Þingmenn leggja niður vinnu

Alþingismenn leggja niður vinnu um óákveðin tíma frá og með morgundeginum þrátt fyrir að fyrir þinginu liggi haugar af ókláruðum verkefnum. 

Þarf ekki lagasetningu á þetta lið svo það haldi sér að verki? Það hefur ekki verið vandamál fram að þessu að beita lagasetningum á aðrar starfsstéttir í slíkum tilfellum og af mun minna tilefni!


mbl.is „Leiðréttingin“ samþykkt á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Vilhjalm_Birgisson/oskiljanleg-akvordun-22-thingmanna

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.5.2014 kl. 23:04

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Við setjum þessi óafgreiddu mál bara í þjóðaratkvæðagreiðslu og sendum þingið heim "for good" og svo verða bara þjóðaratkvæðagreiðslur um öll mál sem eftir eru.................

Jóhann Elíasson, 17.5.2014 kl. 07:53

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sumir eru reyndar þeirrar skoðunar að því lengur sem þingmenn eru frá störfum því betra. Þeir geri minni skammir af sér á meðan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.5.2014 kl. 16:36

4 Smámynd: Aztec

No-one's life, liberty or possessions are safe while the legislature is in session.

- Murphy's law

Aztec, 18.5.2014 kl. 00:10

5 Smámynd: Aztec

"og svo verða bara þjóðaratkvæðagreiðslur um öll mál sem eftir eru"

Ég hef þegar séð fyrir mér orðalagið á atkvæðaseðlinum í einu af þessum ókláruðu málum:

"Viltu draga ESB-umsóknina tilbaka?

__ Já.

__ Já, endilega.

__ Ekki spurning."

Nei, asni er ég. Þjóðin var ekki spurð áður, svo að það er engin þörf á því að spyrja hana nú. Það á bara að hrinda afturkölluninni í framkvæmd.

„Þar að auki er aug­ljóst að ný rík­is­stjórn gæti þá tekið upp aðild­ar­viðræður að nýju fyr­ir­vara­laust og án samþykk­is Alþing­is, ef samþykkt Alþing­is frá ár­inu 2009, sem veitti fram­kvæmda­vald­inu heim­ild til samn­ingaviðræðna við ESB, hefði ekki verið aft­ur­kölluð. Það er því ljóst að mjög óheppi­legt væri að nú­ver­andi rík­is­stjórn skildi málið al­ger­lega eft­ir í lausu lofti. Hún verður að setja punkt­inn aft­an við þetta mál með svo skýr­um hætti að ný rík­is­stjórn geti ekki farið aft­ur af stað með málið án samþykk­is Alþing­is og þjóðar­inn­ar.“, segir Ragnar Arnalds.

Aztec, 18.5.2014 kl. 00:27

6 identicon

Ég legg til að þingmenn fái bara 5 vikna sumarfrí eins og allir aðrir og vinnuvika þeirra verði 35 tímar, þeas. mánudaga-föstudaga 9-5. Það þyrfti auðvitað að breyta vinnuskipulaginu, gera það skilvirkara. Í því sambandi hef ég margar góðar hugmyndir úr atvinnulífinu, hugmyndir um hagræðingar, sem snerta öll efri lög stjórnsýslunnar. :D

Pétur D. (IP-tala skráð) 18.5.2014 kl. 22:51

7 Smámynd: Jens Guð

Ég skil hvorki upp né niður í þessum vinnustað. Á öðrum vinnustöðum er algengast að fólk sé við vinnu frá 7 - 16.00 eða 8 - 17.00 eða 9 til 18.00. Þarna er losarabragur á öllu. Sumir eru þaulsetnir yfir súkkulaðitertum langt umfram kaffitíma. Svo eru menn í ræðustól langt fram á nótt í öðrum tilfellum og messa yfir tómum þingsal heilu og hálfu nætur. Dag eftir dag. Á klósettum Alþingis eru - að því er mér er sagt - leifar af kókaíni upp á hvern dag. Og gott ef ekki kynlíf líka. Samt ekki alveg upp á hvern dag.

Jens Guð, 19.5.2014 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband