Frægur á Íslandi

Bandarískur hermaður fellur í Afganistan. Fall þessa mans þykir svo merkilegt á Íslandi, umfram aðra fallna „nafnleysingja“ þarlendis að dauði hans verður að sérstakri frétt.

Hvað var það sem gerði þennan mann svo merkilegan í augum hérlendra blaðasnápa, var maðurinn stríðshetja, hátt settur foringi eða mægður forsetanum?

Nei miklu merkilegra en það, þessi maður hafið nefnilega deilt rúmi um tíma með daðurdrósinni Britney Spears.

Meira þarf nú ekki til að verða mönnum harmdauði á Íslandi hinu góða.

 


mbl.is Fyrrverandi kærasti Spears féll í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er étið upp úr erlendum slúðurblöðum. Íslendingar eru ekki minna hégómafullir en aðrar þjóðir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.1.2015 kl. 01:36

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Heldurðu ekki að ég verði ódauðleg í erlendum fjölmiðlum þegar þar að kemur? Ég dansaði við Neil Armstrong á Hótel Sögu nokkrum mánuðum áður en hann skellti sér til tunglsins. Hann fór, að ég held, winkekki þangað af hræðslu við mig, það víst löngu fyrirfram ákveðið, eða þannig.

Bergljót Gunnarsdóttir, 20.1.2015 kl. 03:38

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mig grunaði það Gunnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.1.2015 kl. 05:05

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæl Bergljót. Hvað segir þú! Og þú hefur ekki komið þessu á framfæri við heimspressuna!? Þú hefðir orðið fræg, a.m.k. ef Neil hefði ekki átt afturkvæmt úr ferðinni.innocent

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.1.2015 kl. 05:09

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

laughing

Bergljót Gunnarsdóttir, 20.1.2015 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.