Ekkert skaup í ár?

Veit einhver af hverju Sjónvarpið var ekki með neitt áramótaskaup í ár, varð það niðurskurði að bráð?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það var á dagskránni eitthvað sem hét áramótaskaup en sá dagskrárliður hefur greinilega ekki farið í gegnum neitt gæðastjórnunarferli áður en það var sett í loftið.  Ég er ekki mjög sáttur við það hvernig útvarpsgjaldinu mínu er varið..........

Jóhann Elíasson, 31.12.2014 kl. 23:40

2 identicon

Það var viss ferskleiki sem fylgdi sjálfsgagnrýni Skaupfólksins, þegar það söng "Við erum krappí.. krappí" þarna í lokin.

Annars var það góð hugmynd að láta feminísku æskulýðsfylkingar vinstriflokkanna sjá um skaupið.
Þetta var örugglega að kostnaðarlausu fyrir Ríkisútvarpið, er það ekki?

Hilmar (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 23:44

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Var þetta virkilega skaupið, ég hélt að ég væri að horfa á lélega endurgerð af Friends.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.12.2014 kl. 23:46

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvaða máli skiptir það Hilmar, hvar húmorslaust fólk er í pólitik?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.12.2014 kl. 23:47

5 identicon

Húmor er afstæður Axel, Kim Jong Un hefði velkst um af hlátri yfir hárbeittum sósíalískum realádeilum á spillt vestrænt þjóðfélag sem er stjórnað af kapítalískum svínum.

Hinir sem hlægja eru aðstandendur barnanna sem sáu um framleiðsluna. Maður verður að standa með börnunum, þó þeir geri í brók.

Hilmar (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 23:49

6 identicon

Annars var ég að fá þær fregnir, að Ríkisútvarpið gekk í lið með Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur. Það verður ekki EINN brandari sagður í stofnuninni, fyrr en ríkisstjórninni hefur verið komið frá völdum. Fólk SKAL gera sér grein fyrir því að hér verður ekkert fyndið fyrr en sósíalísku réttlæti verður komið á.

Hilmar (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 23:55

7 identicon

Ég fékk alveg óstjórnlega löngun til að bæta heyi á kýrnar þegar skaupið byrjaði, hefði betur gert það!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 23:55

8 identicon

Skaupið arfaslakt.

Jafnvel minni húmor en í textum Páls Vilhjálmssonar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.1.2015 kl. 00:04

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hilmar það hefur alltaf verið gert grín að ríkisstjórnum í liðnum skaupum, því þessi ofurviðkvæmni núna?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.1.2015 kl. 00:10

10 identicon

Axel, það var ekkert grín gert að ríkisstjórninni.

Hilmar (IP-tala skráð) 1.1.2015 kl. 00:12

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Meiri húmor í kúnum Bjarni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.1.2015 kl. 00:12

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Slakt er það orðið Haukur þegar Páll Vilhjálmson virkar fyndin í samanburðinum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.1.2015 kl. 00:15

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er það eina broslega við skaupið Hilmar, allur þessi efniviður úr að moða um ríkisstjórnina, en útkoman verri en engin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.1.2015 kl. 00:19

14 Smámynd: Aztec

Ég man eftir skaupinu 2009, því fyrsta í tíð vinstristjórnarinnar. Í því skaupi (sem ekki var fyndið fyrir fimm aura) var Jóhönnu og Steingrími hrósað í hástert, enda var fannst aðeins stuðningsmönnum Samfó og VG skaupið gott, skv. könnun sem var gerð.

Eiginlega hefur verið lítil sem engin fyndni verið í áramótaskaupinu síðan Flosi Ólafsson sá um það fyrir 35 árum. Síðan þessir þrír gömlu skemmtikraftar sem gátu virkilega verið fyndnir, Jón Múli, Flosi og Ómar Ragnarsson hurfu yfir móðuna miklu hefur mestöll fyndni horfið úr íslenzkum fjölmiðlum. Bæði RÚV, Stöð 2 og Bylgjan eru svo gjörsamlega sneydd öllum húmor að það er augljóst að húmorslausasti hluti þjóðarinnar vinnur á þessum fjölmiðlum. Álíka og sá hluti þjóðarinnar sem er lélegastur í ensku starfa sem þulir og þáttastjórnendur.

Síðustu árin hefur stjórn RÚV fengið alls konar lið sem hefur verið gersneytt kímnigáfu til að sjá um skaupið, þegar nær hefði verið að fela annað hvort Spaugstofugaurunum eða Baggalúti að taka það að sér.

"Annars var það góð hugmynd að láta feminísku æskulýðsfylkingar vinstriflokkanna sjá um skaupið." Já, það útskýrir margt. Femínistar eru hlægilegastar af öllum og synd að þær geta ekki hlegið að sjálfum sér. En til þess þarf auðvitað kímnigáfu.

- Pétur D.

Aztec, 1.1.2015 kl. 00:51

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hygg að Ómar Ragnarsson vilji meina að það séu nokkuð ýkt að hann sé farin yfir móðuna miklu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.1.2015 kl. 01:01

16 Smámynd: Rafn Guðmundsson

mér fanns skaupið bara ágætt svona að mestu.  t.d. sýndist mér framsók vera sýnd í réttu ljósi og það er alltaf fyndið

Rafn Guðmundsson, 1.1.2015 kl. 01:17

17 identicon

Smá miskilningur hér á ferðinni, áramótaskaup RÚV var aldrei þessu vant á 30. des. í áramótauppgjöri kastljóss.  Þar fengu listaspírur og menningarvitar að tjá sig, gagnrýnislaust, um eigið ágæti og mikilvægi RÚV fyrir íslenska menningu.  Það var bráðfyndið og hverrar krónu virði.  Drottningarviðtalið við blaðamenn DV var óborganlegt, Helgi Seljan nánast táraðist með viðmælendum sínum.  Hallgrímur Helgason átti sitt móment og einhver listaspíra átti eintal við eigið sjálf um hversu mikilvægt RÚV væri fyrir þjóðina.

Hafi einhver efast um að RÚV væri útvarp allra starfsmanna RÚV þá var áramótaskaup kastljós áminning um að RÚV er útvarp allra starfsmanna RÚV, en ekki útvarp allra landsmanna.

Merkilegt að þetta sjálfmiðaða uppgjör kastljóss hafi ekki fengið neina umræðu, en þó ekki, hver nennir að horfa á sjálfmiðað blogg sjálfsupphafinna vitleysinga?

Bjarni (IP-tala skráð) 1.1.2015 kl. 03:42

18 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Kæri bloggvinur,en hvað við hugsum eins!

Kvrðja,

kristjan9

Kristján P. Gudmundsson, 1.1.2015 kl. 12:21

19 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einungis konur sáu víst um að skapa þetta áramótaskaup. Ég verð að viðurkenna, að illa notuðu þær konur þetta tækifæri á opinberum vettvangi.

Ætli Bríet baráttukona hefði ekki haft víðsýnni og jafnréttaðri boðskap, og jafnvel smávegis viskulegan fínlegan húmor með í baráttu-vandræðabakkelsi jafnréttis og húmors nútímans?

Bríet baráttukona hefði líklega aldrei samþykkt svona opinbert þröngsýnis-einelti og húmorsleysi, af hálfu fyrsta hreinræktaða kvennaskaupsins.

Það má kannski nota þetta skaupefni sem skólabókardæmi og kennsluefni í grunnskólum landsins, um hvernig maður á ekki að haga sér? Og svo má kannski líka nota beina útsendingu frá alþingi í sama tilgangi. Þ.e.a.s. sýna börnunum frá beinni útsendingu af verstu gerð frá alþingi í beinni. Og kenna börnunum að svona stjórnlaus æsingur, siðleysismálflutningur og ásakanir á báða bóga, af hálfu "virðulegs" áhrifafólks, eigi ekki rétt á sér í siðmenntuðu og löghlýðnu óspilltu samfélagi?

Konur á Íslandi geta nú betur en þetta vandræðabakaða skaupdæmi ber vott um!

Spurning hvaða valdaelítu-karlrembur völdu þessar konur í verkefnið, og hvað þeim karlrembum gekk til, við hæfileikamatið á þessum skauphöfundakonum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.1.2015 kl. 00:14

20 identicon

Skaupið var nú frekar slakt,  annars var einn góður brandari og það var þegar vesalings veðurfræðingurinn stóð hálfgrátandi fyrir framan kortið og útskýrði fyri alþjóð hversu veðrið væri vont á "öllu" landinu! Hvernig nennið þið annars að "rífast" yfir skaupinu?

Fólk hlýtur að vera orðið þreitt á skaupum sem fjalla bara um pólitík og aftur pólitík - ef fólk sem fengið er til að gera skaupið er að misnota aðstöðu sína til að ná sér niður á andstæðingum sínum, þá er það grautfúlt.En er það ekki bara í stýl við flest allt á okkar ágæta landi? 

Bjarki (IP-tala skráð) 2.1.2015 kl. 12:49

21 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bjarki. Það var víst meiningin að þetta Skaups-dagskrárefni væri húmorsfyllt siðmenntað skemmtiefni. En köld er dagskrárstjórans og þessara Skaupskvenna áróðurs-fyndni, gegn konunni: Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Hún gerði rangt með því að samþykkja að einungis aðstoðarmaðurinn yrði dreginn til saka. En það réttlætir ekki endalaust eineltis-fjölmiðlunar-rugl blóðþyrstra andstæðinga!

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur fengið svo stóran skammt af einelti, að flestum hefur líklega fundist, að verið væri að bera í bakkafullan eineltis-læk, í skaupinu!

Konur sem fá borgað fyrir að brjóta niður duglegar baráttukonur sem hafa náð ráðherrastöðu, eru langt frá því að vera fyndnar og skemmtilegar.

Einelti er dauðans alvara, sama hver á í hlut, og ég vona að sem flestir skilji það. Líka þeir sem kaupa eineltispeysur í Desembermánuði, til að auglýsa góðmennsku-stuðning sinn gegn alls kyns einelti samfélagsins.

Að nenna að skipta sér af eineltis-skemmtidagskrá ríkisfjölmiðils um áramót, er skylda hvers siðmenntaðs einstaklings þessa samfélagsríkis.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.1.2015 kl. 20:33

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hanna Birna hefur ekki orðið fyrir einelti í umræðu um hennar störf. Hún hefur sannarlega fengið á sig mikla gagnrýni fyrir sín embættisstörf, en fullkomlega réttmæta. En einelti er það klárlega ekki. Það að koma eineltishugtakinu yfir á eðlilega gagnrýni og umræðu er tilraun til að kveða gagnrýna hugsun niður.

Svo skil ég ekki þegar fólk lítur á húmor gegnum pólitísku gleraugun sín.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.1.2015 kl. 09:26

23 identicon

"Svo skil ég ekki þegar fólk lítur á húmor gegnum pólitísku gleraugun sín."

Var þetta skaup ekki einmitt núll húmor, Axel, og tóm pólítík? Og þetta upp er staðið er augljóst að öllum hér og víðar hafi fundizt þetta skaup vera það allralélegasta hingaðtil.

Pétur D. (IP-tala skráð) 3.1.2015 kl. 23:45

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Margir hægri menn hafa kvartað yfir lélegu skaupi á þeirri forsendu að gert var grín að ríkisstjórninni. Það má víst ekki núna, en mátti áður! Ég er vinstrimaður og því hefði mér átt, út frá pólitísku forsendunum, að finnst skaupið skemmtilegt, en fannst það ekki. Ekki vegna efnistakana heldur vegna algjörs skorts á húmor.

Mér finnast pólitískir brandara og skemmtiatriði gott efni og ég skemmti mér ekkert síður yfir gríni um "mína menn" en aðra, ef þannig má að orði komast.Annað væri skortur á kímnigáfu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.1.2015 kl. 00:28

25 identicon

Sama segi ég, Axel. En það eru því miður ekki allir eins víðsýnir og umburðarlyndir og við. T.d. finnst Rafni Guðmundssyni bara það fyndið þegar hraunað er yfir pólítíska andstæðinga hans.

Pétur D. (IP-tala skráð) 4.1.2015 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband