Munið Sæfara

Það væri holt fyrir „hópinn“ „Horft til framtíðar“ að hafa í huga að til þess að hafa þokkalega sín til framtíðar er nauðsynlegt að þekkja fortíðina.

Áður en stokkið er til og keypt einhver útlifuð Grísk ferjudrusla fyrir Vestamannaeyinga væri holt að rifja upp kaupin á Grímseyjarferjunni Sæfara og það ævintýri allt.

Í þau kaup var ráðist af mikilli "framsýni". En sá framtíðardraumur varð að martröð þegar raunverulegt ástand flaksins varð ljóst.

Dýr varð sú framtíðarsýn öll.


mbl.is Misvísandi úttektir á grísku ferjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það fyrsta sem menn þurfa að gera sér grein fyrir er að Landeyjahöfn er ónothæf nema í sumarblíðviðri og þar af leiðandi er alveg út í hött að "kaupa" ferju fyrir þá höfn. Ef það er rétt að gera þurfi stórbreytingar á öllum landgöngumannvirkjum í Eyjum og uppi á Landi fyrir þessa Grísku ferju, gerir það sjálfkrafa að verk7m að sá kostur "fýkur" út af borðinu og það gefur auga leið að flak sem hefur eingöngu verið í ferðum við "sumaraðstæður" í Miðjarðarhafinu getur tæplega verið búin til siglinga í Norður-Atlantshafi.

Jóhann Elíasson, 23.12.2014 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband