Hvað er þessi maður að vilja upp á dekk?

Þorsteinn Pálson hefði betur sýnt sama fítonskraft og ákefð  þá 14 mánuði sem hann var forsætisráðherra Íslands 1987 – 1988 og hann sýnir í þessu ESB áhugamáli sínu.

Í forsætisráðherratíð Þorsteins var allt að fara fjandans til í efnahagsmálunum, en Þorsteinn sat aðgerðalaus og lét allt reka á reiðanum. Stjórnun hans  einkenndist af gunguskap, úrræðaleysi og ákvarðanafælni. Auk þess hafði Þorsteinn litla eða enga stjórn á þingflokki sínum, sem fór sínu fram.

Sagt var að forsætisráðherratíð Þorsteins hafi verið dýrasta stjórnunarnámskeið Íslandssögunnar og mun það ekki ofmælt.

En núna er Þorsteinn sem sagt mættur galvaskur upp á dekk með réttu lausnirnar.


mbl.is Það verða alltaf skammtíma hagsmunir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Langtímahagsmunir örfárra í tengslum við kvótakerfið og framsalið hafa skaðað þjóðina meira en nokkru sinni mun verða hægt að upplýsa.

Engin þjóð hefur efni á að borga með sinni dýrustu auðlind og þar að auki borga það með velferð þegnanna sjálfra. 

Árni Gunnarsson, 6.3.2014 kl. 18:32

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vel mælt Árni!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.3.2014 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband