Hafnaði boði um lúxusdvöl á Íslandi, kjáninn sá arna

Flugdólgurinn hefði betur þegið boð flugstjórans að verða settur af á Íslandi. Hér hefði hann fengið nokkurra mánaða dóm (ef þá nokkurn), skilorðsbundinn að mestu eða öllu, auðvitað. Og svo að sjálfsögðu vinalegt klapp á bakið við brottför eftir stutta dvöl á 5stjörnu hóteli ríkisins.  

En nú bíður hans allt að tuttugu ára gisting  vestra í híbýlum og aðbúnaði, sem trúlega uppfyllir ekki Íslenskar kröfur um ýtrasta íburð og þægindi slíkra gististaða.


mbl.is Flugdólgi hótað með Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, hann fer á mis við mikið. Og ekki óvíst að hann eigi eftir að "naga sig mikið í handarbökin" yfir því að hafa hafnað þessu boði, flugstjórans.  En hann hefur nægan tíma til að kynna sér það sem hann missti af...................

Jóhann Elíasson, 17.7.2014 kl. 20:16

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Blessaðir veriði, hann fattar það aldrei.  Fólk á nefnilega ekki til að kynna sér neitt.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.7.2014 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband