Ég vorkenndi Gylfa

Við áhorf á Kastljós kvöldsins komst ég á það stig að vorkenna Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, í viðureign hans við Vilhjálm Birgisson verkalýðsforingja af Akranesi, en aðeins augnablik.

Gylfi talaði lítið um vilja og þarfir sinna umbjóðenda, en því meira um vilja og þarfir Samtaka Atvinnulífsins. Hans málflutningur snérist aðallega um hagsmuni SA;  ...þeir sögðu nei,......þeir höfnuðu því,....þeir vildu ekki, ....þeir samþykkja ekki, ....þeir vildu ekki þetta og þeir vildu ekki hitt.

Rýr væri eftirtekja áratugabaráttu verkalýðshreyfingarinnar hefði hún alltaf strax lagt niður skottið, í hvert skipti sem  atvinnurekendur höfnuðu framsettum kröfum!

Aðspurður kvaðst Gylfi vel geta lifað af lágmarkslaunum. Til hvers er verkalýður þessa lands þá að greiða Gylfa fimm eða sexföld þau laun? Ekki verða ofurlaun Gylfa skýrð með árangri í starfi, svo mikið er víst.

Setjið Gylfa niður á lægsta taxtann strax á morgun, hann þarf ekki meira, segir það sjálfur. Líklegt má þó telja að skilningur hans á hækkun lægstu launa myndi aukast eitthvað eftir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Algjörlega sammála. Þetta var aumkunarverð framistaða hjá Gylfa. Aftur á móti sýndi Vilhjálmur afburða framistöðu, en var þó hógvær á allan hátt.

Sveinn R. Pálsson, 7.1.2014 kl. 22:18

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er kominn tími til að árangurstengja laun forseta ASÍ. Verði það gert getur hann þakkað fyrir ákvæðið um lágmarkslaun, hann fer þá ekki niður fyrir það, ræfillinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.1.2014 kl. 00:02

3 identicon

Þetta var vandræðalegt hjá Gylfa, lélegasti samningamaður allra tíma þarna á ferð..

DoctorE (IP-tala skráð) 8.1.2014 kl. 08:04

4 Smámynd: Jens Guð

  Um suma er sagt að þeir lifi í fílabeinsturni.  Það þýðir að viðkomandi sé í einhverju umhverfi eða félagsskap sem er úr tengslum við raunveruleikann sem almenningur býr við.  Gylfi er úr tengslum við skjólstæðinga sína.  Hann er með um 1200 þúsund í mánaðarlaun (heyrði ég í útvarpinu í gær) og ýmis fríðindi.  Hann hefur engan skilning á aðstæðum þeirra sem eru á 250 - 300 þúsund kr.  mánaðarlaunum.  Það kom glöggt fram í Kastljósi.    

Jens Guð, 8.1.2014 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband