Glæsileg framtíðarsýn, héðan séð?

Margt bendir til þess að þróun ESB verði hröð í átt að aukinni miðstýringu á kostnað sjálfstæðis aðildarlandanna ef marka má orð Viviane Reding, dómsmálastjóra Evrópusambandsins og varaforseta framkvæmdastjórnar sambandsins. Hún vill raunar stíga  skrefið til fulls og gera Evrópusambandið að Bandaríkjum Evrópu. Þetta kann að vera skynsamlegt pólitískt séð og eina ráðið til að sameiginleg efnahagsstjórn og mynt verði ekki í skötulíki til frambúðar.

Þá standa aðildarríkin frammi fyrir því að yfirgefa sambandið eða afsala sér sjálfstæði sínu og gerast fylki í hinu nýja ríki.  Það gæti orðið erfiður biti að kyngja fyrir sum þeirra hið minnsta.

Hvernig ætli Íslendingum almennt hugnist sú framtíðarsýn að Ísland verði  sýsla í Bandaríkjum Evrópu?  Hrollur og heiftarleg gæsahúð verður eflaust svar margra við þeirri spurningu þó einhverjir muni reyna að þvinga fram bros, út í annað.

Ég efast meira segja um að margir fylgjendur aðildar að ESB í dag, yrðu  talsmenn aðildar þegar  Bandaríki Evrópu eru orðin að veruleika. Þetta innlegg Viviane Reding í umræðuna er líklegt til að hafa sterkari áhrif á afstöðu margra Íslendinga til ESB en öll umræðan fram til þessa. Eða hvað?


mbl.is Byggð verði upp Bandaríki Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko, ef t.d. Davíð segist ekki vilja þangað inn þá mun öll hjörðin ærast og ryðjast inn með látum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.1.2014 kl. 23:03

2 Smámynd: Aztec

Það hefur legið fyrir allar götur síðan ESB leysti EBE af hólmi með Maastricht-sáttmálanum, þá yrði stefnt að samruna og miðstýringu. Aðildarríki ESB hafa þegar skert sjálfræði að miklu leyti, sjálfræði sem þau höfðu meðan EBE var enn við lýði.

Samrunasinnarnir hjá ESB tala gjarnan um Bandaríki Evrópu eða Sambandsríki Evrópu, en fyrir ESB-andstæðinga er frekast um 4. ríkið að ræða, þar eð Þýzkaland er potturinn og pannan í öllu klabbinu. Ríki sem stefndu fyrst og fremst að fá aðgang að innri mörkuðum hafa greitt fyrir það með því að afsala sjálfstæðinu.

Aztec, 8.1.2014 kl. 23:49

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þróun ESB hefur verið í þessa átt einungis harðir INNLIMUNARSINNAR hafa neitað að viðurkenna það.  En staðfesta þessi ummæli ekki þessa þróun????

Jóhann Elíasson, 9.1.2014 kl. 03:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband