur (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 16:52

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta er hreint skelfilegt. Hvað kemur þessum manni að gera svona nokkuð? Um leið og hann beitir skotvopni gegn lögreglu og þess vegna hverjum sem er þá á hann sér tæplega nokkrar málsbætur.

Þarna hefur einhver aðdragandi verið sem sennilega verður ekki upplýstur þar sem ekki verður dauður maður yfirheyrður. En atburður þessi er þáttaskil í afbrotasögu Íslendinga og það er mjög dapurt.

Guðjón Sigþór Jensson, 2.12.2013 kl. 16:59

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég sé ekki hvernig þetta er einhver auglýsing fyrir frekari vopnaburði lögreglu, nema síður sé.

Og ég fæ ekki betur séð en fórnarlambið hafi verði ofdrykkjumaður í vafasömu andlegu ástandi. Og búinn að vera þannig lengi.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.12.2013 kl. 17:19

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Voru ekki allir almennir borgarar búnir að koma sér í skjól þegar víkingasveitin kom á svæðið og gerði sjálfa sig að aðalvandamálinu og skotmarki um leið.

Mér finnst sumir einblína of mikið á byssur sem einhverra töfralausn fyrir lögregluna. Byssur kunna að spara lögreglunni einhvern tíma í stöku tilfellum, en skapa, þegar upp er staðið, fleiri vandamál en þær leysa. Ég held að það geti varla hafa verið höfuðatriðið í þessu máli þó frekara eignatjón hefði orðið vegna frekari tafa á innrás í íbúðina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.12.2013 kl. 17:26

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ásgrímur, talsmenn vígbúnaðar hafa einmitt alltaf talið svona atburði sanna mikilvægi vopnaburðar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.12.2013 kl. 17:35

8 identicon

Að vopnavæða lögregluna leysir engan vanda að mínu mati.

Ekki vill ég búa við samfélag eins og t.d í US.

Kristjan (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 17:36

9 identicon

Ég verð að segja að mér finnst það kexruglaður hugsunarháttur að segja að lögreglan sé að "gera sjálfa sig að aðalvandamálinu" þegar hún kemur til að fást við óðan byssumann í íbúðarhúsi.

kolbeinn (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 17:47

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Erlendur, eiga þá skoðanaskipti um gjörðir fólks ekki rétt á sér?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.12.2013 kl. 17:50

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

kolbeinn, ef þú heldur að það hafi engin áhrif á mann í þessu ástandi að sjá vopnaða menn sækja að sér, þá velkist ég ekki í vafa hvoru megin veggjar kexið liggur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.12.2013 kl. 17:56

12 identicon

Skoðanaskipti eigan fullan rétt á sér, ég var bara að hvetja menn til að fara varlega með fullyrðingar um hvernig átti að leysa þetta hörmulega mál án þess að vita mikið um staðarhætti og aðstæður.

Ég held að allir geti verið sammála um að hér hafi átt sér stað hörmulegur atburður án þess að vera að hnýta í lögregluna fyrr en málsatvik eru kunn.

Erlendur (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 18:08

13 identicon

Maðurinn skýtur og skýtur í marga klukkutíma. Hann svarar engum símum og þegar táragasi er skotið inn í íbúðina en hann lætur sér ekki seigjast. Hvað á að gera? Hann skýtur svo á lögreglumenn niður á götuni og svo þegar þuðst er inn í íbúiðna af vopnuðum lögreglumönnum þá ákveður maðurinn að skjóta á þá...

Jú kannski hefðu þeir þá bara átt að láta hann drepa svona eins og tvær löggur, og halda svo fund og ákveða hvað hægt sé að gera?? Er ekki allt í lagi með fólk hérna? Ef eitthvað er þá hefði átt að vera búið að skjóta þennan mann mun fyrr niður en gert var!

Hvað mun fólk td seigja ef og þegar að því kemur að maður fer inn í skóla hér eða verslunarmiðstöð og fer að skjóta fólk niður? Á bara að lofa slíkum manni að skjóta og drepa þangað til öll skot eru búin? Nei vel að verki staðið og gott að þessi maður var bara skotin niður, og þó fyrr hefði verið!

ólafur (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 19:23

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Haglabyssur eru ekki banvænar nema á tiltölulega stuttu færi Ólafur! Vandalaust að halda sig utan skotfæris þarna í portinu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.12.2013 kl. 20:33

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvernig byrjaði þetta lögguleikrit mafíunnar eftirlitslausu og siðlausu?

Á löggæslustjórnsýslan að rannsaka sjálfa sig, og komast að réttlátri niðurstöðu á löglegan hátt?

Það er hætt við að mannlegu veikleikabrestirnir, sem eru óhjákvæmilega til í fari allra mannlegra, fái að ráða för í slíku verklagi, þegar einhver á að rannsaka og upplýsa sína eigin glæpi og annarra í sömu nefndinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.12.2013 kl. 20:59

16 identicon

það er alveg rétt hjá þér. ENN var hann einn? Var hann með riffil lika? Og þá hvernig riffil? Veiðiriffil eða kannski ólöglegan semi auto riffil? Nú eða e h öflugra? þetta gat lögreglan ekki vitað. Ég hef séð hérna á Íslandi handsprengju á heimili, og vopn sem þú bara sérð í bíómyndum.

það var ekkert annað í stöðuni úr því sem komið var held ég. Því miður...

ólafur (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 21:04

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvað með aðstandendur þess sem drepinn var? Þurfa þeir ekki áfallahálp? Eða skipta þeir engu máli. Þeir fá meira að segja aldrei að vita hver drap manninn. Er hægt að hugsa sér sárari stöðu í lífinu?

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.12.2013 kl. 21:08

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigurður, vissulega, ég held að enginn sé að gera lítið úr þeim. Ef þú hefur lesið fréttina sem þetta blogg er afleiða af, hvar ríkislögreglustjóri áréttar að hugur lögreglunar sé hjá ættingjum hins látna.

Ég bendi hinsvegar á að hann hefði ekki síður átt að beina hug sínum til lögreglumannsins sem skaut banaskotinu. Það er jú fyrst og fremst hann sem þarf að burðast með þennan atburð á sálinni það sem hann á eftir ólifað. Satt best að segja þá vorkenni ég honum mest.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.12.2013 kl. 22:17

19 identicon

Það má vel vera að þarna hafi loksins verið réttlæting fyrir notkun sérsveitar og skotvopna, en að sama skapi er tími til kominn að athuga og stoppa svindlið: sérsveitin sinnir mest megnis venjulegum lögreglustörfum sem leyfir lögeglustjórum að væla yfir meintum skorti á lögregluþjónum, því störf sérsveitarinnar skrifast á ríkislögreglustjórann.

Það ætti líka að vera öllum ljóst að pyntinganefnd Evrópuráðsins var að skamma okkur fyrir að vera ekki með innra eftirlit með lögreglunni, eins og hvert annað þriðja heims ríki. 

símon (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 22:33

20 identicon

Ég sagði aldrei að það hefði ekki "áhrif" á manninn. En þú virðist vera að ýja að því að lögreglan hefði bara átt að halda sig til hlés og leyfa manninum að athafna sig, til að styggja hann ekki. Það er stórkostlega vitlaust. Þegar það er greinilega óstabíll maður á ferð með skotvopn þá verður lögreglan að bregðast við því.

kolbeinn (IP-tala skráð) 3.12.2013 kl. 00:34

21 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Svona mál er víst útilokað að leysa á bloggsíðum. það verða að gilda siðferðisleg lög og reglur í hverju ríki. Allir eru, eða eiga að vera, jafnir fyrir lögum, samkvæmt gildandi stjórnarskrá á Íslandi, árið 2013.

Hver á að framfylgja lögum og reglum á siðferðislegan og löglegan hátt?

Og hver ber ábyrgð á stóru málunum, og niðurstöðum fjölmiðlastýrðra götudómstóla?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.12.2013 kl. 23:51

22 Smámynd: Jens Guð

  Þessi sorgaratburður kallar eðlilega á umræðu.  Það er nýtt í sögu Íslands að lögregla skjóti fólk til bana.  Við þurfum að finna leið til að þetta endurtaki sig ekki.  Mér dettur í hug hvort hægt sé að beita í svona tilfelli einhverskonar svefnpílum,  eins og notuð eru erlendis á hættuleg dýr. 

Jens Guð, 4.12.2013 kl. 00:24

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já, það verður að fara fram umræða um málið og það skoðað ofan í kjölinn.   

Það er galli á okkar kerfi að saksóknari skuli rannsaka lögregluna. Er hann og lögreglan ekki bara sín hvor hliðin á sama pening? Svona rannsóknir þurfa að hafa það yfirbragð og verklag að hafið sé yfir allan grun að niðurstaðan sé sannleikurinn, en ekki eitthvert yfirklór. Þar eru hagsmunir lögreglunnar hvað mestir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.12.2013 kl. 09:00

24 identicon

Axel, auðvitað er þetta sami peningurinn og það er ekkert leyndarmál að það er næstum vonlaust að kæra lögreglu fyrir lögbrot, og þá skiptir engu máli hvort viðkomandi sé grunaður um óþarfa ofbeldi eða barnaníð.

En því miður þá hafa menn eins og Stefán Eiríksson og Haraldur ríkislögreglustjóri sinnt sínum störfum í mörg ár án þess að sýna þessu nokkurn áhuga og því greinilegt að þeir séu hræddir við óháð eftirlit með lögreglu. 

Það kemur þeim sem hafa fylgst með embættisverkum þeirra ekkert á óvart: http://www.dv.is/frettir/2013/1/18/thad-ma-ekki-anda-toppana-i-loggunni/

Kannski ætti fólk að fara spurja sig hvort það sé ekki tími til kominn að Mogginn hætti að þagga þetta í hel, þótt þarna komi eintómir Flokksmenn við sögu, og ef blaðið neitar að breyta um stefnu, hvort það sé siðferðislega réttlætanlegt að halda áfram að treysta/kaupa áskrift?

PS Þriðja fórnarlambið var 9 ára.

símon (IP-tala skráð) 4.12.2013 kl. 20:14

25 identicon

Með athugasemdina hér að ofan í huga og siðblindu yfirmanna, þá væri líka fínt ef fréttamenn og fólk almennt fari að hugsa sig tvisar um áður en farið er að trúa áróðrinum frá þessum mönnum. Næst þegar þeir kvarta t.d. yfir skorti á lögregluþjónum þá þyrfti að spyrja þá hvers vegna þeir hafa alltaf gleymt að nefna að þeir hafa einfaldlega látið sérsveitina taka yfir hefðbundin störf? Þetta er bara tilfærsla mannafla til ríkislögreglustjóra og bókhaldsfiff. 4559 verkefni á einu ári, en þar af aðeins um 60 raunveruleg sérsveitarverkefn:

 http://www.dv.is/frettir/2012/9/10/nog-ad-gera-hja-sersveitinni-4559-verkefni-arid-2011/

símon (IP-tala skráð) 4.12.2013 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband